Peningamál - 01.11.2011, Qupperneq 80

Peningamál - 01.11.2011, Qupperneq 80
ANNÁLL P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 80 unum er að innleiða í íslenskan rétt ákvæði tilskipunar nr. 2009/111/ EB, en einnig að gera smávægilegar breytingar á öðrum ákvæðum laganna, svo sem 4. mgr. 52. gr. um hæfi til að sitja í stjórn fjármála- fyrirtækja. Hinn 17. september samþykkti Alþingi lög nr. 120/2011, um greiðslu- þjónustu sem festa í lög evrópsku greiðsluþjónustutilskipunina nr. 2007/64/EB og setja heildstæð lög um greiðsluþjónustu. Mark- mið tilskipunarinnar er að skapa heildstætt, samræmt og nútímalegt regluverk um greiðsluþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins. Í lögunum eru m.a. ítarleg ákvæði um réttindi og skyldur notenda og veitenda greiðsluþjónustu. Hinn 17. september samþykkti Alþingi lög nr. 122/2011, um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Skerpt var á hæfniskröfum framkvæmdastjóra og stjórnarmanna og heimildir til að taka út séreignarsparnað rýmkaðar. Hinn 17. september samþykkti Alþingi lög nr. 123/2011, um breytingu á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Lífeyrissjóðir fá heimild til að eiga og reka íbúðarhúsnæði, stofna félög um rekstur íbúðarhúsnæðis eða semja við einkaaðila um slíkan rekstur. Hinn 17. september samþykkti Alþingi lög nr. 127/2011, um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, tollalögum og seðlabankalögum, og festi í lög reglur um gjaldeyrishöft sem Seðlabankinn hefur sett. Gert er ráð fyrir að höftin gildi til ársloka 2013 og gildistími tengdra ákvæða í tollalögum og Seðlabankalögum er framlengdur til sama tíma. Hinn 17. september samþykkti Alþingi lög nr. 128/2011, um verð- bréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Fagfjárfestasjóðir eru með því felldir undir eldri lög sem ná þar með til allra sameigin- legra fjárfestingarsjóða. Lögin innleiða auk þess ákvæði tilskipunar 2007/16/EB um breytingar á tilskipun um sameiginlega fjárfestingu í framseljanlegum verðbréfum (UCITS). Aðrar helstu breytingar eru þrenging fjárfestingarheimilda, hert skilyrði fyrir rekstri sjóða og aukin upplýsingaskylda gagnvart viðskiptavinum. Hinn 17. september samþykkti Alþingi lög nr. 134/2011, um breyt- ingar á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum. Með lögunum er Íbúðalánasjóði heimilað að bjóða óverðtryggð lán en í fyrri ákvæðum var kveðið svo á að ÍLS-verðbréf skyldu vera verð- tryggð samkvæmt vísitölu neysluverðs. Breytingin kveður einnig á um að vextir af verðtryggðum ÍLS-verðbréfum skuli vera fastir allan lánstímann en að vextir af óverðtryggðum ÍLS-verðbréfum geti verið breytilegir. Hinn 17. september samþykkti Alþingi sveitarstjórnarlög, nr. 138/2011. Helstu nýjungar í fjármálum sveitarfélaga eru þær að skil fjárhagsáætl- ana og ársreikninga verða fyrr en nú er og frávik frá fjárhagsáætlun krefjast viðauka við áætlunina. Samanlögð útgjöld sveitarsjóðs og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.