Peningamál - 01.11.2011, Page 7

Peningamál - 01.11.2011, Page 7
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 7 nokkurn tíma fyrir innlendar samkeppnisgreinar að mæta aukinni eftir- spurn eftir innlendri framleiðslu. Bati innlendrar eftirspurnar kemur því mikið fram í auknum innflutningi. Vegna hagstæðara framlags utan- ríkisviðskipta til hagvaxtar og hagstæðari þróunar viðskiptakjara er útlit fyrir að afgangur á viðskiptajöfnuði verði nokkru meiri en spáð var í ágúst. Nánar er fjallað um alþjóðleg efnahagsmál, útflutning, ytri skilyrði og jöfnuð í viðskiptum við útlönd í köflum II og VII. Útlit fyrir svipaðan vöxt þjóðarútgjalda í ár og áður var spáð Samkvæmt endurskoðuðum tölum Hagstofu Íslands fyrir fyrsta árs- fjórðung og fyrstu bráðabirgðatölum fyrir annan fjórðung jukust þjóðarútgjöld um 5% á fyrri hluta ársins frá sama tíma í fyrra. Er það í samræmi við ágústspá Seðlabankans en þar var gert ráð fyrir 4,9% vexti á fyrri hluta ársins. Vöxtur einkaneyslu reyndist hins vegar 1 prósentu minni en spáð var, en vöxtur samneyslu og fjárfestingar reyndist u.þ.b. 1 prósentu meiri. Birgðasöfnun reyndist einnig nokkru meiri á fyrri hluta ársins en spáð var í ágúst. Á heildina litið er talið að þjóðarútgjöld aukist um u.þ.b. 4% á þessu ári sem er nánast óbreytt frá ágústspánni. Þrátt fyrir vís- bendingar um áframhaldandi vöxt á þriðja ársfjórðungi er útlit fyrir að vöxtur einkaneyslu á þessu ári verði minni en áður var spáð, sem endurspeglar aðallega kröftugri einkaneyslu á síðasta ári en fyrri áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Þótt almenn atvinnuvegafjárfesting án fjárfestingar í orkuiðnaði og án skipa og flugvéla verði líklega meiri á þessu ári en spáð var í ágúst verður fjármunamyndun alls minni, sem helgast að mestu af minni stóriðjufjárfestingu. Á móti kemur að frumvarp til fjárlaga fyrir næsta ár gefur til kynna töluvert minni sam- drátt í samneyslu á þessu ári en áður var reiknað með, auk þess sem birgðasöfnun er meiri en spáð var. Á næsta ári er gert ráð fyrir um 3,2% vexti innlendrar eftirspurnar, sem er nokkru meiri vöxtur en spáð var í ágúst. Eftir sem áður eru horfur á ágætum vexti fjármunamynd- unar á spátímanum. Nánari umfjöllun um eftirspurn einkageirans og hins opinbera er að finna í köflum IV og V. Hagvaxtarhorfur betri fyrir þetta og næsta ár Hagvöxtur á fyrri hluta ársins mældist 2½% samkvæmt bráðabirgða- tölum Hagstofunnar. Eins og sjá má á mynd I-6 er þetta ágætur hag- vöxtur þegar miðað er við önnur iðnríki. Þrátt fyrir að hagvöxtur hafi mælst 0,5 prósentum minni á fyrri hluta ársins en spáð var í ágúst, gerir grunnspáin nú ráð fyrir 3,1% hagvexti í ár sem er 0,3 prósentum meiri vöxtur en þá var reiknað með. Skýrist það aðallega af því að horfur eru á að framlag utanríkisviðskipta verði ekki eins neikvætt og áður var talið, eins og rakið er hér að framan. Eftir samdrátt milli fjórð- unga á öðrum ársfjórðungi, sem rekja má til óvenju neikvæðs framlags birgðabreytinga, er útlit fyrir kröftugan vöxt á þriðja fjórðungi þegar stór hluti þessara birgða er fluttur út. Sem fyrr er viðbúið að efnahags- batinn verði brokkgengur og að sveiflur verði í ársfjórðungsvexti landsframleiðslunnar. Spáð er 2,3% hagvexti á næsta ári og hafa horfur fyrir næsta ár því batnað frá því í ágúst og má rekja það til meiri krafts í innlendri eftirspurn og hagstæðari utanríkisviðskipta. Á árinu 2013 er einnig Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-5 Þjóðarútgjöld - samanburður við PM 2011/3 Breyting frá fyrra ári (%) PM 2011/4 PM 2011/3 -30 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 20142013201220112010200920082007 Heimildir: Eurostat, Hagstofa Íslands, Hagstofa Noregs, Macrobond, Seðlabanki Íslands. Mynd I-6 Hagvöxtur á fyrri hluta árs 2011 í ýmsum iðnríkjum Breyting frá sama tíma fyrir ári (%) -6 -4 -2 0 2 4 6 Grikkland Portúgal Spánn Bretland Írland Danmörk Bandaríkin Frakkland Noregur Ísland Kanada Þýskaland Finnland Svíþjóð Mynd I-7 Verg landsframleiðsla 1. ársfj. 2008 - 4. ársfj. 20141 % Breyting milli ársfjórðunga (árstíðarleiðrétt) Breyting frá sama fjórðungi ári áður 1. Grunnspá Seðlabankans 3. ársfj. 2011 - 4. ársfj. 2014. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 2014201320122011201020092008

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.