Peningamál - 01.11.2011, Síða 20

Peningamál - 01.11.2011, Síða 20
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 20 III Fjármálaleg skilyrði Peningalegt aðhald hefur haldist nánast óbreytt frá útgáfu Peningamála í ágúst. Á sama tíma hefur gengi krónunnar styrkst. Fjármálaleg skil- yrði heimila og fyrirtækja hafa heldur batnað og aðgengi að lánsfé aukist. Fjármálafyrirtæki hafa aukið framboð óverðtryggðra íbúðalána og bjóða hagstæðari vaxtakjör en áður. Hlutdeild óverðtryggðra og verðtryggðra lána til heimila og fyrirtækja hefur aukist nokkuð á sama tíma og hlutfall gengisbundinna lána hefur lækkað. Vextir Seðlabankans hækka Við útgáfu síðustu Peningamála um miðjan ágúst hækkaði peninga- stefnunefnd Seðlabankans vexti bankans um 0,25 prósentur. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana hækkuðu í 3,5%, hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum í 4,25%, vextir á lánum gegn veði til sjö daga í 4,5% og daglánavextir í 5,5%. Á vaxtaákvörðunardegi 21. september sl. ákvað nefndin að halda vöxtum bankans óbreyttum. Daglánavextir á markaði sveiflast enn í neðri hluta vaxtagangs Seðlabankans. Þeir hafa verið á bilinu 3,75-4,0% frá því í ágúst, með einni undantekningu þegar þeir hliðruðust að miðju vaxtagangsins í 4,5% og héldust þar í tæplega viku. Afar lítil viðskipti eru á innlendum millibankamarkaði og skilvirkni hans takmörkuð. Aukin útgáfa innstæðubréfa og minni áhugi á ríkisvíxlum Útgáfa 28 daga innstæðubréfa hefur aukist verulega undanfarna mán- uði, sem endurspeglar aðgerðir Seðlabankans til að stuðla að því að aðstæður á peningamarkaði séu í samræmi við vaxtastefnu bankans. Hún endurspeglar líklega einnig að einhverju leyti lakari vaxtakjör á ríkisvíxlum en á innstæðubréfum en ásókn í ríkisvíxla hefur dregist saman undanfarið. Því virðist sem innlánsstofnanir kjósi frekar að leggja fjármagn inn í Seðlabankann í stað þess að taka þátt í útboði ríkisvíxla. Peningalegur slaki nánast óbreyttur þrátt fyrir hækkun vaxta Seðla bank ans Vegna rúmrar lausafjárstöðu fjármálakerfisins má áætla að virkir nafn- vextir Seðlabankans liggi nálægt meðaltali vaxta á innlánsformum bank ans, þ.e. á milli vaxta á viðskiptareikningum innlánsstofnana í Seðla- bankanum og vaxta á innstæðubréfum. Þessir vextir eru nú um 3,9%. Á þennan mælikvarða mælast raunvextir Seðlabankans um -1,4%, sé miðað við árshækkun vísitölu neysluverðs, en frá tæplega -2% upp í rúmlega 0% á aðra mælikvarða. Miðað við mismunandi mælikvarða á verðbólgu og verðbólguvæntingar hefur raunvaxtastigið að meðaltali haldist nánast óbreytt frá því í ágúst og er nú um -1% (sjá töflu III-1). Vaxtaferillinn bendir til óbreyttra vaxta í nóvember Út frá framvirkum vöxtum má ætla að markaðsaðilar vænti þess að vextir Seðlabankans verði óbreyttir við næstu vaxtaákvörðun samhliða útgáfu þessara Peningamála.1 Vaxtaferillinn gefur jafnframt til kynna 1. Við mat á vaxtaferlinum er notast við vexti á millibankamarkaði og vexti ríkisbréfa. Ríkisbréf með gjalddaga á árunum 2012 og 2013 eru þó ekki notuð þar sem verðlagning þeirra er talin vera skekkt vegna áhrifa gjaldeyrishafta. Vextir þessara bréfa eru því ekki taldir gefa rétta mynd af væntingum markaðsaðila um þróun vaxta Seðlabankans. Þetta mat er hins vegar háð óvissu og gerir túlkun á vaxtaferlinum sérstaklega vandasama nú. Ma.kr. Mynd III-2 Innstæðubréf og útboð ríkisvíxla Mánaðarlegar tölur október 2009 - október 2011 Heimild: Seðlabanki Íslands. Innstæðubréf (h. ás) Samþykkt tilboð í ríkisvíxla (v. ás) Innsend tilboð í ríkisvíxla (v. ás) 0 10 20 30 40 50 60 70 0 20 40 60 80 100 120 140 201120102009 Ma.kr. Mynd III-3 Veðlánavextir og framvirkir vextir1 Daglegar tölur 1. janúar 2010 - 31. desember 2014 % Veðlánavextir PM 2011/2 (miður apríl 2011) PM 2011/3 (miður ágúst 2011) PM 2011/4 (lok október 2011) 1. Við mat á vaxtaferlinum er notast við vexti á millibankamarkaði og vexti ríkisbréfa. Ríkisbréf með gjalddaga á árunum 2012 og 2013 eru þó ekki notuð þar sem verðlagning þeirra er talin vera skekkt vegna áhrifa gjaldeyrishafta. Heimild: Seðlabanki Íslands. 20142013201220112010 0 2 4 6 8 10 12 • Mynd III-1 Vextir Seðlabanka Íslands og skammtíma- markaðsvextir Daglegar tölur 1. janúar 2010 - 28. október 2011 % Daglánavextir Vextir á veðlánum Hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum Vextir á viðskiptareikningum Daglánavextir á millibankamarkaði Meðalávöxtun tekinna tilboða við útgáfu 3 mánaða ríkisvíxla Meðalávöxtun tekinna tilboða við útgáfu 6 mánaða ríkisvíxla Heimild: Seðlabanki Íslands. 2010 2011 0 2 4 6 8 10 12 • • • • • • • • • • • • • • • •• •• •• •• •• •• • •
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.