Peningamál - 01.11.2011, Side 38

Peningamál - 01.11.2011, Side 38
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 38 gera það þarf að gera ráð fyrir að mæld landsframleiðsla ákvarðist af sambærilegu framleiðslufalli og í jöfnu (1). Framleiðsluspennuna, g, má þá rita sem (4) g ≈ ln(Y/Y*) = ln(A/A*) + bln(p/p*)+bln[(1-u)/(1-u*)] Framleiðsluslaki myndast því ef heildarþáttaframleiðni er undir leitnivexti sínum, ef atvinnuþátttaka er undir leitnivexti sínum og ef mælt atvinnuleysi er yfir jafnvægisgildi sínu. Mynd 1 sýnir sundur- greiningu framleiðsluslakans árin 2008-2014. Eins og sjá má var nokkur framleiðsluspenna árið 2008 og leggst á eitt að atvinnuleysi var undir jafnvægisgildi sínu og að áraunin á framleiðsluþættina var umfram það sem samræmist verð- stöðugleika. Árið 2009 snýst þetta snarlega við og töluverður slaki myndast sem rekja má til þess að atvinnuleysi var orðið hærra en undirliggjandi jafnvægisatvinnuleysi og atvinnuþátttaka féll niður fyrir jafnvægisgildi sitt. Á móti var áraunin á framleiðsluþættina áfram meiri en fékk staðist til langs tíma. Í fyrra þegar slakinn náði hámarki leggjast allir þættirnir hins vegar á sömu sveif. Spáin gerir síðan ráð fyrir að slakinn fari smám saman minnkandi eftir því sem nýting framleiðsluþátta færist í eðlilegra horf.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.