Peningamál - 01.11.2011, Side 15

Peningamál - 01.11.2011, Side 15
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 15 II Ytri skilyrði og útflutningur Alþjóðlegar hagvaxtarhorfur hafa versnað og óvissan magnast. Mikill órói einkennir alþjóðlega fjármálamarkaði sem einkum má rekja til skuldakreppu ýmissa evruríkja og vandamála meðal banka í Evrópu. Áhættufælni fjárfesta hefur aukist mikið. Verðbólga í helstu viðskipta- löndum Íslands heldur áfram að mjakast upp á við en virðist vera að ná hámarki. Verð á olíu- og hrávöru náði hámarki fyrr á árinu en hefur lækkað töluvert síðan. Verð á sjávarafurðum hefur aftur á móti haldið áfram að hækka og hafa viðskiptakjör því farið batnandi á seinni hluta ársins. Alþjóðaviðskipti hafa haldið áfram að vaxa þótt eitthvað hafi dregið úr vextinum og raungengi hefur haldist lágt. Spáð er áframhaldandi aukningu útflutnings á spátímanum, en þó lítillega minni vexti en spáð var í ágúst. Alþjóðlegar hagvaxtarhorfur versna ... Hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptalöndum Íslands versnuðu mikið í haust. Í Bandaríkjunum reyndist hagvöxtur í byrjun árs mun veikari en fyrstu tölur gáfu til kynna og töluvert dró úr honum á öðrum árs- fjórðungi á evrusvæðinu. Á flestum Norðurlöndunum og í Bretlandi dró einnig úr hagvexti á öðrum fjórðungi. Mikill órói á fjármálamörk- uðum vegna ríkisskulda- og bankavanda í ýmsum evruríkjum ásamt neikvæðum hagvísum benda til þess að hagvöxtur verði enn veikari á seinni hluta ársins. Helstu hagvísar sem birst hafa eftir að síðustu Peningamál voru gefin út í ágúst hafa verið veikari en spár helstu greiningaraðila höfðu gert ráð fyrir, sérstaklega á evrusvæðinu (sjá mynd II-2). Mikil óvissa ríkir um það hvort einungis sé að hægja á efna- hags batanum eða hvort samdráttur verði á ný, en spár helstu grein ingaraðila um hagvöxt í ár og á næsta ári hafa lækkað mikið í haust. Endurskoðaðar spár bæði Consensus Forecasts og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um hagvöxt í helstu viðskiptalöndum Íslands fyrir þetta ár benda til þess að hann verði heldur minni í ár en gert var ráð fyrir í síðustu Peningamálum. Spáin fyrir árið 2012 er einnig töluvert veikari. Consensus Forecasts gerir ráð fyrir að hag- vöxtur evrusvæðisins verði einungis um 1% á árinu 2012 og um 2% í Bandaríkjunum, en við útgáfu síðustu Peningamála var gert ráð fyrir að hagvöxtur yrði um 1½% á evrusvæðinu og um 3% í Bandaríkjunum á næsta ári. Samkvæmt spánni verður hagvöxtur meðal helstu viðskiptalanda Íslands um 1½% á árinu 2012, sem er svipað og nýjasta spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en í ágúst var spáð um 2,3% vexti. ... og órói á alþjóðlegum fjármálamörkuðum eykst Mikils óróleika hefur gætt á alþjóðlegum fjármálamörkuðum frá því í sumar og hefur hann aukist mikið frá því að Peningamál komu út í ágúst. Skuldavandi ýmissa ríkja, staða bankakerfisins og versnandi hagvaxtarhorfur meðal helstu iðnríkja hafa haft mikil áhrif á alþjóðlega fjármálamarkaði og verulega hefur dregið úr tiltrú manna á styrk og varanleika efnahagsbatans. Ýmislegt benti til þess að alþjóðlegir fjár- málamarkaðir væru smám saman að taka við sér eftir fjármálakrepp- Heimild: Macrobond. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd II-1 Hagvöxtur meðal helstu iðnríkja Magnbreyting VLF 1. ársfj. 2003 - 2. ársfj. 2011 Bandaríkin Evrusvæðið Bretland Japan -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 ‘1120102009200820072006200520042003 1. Þegar vísitalan er undir 0 eru hagvísar verri en gert hafði verið ráð fyrir og á móti sýnir vísitala yfir 0 að hagvísar eru jákvæðari en gert hafði verið ráð fyrir. Vísitalan segir ekki til um hvort hagvísarnir séu jákvæðir eða nei- kvæðir. Heimild: Macrobond. Mynd II-2 Vísitala um óvænta þróun hagvísa1 Daglegar tölur 1. janúar 2010 - 28. október 2011 Vísitala Bandaríkin Evrusvæðið -120 -100 -80 -60 -40 -20 0 20 40 60 80 100 120 140 2010 2011 Heimild: Consensus Forecasts. % Mynd II-3 Hagvaxtarspár fyrir árið 2012 Marsspá 2011 fyrir 2012 Maíspá 2011 fyrir 2012 Júlíspá 2011 fyrir 2012 Septemberspá 2011 fyrir 2012 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 JapanBandaríkinBretlandEvrusvæðið

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.