Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 28
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
1
•
4
28
hann 2,5%.2 Í ágústspánni var reiknað með flugvélaútflutningi á
öðrum ársfjórðungi en við endurskoðun þjóðhagsreikninga er hann
færður á fyrsta fjórðung ársins. Af þeim sökum gefur það betri mynd
að bera saman samanlagða fyrstu tvo fjórðunga ársins við ágústspána.
Vöxtur þjóðarútgjalda mældist 5% en í ágúst var spáð 4,9% vexti.
Einkaneysla var heldur veikari í tölum Hagstofunnar en spáð hafði
verið en samneysla og fjárfesting voru meiri en spáð var. Birgðasöfnun
reyndist einnig nokkru meiri á fyrri hluta ársins en spáð hafði verið
í ágúst. Neikvæðara framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar er því
meginskýring heldur minni hagvaxtar á fyrri hluta ársins.
Eftirspurn heimila hefur tekið við sér
Á öðrum fjórðungi ársins jókst einkaneysla um 1,8% frá fyrri fjórðungi
að teknu tilliti til árstíðarsveiflu og nam vöxturinn milli ára 5,1%.
Þetta er heldur minni vöxtur en búist var við í spá bankans í ágúst
en þar var reiknað með 6,8% vexti milli ára. Í því tilliti skiptir máli að
endurskoðaðar tölur Hagstofunnar sýna meiri einkaneyslu í fyrra að
raunvirði en áður. Þrátt fyrir að vera undir spá bankans er vöxturinn
engu að síður umtalsverður og ljóst að einkaneysla hefur tekið við
sér á undanförnum mánuðum og ársfjórðungum. Ætla má að minni
óvissa um efnahagsreikninga heimila eftir dómsúrskurði vegna gengis-
tryggðra lána hafi haft þar einhver áhrif. Vöxturinn á öðrum árs-
fjórðungi var líklega einnig að einhverju leyti til kominn vegna fyrri
útgreiðslu sérstakra vaxtabóta í maí. Aðrir þættir hafa einnig stutt við
aukna einkaneyslu, eins og aukin atvinna, aukinn kaupmáttur launa,
lækkun skulda og hækkun raunverðs húsnæðis. Eins og fjallað er um í
kafla III sjást merki þess að útlán séu að taka við sér á ný sem að hluta
endurspeglar að hreint virði heimila hefur aukist.
Útlit fyrir áframhaldandi bata einkaneyslu
Helstu vísbendingar um þróun einkaneyslu á þriðja fjórðungi ársins gefa
til kynna að hún hafi vaxið lítillega milli fjórðunga að teknu tilliti til árs-
tíðar. Greiðslukortavelta jókst um 0,3% milli ársfjórðunga og dagvöru-
velta jókst um 0,1%, báðar árstíðarleiðréttar. Þá mun aukin heimild til
úttektar viðbótarlífeyrissparnaðar líklega styðja við einkaneyslu á næstu
ársfjórðungum. Breyting á skattalegri meðferð viðbótarlífeyrissparnaðar
sem boðuð er í nýju fjárlagafrumvarpi gæti einnig aukið tímabundið
við einkaneyslu. Bjartsýni heimila hefur jafnframt heldur aukist yfir árið
þrátt fyrir lækkun væntingavísitölu Gallups í október. Vöxtur atvinnu á
fjórðungnum styður auk þess við ráðstöfunartekjur heimila.
Ákveðin óvissa skapast vegna húsnæðisliðar einkaneyslu þegar
hátíðnivísbendingar eru heimfærðar yfir á einkaneyslu í heild þar sem
sá liður er reiknaður út frá heildarfjármunaeign í íbúðarhúsnæði. Lágt
fjárfestingarstig undanfarinna ára þýðir að nýfjárfesting er minni en
afskriftir og því hefur fjármunaeign í húsnæði minnkað. Fyrir vikið
mun þessi liður draga úr vexti einkaneyslu á þessu ári.
2. Rétt er að benda á að í spá Seðlabankans er miðað við áætlun bankans um fjárfestingu árið
2010, en bankinn telur að fjárfestingarstigið það ár hafi verið nokkru hærra en fram kemur
í bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Tölur Seðlabanka og Hagstofu um vöxt landsframleiðslu
og þjóðarútgjalda frá árinu 2010 byggjast því ekki á sama grunni. Ef miðað er við tölur
Hagstofunnar fyrir fjárfestingu árið 2010 hefði hagvöxtur í spá bankans verið 3,4% og
vöxtur þjóðarútgjalda 5,4% á fyrri hluta 2011 að öðru óbreyttu. Sjá nánari umfjöllun í kafla
IV í Peningamálum 2011/2 og í viðauka 2 um spáskekkjur í þessari útgáfu Peningamála.
Mynd IV-6
Þróun einkaneyslu, dagvöruveltu
og greiðslukortaveltu
1. ársfj. 2003 - 3. ársfj. 20111
1. Tölur yfir einkaneyslu ná einungis fram til 2. ársfjórðungs 2011.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Rannsóknarsetur verslunarinnar,
Seðlabanki Íslands.
Breyting frá fyrra ári (%)
Einkaneysla
Dagvöruvelta
Debet- og kreditkortavelta einstaklinga
-30
-25
-20
-15
-10
-5
0
5
10
15
20
‘1120102009200820072006200520042003
1. Myndin sýnir útgreiðslur og uppsafnaðar greiðslur eftir mánuðum
miðað við þær umsóknir sem höfðu verið samþykktar fram til loka
septembermánaðar 2011.
Heimildir: Ríkisskattstjóri, Seðlabanki Íslands.
Ma.kr.
Mynd IV-5
Útgreiðslur úr frjálsum séreignarsparnaði1
Apríl 2009 - febrúar 2013
Útgreiðslur eftir mánuðum (v. ás)
Uppsafnaðar greiðslur (h. ás)
Ma.kr.
0,0
0,5
1,0
1,5
2,0
2,5
3,0
3,5
4,0
0
10
20
30
40
50
60
70
80
2012 ‘13201120102009
Mynd IV-4
Þróun einkaneyslu og vísitala
fyrirhugaðra stórkaupa einstaklinga
2. ársfj. 2002 - 3. ársfj. 20111
1. Tölur yfir einkaneyslu ná einungis fram til 2. ársfjórðungs 2011.
Heimildir: Capacent Gallup, Hagstofa Íslands.
Breyting frá fyrra ári (%)
Einkaneysla (v. ás)
Vísitala fyrirhugaðra stórkaupa einstaklinga (h. ás)
-25
-20
-15
-10
-5
0
5
10
15
20
35
40
45
50
55
60
65
70
75
80
‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02
Vísitala