Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 50
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
1
•
4
50
atvinnuleit hefur einnig tilhneigingu til að minnka eftir því sem fólk er
lengur án atvinnu. Langtímaatvinnuleysi kann því að auka þá tregðu
sem ávallt er við miðlun atvinnulausra í laus störf og stuðla að hækkun
jafnvægisatvinnuleysis. Aukið langtímaatvinnuleysi er síðan líklegt
til að draga úr færni vinnuaflsins og gera þannig vinnumarkaðnum
erfiðara að leiða saman starfsfólk með ákveðna þekkingu og fyrirtæki
sem þurfa á slíkri þekkingu að halda.2
Uppbygging atvinnuleysisbótakerfisins getur einnig dregið úr
hvata atvinnulausra til að taka þeim störfum sem í boði eru og þannig
aukið jafnvægisatvinnuleysi. Hlutfall bóta af launum (e. replacement
ratio) skiptir máli en einnig hve víðtækur réttur til þeirra er, lengd
bótaréttar er og hvernig reglum er framfylgt. Einnig skiptir máli hvort
launatengdur kostnaður atvinnurekenda hafi aukist.
Bótaréttur var styttur úr fimm árum í þrjú árið 2006 þar sem talið
var líklegt að fólk væri ekki virkt í atvinnuleit eftir þriggja ára atvinnu-
leysi. Bótaréttur var síðan aukinn tímabundið í fjögur ár frá og með 1.
janúar í ár fyrir þá sem fengu greiddar atvinnuleysisbætur í fyrsta skipti
eftir 1. maí 2008. Rökin fyrir þeirri breytingu voru þau að áætlað var
að um tvö þúsund einstaklingar (rúmlega 40% langtímaatvinnulausra
í ár) myndu tæma rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins í ár.
Breytingin á að falla úr gildi í lok þessa árs verði hún ekki framlengd.
Þrátt fyrir að atvinnuleysi sé töluvert meira og framboð starfa
minna en í fyrri niðursveiflum, má gera ráð fyrir að sömu rök eigi
við nú og þegar bótaréttur var styttur í þrjú ár árið 2006, þ.e. að
fólk sé ekki virkt í atvinnuleit eftir þrjú ár. Þótt eftirlit og aðgerðir
Vinnumálastofnunar séu mun skilvirkari nú en á fyrri atvinnuleysis-
skeiðum, má sjá á mynd VI-5 að hagur þeirra sem fara í lægst launuðu
störfin vænkast lítið ef eitthvað við að fara í launaða vinnu þar sem
munur á atvinnuleysisbótum og lægstu launum er orðinn óverulegur.3
Meirihluti OECD-ríkja greip til einhverra úrræða til að bæta
öryggisnet atvinnulausra í núverandi niðursveiflu, svo sem hækkunar
atvinnuleysis- eða félagslegra bóta eða aukningar bótaréttar. Ísland
2. Sjá t.d. O. J. Blanchard og J. Wolfers (2000). The role of shocks and institutions in the rise
in European unemployment: The aggregate evidence. Economic Journal, 110, C1-C33,
C. Gianella, I. Koske, E. Rusticelli og O. Chatal (2009). What drives the NAIRU? Evidence
from a panel of OECD countries. OECD Economics Department Working Paper No. 649
og Andreas Mueller og Alan B. Krueger (2010), „Job search and unemployment insurance:
New evidence from time use data“, Journal of Public Economics, 94, 298-307.
3. Atvinnuleysisbætur voru hærri en lágmarkstekjutrygging þar til að hún var hækkuð
verulega á árunum 1997-1998. Á árunum 2002-2008 hækkuðu hins vegar atvinnuleysis-
bætur töluvert umfram bæði lágmarkstekjutryggingu og meðallaun verkafólks. Þótt hlutfall
atvinnuleysisbóta af bæði lágmarkstekjutryggingu og meðaltali reglulegra launa verkafólks
hafi lækkað á árunum 2010 og 2011 er það enn töluvert hærra en það var í niðursveiflunni
í byrjun aldarinnar.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Samtök atvinnulífsins, Vinnumálastofnun.
Mynd VI-5
Atvinnuleysisbætur sem hlutfall af launum
1998-2011
%
Atvinnuleysisbætur sem hlutfall af reglulegum
launum verkafólks
Atvinnuleysisbætur sem hlutfall af lágmarkstekju-
tryggingu
0
20
40
60
80
100
‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00‘99‘98
árunum 2009 og 2010 fóru um 3.200 einstaklingar af atvinnuleysis-
skrá vegna flutnings af landi brott. Án búferlaflutninga þessa hóps
hefðu atvinnulausir að öðru óbreyttu verið um 11% fleiri árið 2009
og rúmum 10% fleiri árið 2010 sem samsvarar því að atvinnuleysi,
samkvæmt skráningu Vinnumálastofnunar, hefði verið um 1 pró-
sentu meira bæði árin.