Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 79
ANNÁLL
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
1
•
4
79
Alls bárust tilboð að upphæð 3,4 milljónir evra. Öllum tilboðum var
tekið að fullu. Útboðsverðið var ákveðið með þeim hætti að öll sam-
þykkt tilboð voru boðin aðalmiðlurum á sama verði, sem var ákvarðað
210,00 kr. fyrir hverja evru. Sem greiðslu fyrir gjaldeyrinn fengu kaup-
endur afhent verðtryggð ríkisverðbréf.
Hinn 17. ágúst ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að
hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Vextir á viðskiptareikningum
innlánsstofnana voru hækkaðir í 3,5%, hámarksvextir á 28 daga inn-
stæðubréfum í 4,25%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga í 4,5% og
daglánavextir í 5,5%.
Hinn 26. ágúst samþykkti framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
sjöttu og síðustu endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda
og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Með samþykkt framkvæmdastjórnar-
innar varð lokaáfangi lánafyrirgreiðslu sjóðsins til Íslands til reiðu, að
upphæð 280 milljónir SDR sem er jafnvirði 51 ma.kr. Alls nam lánafyr-
irgreiðsla sjóðsins 1,4 milljörðum SDR eða 257 ma.kr. Að auki lánuðu
Norðurlöndin og Pólland um 150 ma.kr. í tengslum við efnahagsáætl-
unina og veittu lántökurétt sem nam samtals um 160 ma.kr.
Hinn 31. ágúst var tilkynnt að samið hefði verið um að MP banki kaupi
fyrirtækjaráðgjöf Sögu Fjárfestingarbanka.
Hinn 31. ágúst veitti Fjármálaeftirlitið Straumi IB hf. starfsleyfi sem
lánafyrirtæki samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.
September 2011
Hinn 1. september kynnti Arion banki óverðtryggð íbúðalán til 25 eða
40 ára. Lánin bera 6,45% vexti upp að 60% veðhlutfalli og eru þeir
fastir fyrstu fimm árin. Vextir viðbótarlána upp að 80% veðhlutfalli
bera 7,55% vexti. Vextir verða endurskoðaðir eftir fimm ár í takt við
markaðsvexti. Viðskiptavinir geta þá haldið áfram, skipt um lánsform
eða greitt lánið án sérstaks uppgreiðslugjalds. Aðrar bankastofnanir
fylgdu fljótlega í kjölfarið og buðu hliðstæð, óverðtryggð lán.
Hinn 2. september samþykkti Alþingi lög nr. 103/2011, um breytingar
á lögum um almannatryggingar og lögum um réttarstöðu starfsmanna
við aðilaskipti að fyrirtækjum. Framlengt var til ársloka 2011 ákvæði
um að lengja greiðslutímabil tekjutengdra bóta í hlutfalli við rétt til
slíkra bóta miðað við fullt starf á móti nýttum bótarétti og kveðið svo á
að aðili sem tekur við fyrirtæki taki yfir skyldur gagnvart starfsmönnum
samkvæmt gildandi samningum. Breytingarnar tengdust aðkomu ríkis-
stjórnarinnar að kjarasamningum í maí.
Hinn 8. september gaf sjávarútvegsráðherra út 181 þúsund tonna
upphafsheimildir fyrir loðnuveiðiskip á komandi vertíð.
Hinn 16. september samþykkti Alþingi lög nr. 119/2011, um breytingu
á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, með síðari breytingum
(eigið fé, stóra áhættu, verðbréfun o.fl.). Megintilgangurinn með lög-