Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 37

Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 37
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 37 Framlag framleiðsluþátta til samdráttar framleiðslugetu Tafla 1 sýnir framlag einstakra þátta til fyrrgreinds 3,7% samdráttar framleiðslugetu þjóðarbúsins á árunum 2008-2010. Framlagi breyt- inga á mannfjölda á vinnufærum aldri hefur jafnframt verið skipt upp í áhrif mannfjöldabreytinga sem rekja má til fjölda brottfluttra umfram aðflutta á þessu tímabili annars vegar og til náttúrulegra mannfjöldabreytinga hins vegar. Í öllum útreikningum er gert ráð fyrir að b = 0,7 í samræmi við þjóðhagslíkan Seðlabankans. Eins og sjá má í töflunni má rekja 0,3 prósentur af samdrætti framleiðslugetunnar til þess að fjármagnsstofn þjóðarbúsins dróst saman í kjölfar kreppunnar. Mest af samdrætti framleiðslugetunnar má hins vegar rekja til samdráttar á vinnumarkaði. Minnkun heildar- vinnuafls leiddi til 0,6% samdráttar framleiðslugetu. Þar vegast á áhrif hreins brottflutnings vinnuafls, sem leiddi til 2% samdráttar framleiðslugetu, og áhrif náttúrulegrar mannfjöldaaukningar sem bætti um 1,4% við framleiðslugetuna. Þessu til viðbótar minnkaði atvinnuþátttaka töluvert sem leiddi til þess að framleiðslugetan dróst saman um 2,5% í viðbót.7 Að lokum er talið að jafnvægisatvinnu- leysi hafi aukist um hátt í eina prósentu á tímabilinu sem gerir það að verkum að framleiðslugetan minnkaði um 0,6%. Samtals dró því aukinn slaki á vinnumarkaði á árunum 2008-2010 framleiðslugetu þjóðarbúsins niður um u.þ.b. 3,7%, sem bætist við framangreindan 0,3% samdrátt vegna minni fjármagnsstofns. Betri nýting fram- leiðsluþátta í formi aukinnar heildarþáttaframleiðni vó hins vegar þar á móti. Nýting framleiðsluþátta og framleiðsluslakinn í þjóðarbúinu Framleiðsluslaki (eða -spenna) í þjóðarbúinu mælir hvort fram- leiðsluþættir þjóðarbúsins séu ofnýttir (þ.e. hvort það er framleiðslu- spenna) eða hvort þeir séu vannýttir (þ.e. hvort það er framleiðslu- slaki). Framleiðsluspennu fylgir jafnan þrýstingur á verðlag og launa- stig og því vaxandi verðbólga, en slaki dregur úr verðbólguþrýstingi. Sé hann nægilega mikill getur hann jafnvel leitt til verðhjöðnunar. Matið á framleiðsluslaka eða -spennu skiptir því töluverðu máli fyrir mat á verðbólguhorfum hverju sinni. Eins og áður hefur komið fram hefur framleiðsluspenna áranna fram að fjármálakreppunni snúist í slaka sem náði hámarki í 5% um mitt síðasta ár. Samkvæmt grunnspá Seðlabankans er jafnframt gert ráð fyrir að slakinn fari smám saman minnkandi og verði horfinn á fyrri hluta árs 2014 (sjá nánar umfjöllun í köflum I og IV). Með sambærilegri greiningu og hér að framan er hægt að meta það hverjir eru helstu drifkraftar þessarar þróunar. Til þess að Tafla 1 Breyting framleiðslugetu 2008-10 og framlag framleiðsluþátta Taflan sýnir framlag einstaka framleiðsluþátta til breytinga á framleiðslugetu þjóðarbúsins frá árinu 2008 til ársins 2010 út frá jöfnu (3). Framleiðsluþáttur (%) Breyting á heildarþáttaframleiðni 0,3 Breyting á fjármagnsstofni -0,3 Breyting á atvinnuþátttöku -2,5 Hreint útflæði vinnuafls -2,0 Náttúruleg mannfjöldabreyting 1,4 Breyting á jafnvægisatvinnuleysi -0,6 Breyting á framleiðslugetu -3,7 7. Áhrif atvinnuþátttöku eru hugsanlega ofmetin þar sem leitnivöxtur atvinnuþátttöku er nokkuð litaður af óvenju mikilli atvinnuþátttöku árin fram að fjármálakreppunni. Líklegt er því að hluti þeirrar atvinnuþátttöku sem hér er talin varanleg hafi í raun verið tímabundin. 1. Grunnspá Seðlabankans 2011-2014. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af framleiðslugetu Mynd 1 Sundurliðun framleiðsluspennu 2008-20141 Framleiðsluspenna Heildarþáttaframleiðni Atvinnuþátttaka Atvinnuleysi -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 2014201320122011201020092008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.