Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 65

Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 65
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 65 gengis krónunnar og vaxta bankans fyrr en á árinu 2007. Spár fram að þeim tíma nýttu því ekki að fullu mat sérfræðinga bankans á líklegri þróun þessara stærða, sem líklega leiddi til aukinnar spáskekkju, t.d. í verðbólgu enda eru skekkjur í verðbólguspám gjarnan tengdar skekkjum í spám um gengi krónunnar. Verðbólguspár Seðlabankans í samanburði við spár einfaldra tímaraðalíkana Við spágerðina er einnig horft til verðbólguspáa sem fást með einföldum tímaraðalíkönum. Það er því áhugavert að bera saman spár bankans og útkomur slíkra líkana. Þegar litið er yfir árið 2010 sést að þjóðhagslíkan bankans reyndist ávallt með minnstu spáskekkjuna, að undanskilinni spá þrjá ársfjórðunga fram í tímann þegar einfalt kostnaðarlíkan sem tekur mið af sögulegri þróun launakostnaðar og innflutningsverðlags og ARIMA-líkan 1 komu aðeins betur út.3 Hin tvö ARIMA-líkönin stóðu sig hins vegar síður.4 Yfirleitt ofspáðu þessi líkön verðbólgu á árinu 2010, enda hjaðnaði hún hratt á árinu eins og áður hefur komið fram. Þegar spáð var einn ársfjórðung fram í tímann stóðu hin líkönin sig þó með ágætum að undanskilinni spánni þar sem spáð er sömu verðbólgu og í síðasta ársfjórðungi út spátímabilið. Þess konar spá gerir ráð fyrir að ekki sé hægt að sjá fyrir breytingar í verðbólgunni, þ.e. að verðbólgan fylgi svokölluðum ráfferli (e. random walk). Spáskekkjur kostnaðarlíkansins og ARIMA-líkana voru á bilinu 0,41-0,55% en spá- skekkja ráfferils mældist langt um meiri eða 1,6%. Spáskekkjan í spám bankans reyndist hins vegar 0,28%. Á undanförnum árum hafa þessi einföldu tímaraðalíkön verið nýtt í meira mæli til að bæta skammtímaverðbólguspár bankans. Að einhverju leyti virðist það hafa skilað árangri, því að spáskekkjur til skemmri tíma hafa minnkað (sjá mynd 3). Þótt ýmsar ástæður geti verið fyrir þessum bætta árangri er ekki útilokað að betur hafi tekist upp við spágerðina eftir því sem fleiri líkön hafa verið nýtt við spágerðina. Hagvaxtarspár Seðlabankans fyrir árið 2010 Til að fá betri mynd af árangri Seðlabankans við verðbólguspár þarf einnig að horfa til þess hvernig bankanum hefur tekist að spá fyrir um þróun efnahagsumsvifa. T.d. er líklegt að bankinn vanspái verðbólgu á tímabilum þar sem hann vanspáir vexti almennrar eftirspurnar og ofmetur umfang þess slaka sem er í efnahagslífinu. Hagstofa Íslands birtir áætlanir um þjóðhagsreikninga fyrir hvern ársfjórðung rúmum tveim mánuðum eftir lok fjórðungsins. Fyrsta áætlun fyrir fjórða ársfjórðung 2010 og árið 2010 í heild var birt 8. mars sl. og endurskoðaðar tölur voru birtar 8. september. Spár Seðlabankans 3. Þessu var öfugt farið á árinu 2009 þegar verðbólguspár bankans voru eilitlu síðri en spár þessara einföldu tímaraðalíkana. Sjá umfjöllun í viðauka 2 í Peningamálum 2010/2. 4. ARIMA-líkan 1 er byggt á spám fyrir helstu undirliði vísitölu neysluverðs og þeir eru síðan vegnir saman í eina heildarvísitölu. Tólf undirliðir vísitölu neysluverðs skiptast í búvörur án grænmetis, grænmeti, aðrar innlendar mat- og drykkjarvörur, aðrar innlendar vörur, inn- fluttar mat- og drykkjarvörur, nýja bíla ásamt varahlutum, bensín, aðrar innfluttar vörur, áfengi og tóbak, húsnæði, opinbera þjónustu og að lokum aðra þjónustu. ARIMA-líkan 2 spáir vísitölu neysluverðs beint en ARIMA-líkan 3 spáir heildarvísitölunni án áhrifa óbeinna skatta og bætir síðan skattaáhrifunum við. Áhugaverða umfjöllun um notkun ARIMA- líkana við verðbólguspár má finna í A. Meyler, G. Kenny og T. Quinn (1998), „Forecasting Irish inflation using ARIMA models“, Central Bank of Ireland, Technical Paper, nr. 3/ RT/98. 1. Fyrsti ársfjórðungur er fjórðungurinn sem Peningamál eru birt eða fyrsti fjórðungurinn sem spáð er. Annar ársfjórðungur er næsti fjórðungur á eftir birtingu Peningamála. Þriðji ársfjórðungur er fjórðungurinn þar á eftir. Heimild: Seðlabanki Íslands. Staðalfrávik (%) Mynd 2 Spáskekkjur verðbólgu í Peningamálum og ýmsum einföldum líkönum árið 20101 Einfalt kostnaðarlíkan ARIMA-líkan 1 ARIMA-líkan 2 Peningamál ARIMA-líkan 3 Ráfferill 0,0 0,2 0,4 0,6 0,8 1,0 1,2 1,4 1,6 1,8 3. ársfj.2. ársfj.1. ársfj. 2,0 1. Fyrsti ársfjórðungur er fjórðungurinn sem Peningamál eru birt eða fyrsti fjórðungurinn sem spáð er. Annar ársfjórðungur er næsti fjórðungur á eftir birtingu Peningamála. Þriðji ársfjórðungur er fjórðungurinn þar á eftir. Heimild: Seðlabanki Íslands. Staðalfrávik (%) Mynd 3 Spáskekkjur verðbólgu í Peningamálum yfir árin 2008 til 20101 2008 2009 2010 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3. ársfj.2. ársfj.1. ársfj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.