Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 23

Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 23
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 23 fram til þessa ekki haft merkjanleg áhrif á gengi krónunnar, þótt hún myndi að jafnaði vera í hópi þeirra gjaldmiðla sem viðkvæmastir eru fyrir umróti á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Það má líklega rekja til þess tímabundna skjóls sem gjaldeyrishöftin veita. Þessu til viðbótar er erlend lausafjárstaða þjóðarbúsins tiltölulega góð, skuldastaða ríkis- sjóðs hefur reynst betri en horfur voru á í upphafi fjármálakreppunnar og íslenskar fjármálastofnanir eru í mjög litlum mæli háðar erlendri heildsölufjármögnun. Aflandsgengi krónunnar var rétt fyrir útgáfu þessara Peningamála um 243 krónur gagnvart evru sem er svipað og fyrir útgáfuna í ágúst. Álandsgengið var um 160 krónur gagnvart evru sem er 3,7% lægra en í ársbyrjun 2011. Samkvæmt spá Seðlabankans mun gengi krónunnar styrkjast á síðasta fjórðungi þessa árs og haldast nokkuð stöðugt á næsta ári. Í lok spátímans verður krónan um 2% sterkari en gert var ráð fyrir í ágústspánni. Peningamagn í umferð eykst á ný Vítt peningamagn (M3) jókst hratt milli mánaða fram til október 2009 þegar það tók að dragast saman. Síðustu fjóra mánuði hefur peninga- magn hins vegar aukist á ný og reyndist tólf mánaða vöxtur þess 2,5% í september. Að hluta endurspeglar þessi viðsnúningur peningamagns slaka peningastefnunnar. Í lok sumars var lausafjárstaða fjármála- kerfisins einnig rúm vegna gjalddaga á ríkisbréfum og endurgreiðslu skatts og hefur það fé nú skilað sér að hluta í auknu peningamagni. Þrátt fyrir þennan viðsnúning er ársvöxtur peningamagns enn undir nafnvexti landsframleiðslunnar. Hlutfall peningamagns af landsfram- leiðslunni er því enn að lækka. Aukning nýrra íbúðalána og vægi óverðtryggðra lána eykst Ný íbúðalán Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóða og innlánsstofnana voru um 3,7 ma.kr. að meðaltali á mánuði fyrstu átta mánuði ársins, sem sam- svarar lítilsháttar aukningu á tímabilinu samanborið við sama tíma í fyrra. Enn sem komið er virðist lítið um önnur ný útlán. Hlutfall gengisbundinna lána af heildarskuldum hefur lækkað á sama tíma og hlutfall óverðtryggðra og verðtryggðra lána hefur hækkað. Stærsti hluti útlána til heimila er enn á verðtryggðum kjörum. Töluvert hefur verið um skuldbreytingar á lánum heimila og fyrirtækja, meðal annars vegna dóma Hæstaréttar um ólögmæti fjölmyntalána. Auk þess hefur framboð nýrra óverðtryggðra lána stóraukist að undanförnu. Hærra hlutfall óverðtryggðra lána er til þess fallið að styrkja miðlunarferli peningastefnunnar. Húsnæðisverð hækkar með auknum umsvifum á húsnæðismarkaði Frá því að íbúðaverð náði lágmarki í árslok 2009 hefur það hækkað um tæp 8% að nafnvirði. Að raunvirði er það hins vegar nánast óbreytt. Kaupsamningum á kaupdegi hefur fjölgað talsvert á höfuð- borgarsvæðinu það sem af er ári. Fyrstu níu mánuði ársins jókst veltan á þennan mælikvarða um tæp 67% frá sama tímabili fyrir ári, en hafa þarf í huga að í fyrra var veltan mjög lítil miðað við fyrri ár. Í Reykjavík hefur veltan aukist mest í úthverfunum og af sveitarfélög- Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-10 Nafnvirði landsframleiðslu og M3 1. ársfj. 2001 - 3. ársfj. 2011 1. Áætlun Seðlabankans 3. ársfj. 2011. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Nafnvirði landsframleiðslu1 Peningamagn í umferð (M3) -20 -10 0 10 20 30 40 50 60 70 ‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01 Breyting frá fyrra ári (%) Mynd III-12 Íbúðaverð og ráðstöfunartekjur heimila 1. ársfj. 2001 - 3. ársfj. 2011 1. Áætlun Seðlabankans 1. ársfj. 2011 - 3. ársfj. 2011. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Íbúðaverð Ráðstöfunartekjur1 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 25 30 ‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01 Mynd III-11 Fjöldi og fjárhæð nýrra íbúðalána Mánaðarlegar tölur janúar 2006 - september 2011 Ma.kr. Fjárhæð-innlánsstofnanir (v. ás) Fjárhæð-Íbúðalánasjóður (þ.a. almenn útlán) (v. ás) Fjárhæð-Íbúðalánasjóður (þ.a. önnur útlán) (v. ás) Fjárhæð-lífeyrissjóðir (v. ás) Heildarfjöldi nýrra lána (h. ás) Upplýsingar um ný útlán lífeyrissjóða byggjast á úrtaki sem nær nú yfir 20 stærstu lífeyrissjóði. Á könnunartímabilinu hefur lífeyrissjóðum í úrtakinu verið fjölgað úr 18 í 20. Úrtakið nær nú yfir tæplega 97% af hreinni eign lífeyrissjóðanna. Mánaðarlegar tölur. Nýjasti birti mánuður er án lífeyrissjóða. Fjöldi nýrra lána er sýndur sem 3 mánaða hlaupandi meðaltal. Heimildir: Íbúðalánasjóður, Seðlabanki Íslands. Fjöldi 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 200 250 300 350 400 450 500 550 600 650 201120102009200820072006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.