Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 52
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
1
•
4
52
Horfur um atvinnuleysi og atvinnu svipaðar og í ágúst
Atvinnuleysishorfur næstu þriggja ára eru svipaðar og þær voru í
síðustu spá, þó heldur verri á seinni hluta spátímabilsins. Samkvæmt
grunnspánni er gert ráð fyrir að mælt atvinnuleysi aukist á ný í um 7%
snemma á næsta ári en að atvinnuleysi að teknu tilliti til árstíðar hafi
þegar náð hámarki. Spáð er að atvinnuleysi haldi áfram að minnka
eftir því sem efnahagsumsvif aukast og verði um 4½% í lok spátímans.
Horfur eru á að atvinnuleysi verði heldur meira á árinu 2014 en spáð
Rammagrein VI-2
Er aukning
jafnvægisatvinnuleysis
að ganga til baka?
Svokölluð Beveridge-kúrfa sýnir samband eftirspurnar (framboð
lausra starfa1 á lóðrétta ásnum) og framboðs (atvinnuleysi á lárétta
ásnum) á vinnumarkaði. Atvinnuleysi og fjöldi starfa hreyfist jafnan
í gagnstæðar áttir yfir hagsveifluna eftir línu sem hallar niður til
hægri (NV-SA-lína). Breyting í eftirspurn eftir vinnuafli, sem endur-
speglast í fjölda lausra starfa, leiðir alla jafna til breytingar í fjölda
atvinnulausra.
Beveridge-kúrfan getur hliðrast vegna breytinga á öðru hvoru
eða hvoru tveggja í senn, eftirspurn eftir vinnuafli og framboði
þess. Líklegt er að hliðrun kúrfunnar til hægri stafi af einhverjum
þeim breytingum á stofnunum vinnumarkaðar sem hafa í för með
sér að dregið hafi úr hæfni þeirra til að bregðast við áföllum. Þótt
hliðrun kúrfunnar til hægri sé yfirleitt túlkuð sem merki um að jafn-
vægisatvinnuleysi hafi aukist geta aðrir þættir einnig haft í för með
sér hliðrun kúrfunnar eins og gerðist t.d. hér á landi á árunum 2003-
2005 (sjá nánar umfjöllun um ástæður hækkunar jafnvægisatvinnu-
leysis í kafla VI).
Eins og sjá má á mynd 1 hreyfðust atvinnuleysi og störf í boði
á árunum 1996 til 2002 eftir NV-SA-línu í takt við hagsveifluna.
Árið 2003 jókst hins vegar hvort tveggja samtímis, atvinnuleysi og
fjöldi starfa, og olli því að kúrfan hliðraðist til hægri. Fram á síðasta
fjórðung 2005 virðist sem nýtt jafnvægi hafi skapast þar sem mun
fleiri störf virtist þurfa til að draga úr atvinnuleysi en áður. Þessi
hliðrun kúrfunnar til hægri skýrist af því að atvinnurekendur vildu
flytja inn vinnuafl en þurftu að auglýsa störfin og sýna fram á að
ekki væri hægt að manna þau innanlands áður en þeir gátu sótt um
atvinnuleyfi fyrir erlent vinnuafl.2 Árið 2003 var einmitt byrjað að
auglýsa störf vegna stórframkvæmda við Kárahnjúka.
Eftir að opnað var fyrir innflutning ríkisborgara frá E-8-lönd-
unum,3 með samkomulagi á haustmánuðum 2005 en formlega
í maí 2006, dregur úr framboði starfa þar sem ekki þurfti lengur
að auglýsa til að sýna fram á að ekki væri hægt að manna störf
innanlands. Við það fellur sambandið milli atvinnuleysis og fram-
boðs starfa í fyrra far og er þar fram að fjármálakreppunni þegar
atvinnuleysi tekur að aukast hratt og jafnvægisatvinnuleysi eykst.
Myndin gefur hins vegar til kynna að tímabundin hækkun
jafnvægisatvinnuleysis sé byrjuð að ganga til baka þar sem atvinnu-
leysi hefur minnkað án þess að störfum fjölgi að ráði en eftir tíma-
bundna en óútskýrða fjölgun starfa á sumarmánuðum 2009 hefur
Beveridge-kúrfan verið nánast lárétt.
1. Þær tölur sem hér eru notaðar eru þær tölur sem Vinnumálastofnun safnar saman frá
vinnumiðlunum (frá 1997). Nothæfar eldri tölur um framboð starfa hér á landi eru
ekki til. Ekki eru öll laus störf auglýst hjá vinnumiðlunum en sambandið milli þeirra og
atvinnuleysis ætti engu að síður að vera góður mælikvarði á samstillingu á vinnumark-
aði.
2. Sjá Rannveig Sigurðardóttir (2005), „Ráðgátur á vinnumarkaði“, Peningamál 2005/1.
3. E-8-löndin eru Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og
Ung verjaland.
Heimild: Vinnumálastofnun.
Mynd 1
Atvinnuleysi og laus störf
1. ársfj. 1996 - 3. ársfj. 2011
Laus störf, % af vinnuafli
Atvinnuleysi (%)
0,0
0,2
0,4
0,6
0,8
1,0
1,2
0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10
‘08/1
‘07/1
‘99/1
‘06/1
‘00/1
‘01/1
‘02/1
‘04/1
‘05/1
‘03/1
‘98/1 ‘96/1
‘97/1
‘11/3
‘11/1 ‘10/1
‘09/1