Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 24

Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 24
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 24 unum umhverfis Reykjavík hefur aukningin verið mest í Kópavogi.2 Á landinu í heild er veltuaukningin heldur minni eða 52%. Í kjölfar fjár- málakreppunnar eignuðust Íbúðalánasjóður, bankar og eignarhalds- félög í eigu bankanna nokkurt hlutfall af íbúðaeignum miðað við veltu á íbúðamarkaðnum. Fjallað er nánar um áhrif þess á húsnæðisverð í rammagrein III-1. Þróun húsnæðisverðs eftir fjármálakreppuna hefur verið í ágætu samræmi við þróun ráðstöfunartekna. Samkvæmt grunnspánni mun húsnæðisverð þróast nokkurn veginn í takt við almennt verðlag á næstu árum. Íbúðalánasjóður, bankar og eignarhaldsfélög í eigu bankanna hafa eignast fjölda íbúða í kjölfar fjármálakreppunnar. Í lok september sl. voru tæplega 2.500 íbúðir í eigu þessara aðila eða um 1,9% íbúða á landinu. Til samanburðar má nefna að þinglýstir kaupsamningar voru rúmlega 4.600 á síðasta ári og á fyrstu átta mánuðum þessa árs hefur um 3.700 samningum verið þinglýst.1 Líkt og sjá má í töflu 1 eiga þessir aðilar rúmlega þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu eða um 1,3% íbúða á því svæði. Til samanburðar seldust tæplega 3.000 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári og rúmlega 3.200 íbúðir á fyrstu átta mánuðum ársins. Tæplega fjórðungur íbúða í eigu þessara aðila er í byggingu (um 550 talsins). Erfitt er að nálgast nákvæma talningu á fjölda íbúða í byggingu á landinu, en Hagstofa Íslands áætlaði að um 5.000 íbúðir væru í byggingu um sl. áramót. Samkvæmt samantekt sem Samtök iðnaðarins gerðu í apríl sl. var áætlað að fjöldi íbúða á höfuðborgar- svæðinu væri rúmlega 1.600. Um 40% íbúða í eigu Íbúðalánasjóðs, banka og eignarhalds- félaga eru í útleigu og gera má ráð fyrir að í flestum tilvikum séu þær leigðar út til fyrri eigenda eða til þeirra sem áður leigðu húsnæðið af þeim. Ef gert er ráð fyrir að fullbúnar íbúðir sem ekki eru í útleigu séu til sölu er um tæplega þúsund íbúðir að ræða. Eignir til sölu á fast- eignavef Morgunblaðsins hafa að meðaltali verið um 4.760 það sem af er ári. Einhver hluti íbúða í eigu þessara aðila er auglýstur á þeim vef, þar sem fasteignasölur sjá um sölu þeirra í langflestum tilvikum. 1. Þegar Íbúðalánasjóður, bankar eða eignarhaldsfélög í þeirra eigu yfirtaka íbúðir af gerð- arþola verður ekki til eiginlegur kaupsamningur með markaðsvirði og því eru slíkir samn- ingar hvorki taldir með í gögnum um veltu né verð á fasteignamarkaði. Þegar þessir aðilar selja eignirnar loks á markaði koma þær aftur á móti fram í þessum gögnum. 2. Fjöldi kaupsamninga er áberandi mestur í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ. Rammagrein III-1 Íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs og banka Hlutfall Fjöldi kaup- Fullbúnar Fjöldi íbúða á samninga Íbúðir í Íbúðir í íbúðir ekki íbúða svæðinu árið 2010 útleigu byggingu í útleigu Höfuðborgarsvæðið 1.026 1,3 2.956 444 337 245 Suðurnes 462 4,7 236 115 62 285 Vesturland 278 4,2 209 124 70 84 Vestfirðir 48 1,4 123 10 19 19 Norðurland 131 0,8 502 66 4 61 Austurland 214 4,0 194 72 13 129 Suðurland 323 3,4 417 152 46 125 Samtals 2.482 1,9 4.637 983 551 948 Tafla 1 Íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs, banka og eignarhaldsfélaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.