Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 13

Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 13
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 13 þó að miklu leyti ráðast af þrótti alþjóðlegs hagvaxtar, en þar eru blikur á lofti eins og áður hefur verið rakið. Einnig er erfitt að meta hversu mikil og langvinn áhrif nýgerðra kjarasamninga verða á verðbólgu- þróunina. Hætta er á að þessar miklu hækkanir geti framkallað keðju- verkun frekari launa- og verðlagshækkana og þannig leitt af sér meiri verðbólgu en nemur beinum kostnaðaráhrifum samninganna. Tregða verðbólgunnar virðist einnig meiri hér á landi en víðast hvar annars staðar. Hættan á þrálátri verðbólgu er því meiri hér á landi þar sem verðbólguvæntingar virðast hafa ónóga kjölfestu í verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Mælikvarðar á verðbólguvæntingar benda til þess að þær hafi aukist nokkuð undanfarin misseri, þótt hækkun þeirra virðist hafa stöðvast í bili, a.m.k. á suma mælikvarða, og langtímaverðbólgu- væntingar eru nokkru hærri en verðbólgumarkmið bankans. Hætta er á því að baráttan við að koma verðbólgu í markmið verði erfiðari og kostnaðarsamari. Þetta gæti einnig valdið því að verðbólga verði þrálátari en áætlað er í grunnspánni. Á móti kemur að flestir tiltækir mælikvarðar á verðbólguvæntingar hér á landi hafa tilhneigingu til að sveiflast meir með nýliðinni verðbólgu en í þeim löndum þar sem trúverðugleiki verðbólgumarkmiðs er meiri. Reynist verðbólga lægri næstu mánuði en hér er spáð, m.a. vegna áhrifa alþjóðaþróunar, gæti það slegið tiltölulega fljótt á verðbólguvæntingar. Fráviksdæmi 1: Hagvaxtarhorfur versna verði alþjóðakreppan dýpri og langvinnari Eins og rakið er hér að framan er gert ráð fyrir því í grunnspánni að nokkuð dragi úr alþjóðlegum hagvexti en þó án þess að samdráttur verði á ný í helstu viðskiptalöndum Íslands. Í þessu fráviksdæmi er gert ráð fyrir að landsframleiðsla helstu viðskiptalanda Íslands og alþjóða- viðskipti dragist saman en að samdrátturinn verði minni en árið 2009. Einnig er gert ráð fyrir að viðskiptakjör verði talsvert óhagstæðari en í grunnspánni þar sem álverð og verðlag sjávarafurða gefa talsvert eftir. Á móti vegur hins vegar frekari lækkun hrávöru- og olíuverðs. Að lokum er gert ráð fyrir að óróleiki á alþjóðlegum fjármálamörkuðum valdi því að áhættuálag hækki enn frekar og að ekki verði af frekari uppbyggingu á álverinu í Helguvík, a.m.k. ekki á spátímanum. Í þessu dæmi verður efnahagsbatinn talsvert veikari en í grunn- dæminu og verður hagvöxtur allt að 1 prósentu minni á seinni hluta spátímans. Veikari alþjóðleg eftirspurn gerir það að verkum að útflutn- ingur, sérstaklega á þjónustu og almennum iðnaðarvörum, verður minni. Innlend eftirspurn verður jafnframt veikari, enda atvinnuhorfur dekkri og bein fjárfesting inn í landið minni. Á móti kemur að bæði innlendir vextir og gengi krónunnar verða lægri en í grunnspánni. Slakinn í þjóðarbúskapnum verður þó meiri en í grunnspánni á megin- hluta spátímans og verðbólga minni. Fráviksdæmi 2: Kröftugri bati fjárfestingar hraðar efnahagsbata Hlutfall fjárfestingar af landsframleiðslu er lágt í sögulegu samhengi og verður það áfram þótt það hækki á næstu árum samkvæmt grunnspánni. Í þessu fráviksdæmi er gert ráð fyrir að fjárfesting aukist hraðar frá næsta ári en í grunnspánni sem gæti t.d. tengst því að fleiri fjárfestingarverkefni í tengslum við áætlun um losun gjaldeyrishafta Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd I-16 Framleiðsluspenna - fráviksdæmi % af framleiðslugetu Grunnspá Fráviksdæmi með veikari alþjóðlegri þróun Fráviksdæmi með sterkari fjárfestingu -4 -3 -2 -1 0 1 2 2014201320122011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.