Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 25

Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 25
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 25 Fjármálaleg skilyrði heimila og fyrirtækja hafa batnað Fjármálaleg skilyrði heimila hafa heldur batnað það sem af er ári. Skuldsetning bæði heimila og fyrirtækja hefur lækkað í kjölfar afskrifta og endurskipulagningar skulda, þótt enn séu íslensk heimili og fyrir- tæki með þeim skuldsettustu meðal iðnríkja.3 Merki eru einnig um að framboð lána sé að aukast á ný. Krafa um eigið fé lántaka er þó enn 3. Skuldir heimila og fyrirtækja eru metnar á kröfuvirði. Það ríki sem kemst næst Íslandi er Írland en þar námu skuldir einkageirans tæplega 370% af landsframleiðslu í fyrra. Sjá t.d. S. Cecchetti, M. S. Mohanty og F. Zampolli (2011), „The real effects of debt“, BIS Working Papers, nr. 352, og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (2011), Global Financial Stability Report, kafla 1, október 2011. Fjöldi íbúða í eigu Íbúðalánasjóðs, banka og eignarhaldsfélaga í eigu bankanna er mjög misjafn eftir landssvæðum. Á Suðurnesjum eru t.a.m. 4,7% eigna í þeirra eigu eða rúmlega 460 íbúðir. Til við- bótar er leigufélag með tæplega 1.300 eignir á gamla varnarliðs- svæðinu sem að stórum hluta eru í eigu þessara aðila, en um helm- ingur þeirra er í útleigu. Á Suðurnesjum seldust 236 íbúðir á árinu 2010 og því ljóst að vandinn er töluvert stærri þar en t.a.m. á höfuð- borgarsvæðinu eða á landinu í heild. Síðastliðin tíu ár hefur íbúðum á Suðurnesjum fjölgað um tæplega 2.350 fyrir utan íbúðir á gamla varnarsvæðinu sem eru tæplega 1.900, alls rúmlega 4.000 íbúðir, en á sama tíma hefur íbúum á Suðurnesjum fjölgað um rúmlega 5.000. Umframframboð íbúða er því verulegt á þessu svæði og verður lík- lega um hríð þar sem atvinnuleysi á landinu er mest þar (10,7% í september). Á Vesturlandi er einnig tiltölulega hátt hlutfall íbúða í eigu Íbúðalánasjóðs, banka og eignarhaldsfélaga, en þessir aðilar eiga tæplega 280 eða rúmlega 4% íbúða á svæðinu. Á Vesturlandi er hins vegar hlutfall þessara íbúða af veltu á íbúðamarkaði á svæðinu mun lægra en á Suðurnesjum, en um 290 íbúðir voru seldar á Vesturlandi í fyrra. Atvinnuleysi er einnig minna þar en það var 3,2% í septem- ber. Á Austurlandi eru um 4% íbúða í eigu þessara aðila en hlutfall af veltu ársins 2010 á íbúðamarkaði er þó töluvert lægra. Atvinnuleysi á svæðinu var 3,1% í september. Hugsanleg áhrif á íbúðaverð Væntanlega er það markmið bæði Íbúðalánasjóðs og bankanna að selja þær íbúðir sem þeir eiga nú. Erfitt er að meta hve mikil áhrif það hefði á verðþróun á íbúðamarkaði ákvæðu Íbúðalánasjóður og bank- arnir að selja íbúðasafn sitt og myndi það ráðast af því hversu hratt eignirnar yrðu seldar og af almennum efnahagsaðstæðum þegar þar að kæmi. Tölurnar hér fyrir framan sýna að íbúðaeign Íbúða lánasjóðs og bankanna er nokkuð mikil miðað við veltu á íbúðamarkaðnum. Eign þeirra er hins vegar ekki mikil miðað við heildarfjölda íbúða. Þótt sjálfsagt megi ætla að það hefði nokkur áhrif á húsnæðisverð ef þessir aðilar losuðu sig við íbúðir sínar á skömmum tíma er ekki líklegt að þeir myndu gera það. Líklegt er að þeir haldi þessum eign- um á meðan þeir telja sig geta selt þær á hærra verði en fæst fyrir þær nú.2 Einnig verður að teljast eðlilegt við núverandi aðstæður að bankar fari varlega á íbúðalánamarkaði enda hefur þróun húsnæðis- verðs ekki aðeins áhrif á það verð sem þeir fá fyrir íbúðirnar heldur einnig á mikilvægustu veðin fyrir lánum til heimila. 2. Samanburður á húsnæðisverði og byggingarkostnaði sýnir t.d. að hlutfall þessara stærða er svipað og það var í byrjun aldarinnar. Ekki virðist því mega vænta mikillar raunhækk- unar á íbúðaverði á næstu misserum. Sjá einnig rammagrein III-1,“Bólur í húsnæðis- verði“, Peningamál 2011/2, bls. 23-24.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.