Peningamál - 01.11.2011, Side 42

Peningamál - 01.11.2011, Side 42
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 42 Mildari afkomuaðgerðir á næsta ári en fyrri ár Samkvæmt frumvarpinu er áætlað að heildarjöfnuður á næsta ári batni um 24,4 ma.kr. milli ára og verði neikvæður um 17,7 ma.kr. sem jafngildir því að hallinn fari úr 2,5% af landsframleiðslu í 1%. Til að ná því er sem fyrr gert ráð fyrir að farin verði blönduð leið: tekjur eru auknar og útgjöld dregin saman. Aðhaldsaðgerðir í þessum áfanga áætlunarinnar nema ½% af landsframleiðslu. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að aðgerðir sem farið verður í til að bæta afkomu ríkissjóðs frá því sem ella hefði orðið nemi tæpum 30 ma.kr.: ráð- stafanir til að auka tekjur nemi 20,7 ma.kr. og útgjöld verði dregin saman um sem nemur 8,6 ma.kr. Tekjuhliðin 2012 Eftir talsverðar skattahækkanir árið 2010 er nú, annað árið í röð, ekki gert ráð fyrir að breyta skatthlutföllum helstu skattstofna. Skattar á borð við tekjuskatt einstaklinga og virðisaukaskatt verða því ekki hækkaðir. Hins vegar stendur til að lækka tryggingargjald. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er áætlað að beinar skattbreytingar skili 9,7 ma.kr. auk þess sem gert er ráð fyrir að framlenging heim- ildar til að taka út séreignarsparnað muni afla aukalega 2 ma.kr. Aðrar ráðstafanir sem eiga að auka tekjur ríkissjóðs um samtals 9 ma.kr. eru eignasala og aukin krafa um greiðslu arðs af eignum ríkissjóðs. Samtals er þessum aðgerðum ætlað að skila ríkissjóði 20,7 ma.kr. í viðbótartekjur á árinu. Eftirfarandi skattbreytingar eru áætlaðar: • Dregið verður úr leyfilegum frádrætti vegna séreignarsparnaðar. Áætluð tekjuáhrif nema 1,4 ma.kr. • Lagður verður á nýr 10,5% skattur á heildarlaunagreiðslur fjár- málafyrirtækja, lífeyrissjóða og tryggingarfélaga. Áætluð tekju- áhrif nema 4,5 ma.kr. • Tekið verði upp viðbótarskattþrep fyrir auðlegðarskatt. Áætluð tekjuáhrif nema 1,5 ma.kr. • Kolefnisgjald verði hækkað þannig að miðað verði við fullt við- miðunarverð í stað 75% nú. Áætluð tekjuáhrif nema 800 m.kr. • Veiðigjald á fiskveiðiheimildir verði nær tvöfaldað. Áætluð tekju- áhrif nema 1,5 ma.kr. en heilsársáhrif sem koma fyrst að fullu fram árið 2013 nema 4,5 ma.kr. Tafla 1 Langtímaáætlun ríkissjóðs 2012-2015 Áætlun Áætlun Áætlun Áætlun Ma. kr. 2012 2013 2014 2015 Heildartekjur 521,5 545,3 579,1 610,8 Þar af skatttekjur 466,8 491,9 522,7 551,3 Heildargjöld 539,2 546,6 561,8 578,9 Rekstrargjöld 210,0 215,1 221,0 225,5 Fjármagnskostnaður 78,4 81,9 86,2 92,4 Tilfærsluútgjöld 230,7 229,2 233,5 239,7 Viðhald 8,0 8,2 8,3 8,5 Fjárfesting 12,1 12,3 12,7 12,9 Heildarjöfnuður ríkissjóðs -17,7 -1,3 17,4 31,9 sem hlutfall af VLF -1,0 -0,1 0,9 1,6 bati frá fyrra ári 1,5 0,9 1,0 0,7 Frumjöfnuður ríkissjóðs 39,6 57,5 77,7 95,2 sem hlutfall af VLF 2,2 3,1 4,0 4,6 bati frá fyrra ári 2,0 0,9 0,9 0,7

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.