Peningamál - 01.11.2011, Qupperneq 7

Peningamál - 01.11.2011, Qupperneq 7
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 7 nokkurn tíma fyrir innlendar samkeppnisgreinar að mæta aukinni eftir- spurn eftir innlendri framleiðslu. Bati innlendrar eftirspurnar kemur því mikið fram í auknum innflutningi. Vegna hagstæðara framlags utan- ríkisviðskipta til hagvaxtar og hagstæðari þróunar viðskiptakjara er útlit fyrir að afgangur á viðskiptajöfnuði verði nokkru meiri en spáð var í ágúst. Nánar er fjallað um alþjóðleg efnahagsmál, útflutning, ytri skilyrði og jöfnuð í viðskiptum við útlönd í köflum II og VII. Útlit fyrir svipaðan vöxt þjóðarútgjalda í ár og áður var spáð Samkvæmt endurskoðuðum tölum Hagstofu Íslands fyrir fyrsta árs- fjórðung og fyrstu bráðabirgðatölum fyrir annan fjórðung jukust þjóðarútgjöld um 5% á fyrri hluta ársins frá sama tíma í fyrra. Er það í samræmi við ágústspá Seðlabankans en þar var gert ráð fyrir 4,9% vexti á fyrri hluta ársins. Vöxtur einkaneyslu reyndist hins vegar 1 prósentu minni en spáð var, en vöxtur samneyslu og fjárfestingar reyndist u.þ.b. 1 prósentu meiri. Birgðasöfnun reyndist einnig nokkru meiri á fyrri hluta ársins en spáð var í ágúst. Á heildina litið er talið að þjóðarútgjöld aukist um u.þ.b. 4% á þessu ári sem er nánast óbreytt frá ágústspánni. Þrátt fyrir vís- bendingar um áframhaldandi vöxt á þriðja ársfjórðungi er útlit fyrir að vöxtur einkaneyslu á þessu ári verði minni en áður var spáð, sem endurspeglar aðallega kröftugri einkaneyslu á síðasta ári en fyrri áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Þótt almenn atvinnuvegafjárfesting án fjárfestingar í orkuiðnaði og án skipa og flugvéla verði líklega meiri á þessu ári en spáð var í ágúst verður fjármunamyndun alls minni, sem helgast að mestu af minni stóriðjufjárfestingu. Á móti kemur að frumvarp til fjárlaga fyrir næsta ár gefur til kynna töluvert minni sam- drátt í samneyslu á þessu ári en áður var reiknað með, auk þess sem birgðasöfnun er meiri en spáð var. Á næsta ári er gert ráð fyrir um 3,2% vexti innlendrar eftirspurnar, sem er nokkru meiri vöxtur en spáð var í ágúst. Eftir sem áður eru horfur á ágætum vexti fjármunamynd- unar á spátímanum. Nánari umfjöllun um eftirspurn einkageirans og hins opinbera er að finna í köflum IV og V. Hagvaxtarhorfur betri fyrir þetta og næsta ár Hagvöxtur á fyrri hluta ársins mældist 2½% samkvæmt bráðabirgða- tölum Hagstofunnar. Eins og sjá má á mynd I-6 er þetta ágætur hag- vöxtur þegar miðað er við önnur iðnríki. Þrátt fyrir að hagvöxtur hafi mælst 0,5 prósentum minni á fyrri hluta ársins en spáð var í ágúst, gerir grunnspáin nú ráð fyrir 3,1% hagvexti í ár sem er 0,3 prósentum meiri vöxtur en þá var reiknað með. Skýrist það aðallega af því að horfur eru á að framlag utanríkisviðskipta verði ekki eins neikvætt og áður var talið, eins og rakið er hér að framan. Eftir samdrátt milli fjórð- unga á öðrum ársfjórðungi, sem rekja má til óvenju neikvæðs framlags birgðabreytinga, er útlit fyrir kröftugan vöxt á þriðja fjórðungi þegar stór hluti þessara birgða er fluttur út. Sem fyrr er viðbúið að efnahags- batinn verði brokkgengur og að sveiflur verði í ársfjórðungsvexti landsframleiðslunnar. Spáð er 2,3% hagvexti á næsta ári og hafa horfur fyrir næsta ár því batnað frá því í ágúst og má rekja það til meiri krafts í innlendri eftirspurn og hagstæðari utanríkisviðskipta. Á árinu 2013 er einnig Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-5 Þjóðarútgjöld - samanburður við PM 2011/3 Breyting frá fyrra ári (%) PM 2011/4 PM 2011/3 -30 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 20142013201220112010200920082007 Heimildir: Eurostat, Hagstofa Íslands, Hagstofa Noregs, Macrobond, Seðlabanki Íslands. Mynd I-6 Hagvöxtur á fyrri hluta árs 2011 í ýmsum iðnríkjum Breyting frá sama tíma fyrir ári (%) -6 -4 -2 0 2 4 6 Grikkland Portúgal Spánn Bretland Írland Danmörk Bandaríkin Frakkland Noregur Ísland Kanada Þýskaland Finnland Svíþjóð Mynd I-7 Verg landsframleiðsla 1. ársfj. 2008 - 4. ársfj. 20141 % Breyting milli ársfjórðunga (árstíðarleiðrétt) Breyting frá sama fjórðungi ári áður 1. Grunnspá Seðlabankans 3. ársfj. 2011 - 4. ársfj. 2014. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 2014201320122011201020092008
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.