Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 26

Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 26
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 26 töluvert meiri en fyrir hrun bankakerfisins og er líklegt að svo verði áfram. Einnig er veðrými líklega minna í kjölfar þrengri fjármálalegra skilyrða undanfarin þrjú ár, þótt það hafi aukist á ný með hækkandi eignaverði á síðustu mánuðum. Lánakjör eru einnig að batna. Óverðtryggðir vextir á íbúðalánum til heimila sem nú bjóðast eru á breytilegum vöxtum 5,25-5,4% en fastir vextir á bilinu 6,2-6,45%.4 Miðað við núverandi verðbólgustig eru raunvextir þessara lána því töluvert undir þeim kjörum sem hafa verið á verðtryggðum húsnæðislánum. Vaxtaálagið ofan á fjár- mögnunarkostnað virðist einnig tiltölulega lágt. Þannig eru þessir vextir nálægt 2 prósentum hærri en veðlánavextir Seðlabankans, en til samanburðar má t.d. nefna að vextir á óverðtryggðum íbúðalánum í Bretlandi til tveggja ára (með 75% hámarks veðsetningarhlutfalli) eru nú að meðaltali um 2,75% eða um 2,25 prósentum hærri en stýrivextir Englandsbanka. Svipað álag ofan á stýrivexti má einnig finna í Svíþjóð en þar eru vextir á óverðtryggðum íbúðalánum til fimm ára um 4,5% eða um 2,5 prósentum hærri en stýrivextir sænska seðlabankans. Í september sl. var úttekt á séreignarsparnaði heimiluð að nýju og hámarksúttekt hækkuð úr 5 m.kr. í 6,25 m.kr. Þegar hafa 56 þúsund rétthafar tekið út um 60,2 ma.kr. af séreignarsparnaði. Þessu til viðbótar er lagt til í fjárlagafrumvarpi fyrir 2012 að breyta skattalegri meðferð þessa sparnaðar sem mun að öðru óbreyttu draga úr inn- greiðslum í þessa sjóði, en rúmlega 82 þúsund einstaklingar hafa greitt í slíkan sparnað í ár (sjá einnig í kafla IV). Þrátt fyrir að meirihluti heimila stríði ekki við skuldavandamál og fjármálaleg skilyrði fari batnandi eru mörg heimili enn í fjárhagslegum vanda. Í ágúst voru t.d. gerð árangurslaus fjárnám hjá 290 heimilum, þar af voru 7 heimili lýst gjaldþrota. Ef litið er á fyrstu átta mánuði þessa árs má sjá að gjaldþrot og árangurslaus fjárnám voru rúmlega tvöfalt fleiri miðað við sama tímabil árið 2010. Fjármálaleg skilyrði fyrirtækja hafa einnig batnað það sem af er ári. Þau eru þó enn erfið og lítið um útlán í bankakerfinu til nýrra verk- efna. Endurskipulagningu fyrirtækja virðist þó loks farið að miða áfram og þeim fyrirtækjum hefur fjölgað sem fara í söluferli. Alls voru 140 fyrirtæki úrskurðuð gjaldþrota eða gert hjá þeim árangurslaust fjárnám í ágúst sl. og hafa þau ekki verið færri síðan í júlí 2010. Rúmlega 18% fyrirtækja, sem hvorki teljast fjármálafyrirtæki né eignarhaldsfélög, voru á vanskilaskrá í byrjun september á þessu ári og hefur hlutfallið haldist nokkuð stöðugt undanfarna mánuði. Þetta hlutfall var rúmlega 12% í apríl árið 2009. Hæst er hlutfall fyrirtækja á vanskilaskrá í bygg- ingariðnaði og lægst í landbúnaði og fiskveiðum.5 4. Lánin miðast við hámarks veðsetningarhlutfall upp á 60-70% og eru fastir til þriggja til fimm ára í senn. 5. Fyrirtæki á vanskilaskrá eru með vanskil eldri en 90 daga gömul að meðaltali. Aðilar lenda mögulega ekki á vanskilaskrá fyrr en mál þeirra eru komin í lögfræðiinnheimtu. Mynd III-13 Skuldir heimila og fyrirtækja1 1. ársfj. 2001 - 3. ársfj. 2011 % af VLF Heimili Fyrirtæki 1. Grunnspá Seðlabankans fyrir nafnvirði landsframleiðslu á 3. ársfj. 2011. Heimild: Seðlabanki Íslands. 0 50 100 150 200 250 300 350 400 450 500 ‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.