Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 59

Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 59
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 59 Nokkuð hefur hægt á hækkunum markaðsverðs húsnæðis und- an farna mánuði en það hefur hækkað um 6,3% frá fyrra ári.2 Á móti heldur minni verðhækkunum á þriðja ársfjórðungi á húsnæði og inn- fluttum hrávörum hefur innlent vöruverð hins vegar haldið áfram að hækka nokkuð hratt og nam árshækkun þess um 6,7% í október.3 Hækkun matvöruverðs og orkukostnaðar skýrir rúmar 2 prósentur af 5,3% ársverðbólgu eins og sést á mynd VIII-5. Aukinn kostnaður vegna launahækkana skýrir hluta verðbólgunnar auk þess að koma fram í verðhækkunum almennrar þjónustu sem hafa numið 4,7% sl. tólf mánuði. Langtímaverðbólguvæntingar eru yfir verðbólgumarkmiðinu Hversu mikið og hversu hratt verðbólga mun hjaðna á ný í átt að markmiði mun að nokkru leyti ráðast af þróun verðbólguvæntinga. Ef fyrirtæki og heimili gera ráð fyrir því að verðbólga verði umfram mark- mið til lengri tíma getur það leitt til þess að þau hagi verðlagningu og launakröfum þannig að verðbólga verði þrálátari en ella. Verðbólguvæntingar til skamms tíma reiknaðar út frá vaxtamun verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa hafa hækkað frá útgáfu síðustu Peningamála í ágúst en væntingar til lengri tíma hafa hins vegar lækkað lítillega. Miðað við álagið eru verðbólguvæntingar til næstu fimm ára um 4½% og til áranna 2016-2021 rúmlega 4%, samanborið við 2% og 3½% í ársbyrjun 2011. Líkt og áður hefur verið fjallað um í Peningamálum þarf þó að fara varlega í túlkun verðbólguvæntinga út frá verðbólguálagi á skuldabréfamarkaði. Þessir tveir markaðir eru að einhverju leyti aðskildir vegna þess að ólíkir fjárfestar eru á verðtryggða og óverðtryggða markaðnum. Til viðbótar getur verið að væntingar um takmarkað framboð verð- tryggðra bréfa á næstu árum séu að þrýsta niður ávöxtunarkröfu þessara bréfa. Verðbólguálagið gæti því af ýmsum ástæðum falið í sér ofmat verðbólguvæntinga á fjármálamarkaði. Í þessu samhengi er t.d. áhugavert að kjör nýrra óverðtryggðra íbúðalána bankanna virðast fela í sér verðbólguvæntingar til næstu ára sem eru nokkru lægri en verðbólguálagið gefur vísbendingu um. Einnig þarf að hafa í huga að verðbólguálagið samkvæmt vaxta muninum endurspeglar einnig áhættuálag vegna óvissu um verðbólgu. Ekki er því útilokað að hækkun verðbólguálagsins megi að einhverju leyti rekja til hækkunar verðbólguáhættuþóknunar í stað vaxandi verðbólguvæntinga. Lækkun staðalfráviks í svörum heimila og fyrirtækja um verðbólguvæntingar frá árslokum 2010 gefur hins vegar ekki til kynna að hækkun áhættuálags sé mikilvæg orsök hækkunar verðbólguálagsins, því virðist mega ætla að hækkun álagsins stafi að mestu leyti af væntingum um meiri verðbólgu. Samkvæmt ársfjórðungslegri könnun Capacent Gallup á verð- bólguvæntingum heimila sem framkvæmd var í september sl. jukust verðbólguvæntingar þeirra til eins árs um 1,5 prósentur frá síðustu könnun í júní og námu 6,5% ef miðað er við miðgildi svara. Samhliða 2. Miðað við vísitölu markaðsverðs húsnæðis á öllu landinu sem er birt af Hagstofu Íslands. 3. Mikil hækkun kjötverðs á yfirstandandi ári, m.a. vegna verðskrárhækkana sauðfjárbænda, skýrir hluta hækkunarinnar en verð á kjöti hefur hækkað um 11,3% sl. tólf mánuði. Mynd VIII-4 Undirliðir verðbólgu Framlag einstakra undirliða til verðbólgu janúar 2007 - október 2011 12 mánaða breyting (%) Innfluttar vörur án áfengis, tóbaks og bensíns Bensín Húsnæði Innlendar vörur án búvöru og grænmetis Almenn þjónusta Aðrir liðir Vísitala neysluverðs Heimild: Hagstofa Íslands. -2 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 2010200920082007 2011 Mynd VIII-5 Framlag matvöru og eldsneytis- og orkukostnaðar til ársverðbólgu Janúar 2006 - október 2011 Prósentur Innlend matvara Innflutt mat- og drykkjarvara Bensín Rafmagn og hiti Heimild: Hagstofa Íslands. -1 0 1 2 3 4 5 201120102009200820072006 12 mánaða breyting (%) Mynd VIII-6 Verðbólguvæntingar m.v. mun á framvirkum óverðtryggðum og verðtryggðum vöxtum1 Daglegar tölur 2. apríl 2007 - 28. október 2011 1. Verðbólguvæntingar eru reiknaðar út frá mun á ávöxtunarkröfu óverðtryggðra og verðtryggðra ríkisskuldabréfa (5 daga hreyfanleg meðaltöl). Heimild: Seðlabanki Íslands. 5 ára verðbólguvæntingar út frá verðbólguálagi 5 ára verðbólguvæntingar eftir 5 ár út frá verðbólguálagi Verðbólgumarkmið 0 2 4 6 8 10 12 2010200920082007 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.