Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 42

Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 42
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 42 Mildari afkomuaðgerðir á næsta ári en fyrri ár Samkvæmt frumvarpinu er áætlað að heildarjöfnuður á næsta ári batni um 24,4 ma.kr. milli ára og verði neikvæður um 17,7 ma.kr. sem jafngildir því að hallinn fari úr 2,5% af landsframleiðslu í 1%. Til að ná því er sem fyrr gert ráð fyrir að farin verði blönduð leið: tekjur eru auknar og útgjöld dregin saman. Aðhaldsaðgerðir í þessum áfanga áætlunarinnar nema ½% af landsframleiðslu. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að aðgerðir sem farið verður í til að bæta afkomu ríkissjóðs frá því sem ella hefði orðið nemi tæpum 30 ma.kr.: ráð- stafanir til að auka tekjur nemi 20,7 ma.kr. og útgjöld verði dregin saman um sem nemur 8,6 ma.kr. Tekjuhliðin 2012 Eftir talsverðar skattahækkanir árið 2010 er nú, annað árið í röð, ekki gert ráð fyrir að breyta skatthlutföllum helstu skattstofna. Skattar á borð við tekjuskatt einstaklinga og virðisaukaskatt verða því ekki hækkaðir. Hins vegar stendur til að lækka tryggingargjald. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er áætlað að beinar skattbreytingar skili 9,7 ma.kr. auk þess sem gert er ráð fyrir að framlenging heim- ildar til að taka út séreignarsparnað muni afla aukalega 2 ma.kr. Aðrar ráðstafanir sem eiga að auka tekjur ríkissjóðs um samtals 9 ma.kr. eru eignasala og aukin krafa um greiðslu arðs af eignum ríkissjóðs. Samtals er þessum aðgerðum ætlað að skila ríkissjóði 20,7 ma.kr. í viðbótartekjur á árinu. Eftirfarandi skattbreytingar eru áætlaðar: • Dregið verður úr leyfilegum frádrætti vegna séreignarsparnaðar. Áætluð tekjuáhrif nema 1,4 ma.kr. • Lagður verður á nýr 10,5% skattur á heildarlaunagreiðslur fjár- málafyrirtækja, lífeyrissjóða og tryggingarfélaga. Áætluð tekju- áhrif nema 4,5 ma.kr. • Tekið verði upp viðbótarskattþrep fyrir auðlegðarskatt. Áætluð tekjuáhrif nema 1,5 ma.kr. • Kolefnisgjald verði hækkað þannig að miðað verði við fullt við- miðunarverð í stað 75% nú. Áætluð tekjuáhrif nema 800 m.kr. • Veiðigjald á fiskveiðiheimildir verði nær tvöfaldað. Áætluð tekju- áhrif nema 1,5 ma.kr. en heilsársáhrif sem koma fyrst að fullu fram árið 2013 nema 4,5 ma.kr. Tafla 1 Langtímaáætlun ríkissjóðs 2012-2015 Áætlun Áætlun Áætlun Áætlun Ma. kr. 2012 2013 2014 2015 Heildartekjur 521,5 545,3 579,1 610,8 Þar af skatttekjur 466,8 491,9 522,7 551,3 Heildargjöld 539,2 546,6 561,8 578,9 Rekstrargjöld 210,0 215,1 221,0 225,5 Fjármagnskostnaður 78,4 81,9 86,2 92,4 Tilfærsluútgjöld 230,7 229,2 233,5 239,7 Viðhald 8,0 8,2 8,3 8,5 Fjárfesting 12,1 12,3 12,7 12,9 Heildarjöfnuður ríkissjóðs -17,7 -1,3 17,4 31,9 sem hlutfall af VLF -1,0 -0,1 0,9 1,6 bati frá fyrra ári 1,5 0,9 1,0 0,7 Frumjöfnuður ríkissjóðs 39,6 57,5 77,7 95,2 sem hlutfall af VLF 2,2 3,1 4,0 4,6 bati frá fyrra ári 2,0 0,9 0,9 0,7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.