Peningamál - 01.11.2011, Qupperneq 29

Peningamál - 01.11.2011, Qupperneq 29
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 29 Byggt á helstu vísbendingum er búist við að einkaneysla hafi vaxið um 0,6% milli fjórðunga á þriðja ársfjórðungi, árstíðarleiðrétt, en það svarar til 3,2% vaxtar milli ára. Reiknað er með hóflegum vexti á síðasta fjórðungi ársins og að einkaneysla muni aukast um 2,9% á árinu í heild. Þetta er nokkru minni vöxtur en reiknað var með í ágúst, en þá var spáð 3,8% vexti milli ára. Að stærstum hluta endurspeglar breytingin 5 ma.kr. meiri einkaneyslu árið 2010 samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar,3 en á föstu verði er nú spáð nánast sama neyslu- stigi í ár og í ágúst. Vöxtur einkaneyslu ein meginuppspretta hagvaxtar næstu ára Samdráttur einkaneyslu ásamt fjárfestingu lagði mest til samdráttar landsframleiðslu í kjölfar fjármálakreppunnar, enda var hluta einka- neyslunnar fram að því haldið uppi með greiðu aðgengi að lánsfé og mikilli hækkun eignaverðs. Þótt ólíklegt sé að neyslustig áranna fyrir fjármálakreppuna sjáist í bráð, er aukin einkaneysla eftir sam- drátt í kjölfar kreppu jafnan ein af fyrstu uppsprettum viðsnúnings í efnahagslífinu: uppsöfnuð neysluþörf brýst fram og leiðir til aukinnar fjárfestingarþarfar þar sem fyrirtæki þurfa að lokum að auka fram- leiðslugetu til að mæta aukinni eftirspurn. Í spánni er áætlað að aukin einkaneysla standi fyrir rúmlega helmingi hagvaxtar á spátímanum, en því er spáð að hún vaxi um u.þ.b. 3% á ári næstu þrjú ár. Í lok spátímans er reiknað með að hlut- deild einkaneyslu í landsframleiðslunni verði tæplega 51% sem er umtalsvert lægra en meðaltal síðustu þrjátíu ára, sem er 58%. Mikill samdráttur eignatekna dró úr kaupmætti ráðstöfunartekna heimila á síðasta ári … Hagstofan birti nýverið tölur um ráðstöfunartekjur heimila á árinu 2010. Kaupmáttur þeirra rýrnaði um 11½% frá fyrra ári og er það mun meiri samdráttur en Seðlabankinn hafði áætlað.4 Uppgjör ráð- stöfunartekna sýnir þó að lítinn hluta þessa samdráttar má rekja til lækkunar heildarlaunatekna og rekstrarafgangs einstaklingsfyrirtækja. Samdráttinn má að miklu leyti rekja til minni eignatekna sem drógust saman um nærri 70 ma.kr. milli ára. Minni arðgreiðslur úr hluta- félögum og minni vaxtatekjur af bankainnstæðum skýra minnkun eignatekna að mestu leyti. … en áhrif á einkaneyslu minni en við fyrstu sýn Álagningarskrár Ríkisskattstjóra sýna að þeir liðir ráðstöfunartekna sem skruppu mest saman á síðasta ári tilheyrðu að stærstum hluta þeim sem voru í efstu þrepum tekjudreifingarinnar. Lækkun ráð- stöfunartekna hjá meginþorra íslenskra heimila var því mun minni á síðasta ári en sem nemur lækkun ráðstöfunartekna heimilanna í heild. Raunsamdráttur ráðstöfunartekna að undanskildum eignatekjum og fjármagnstekjuskatti nam 3,4%. Raunsamdráttur launatekna skýrir 3. Hér er átt við nafnvirði. Breytingin felur í sér að á föstu verði er endurskoðuð einkaneysla á árinu 2010 0,8% meiri en í fyrri birtingu. 4. Það veldur lítilsháttar mun á útreiknaðri kaupmáttarbreytingu að Hagstofan notar vísitölu neysluverðs til að staðvirða ráðstöfunartekjur en Seðlabankinn notast við verðvísitölu einkaneyslu. Mynd IV-7 Einkaneysla 1990-20141 1. Grunnspá Seðlabankans 2011-2014. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF 40 45 50 55 60 65 ‘90 ‘92 ‘94 ‘96 ‘98 ‘00 ‘02 ‘04 ‘06 ‘08 ‘10 ‘12 ‘14 Mynd IV-8 Einkaneysla og kaupmáttur ráðstöfunartekna 2000-20141 1. Grunnspá Seðlabankans 2011-2014. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 Kaupmáttur ráðstöfunartekna Einkaneysla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.