Peningamál - 01.11.2011, Side 77
ANNÁLL
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
1
•
4
77
til að kaupa 64 milljónir evra gegn greiðslu í ríkisbréfaflokknum RIKS
30 0701.
Hinn 23. júní greindi Þjóðskrá Íslands frá endurskoðun fasteignamats
sem gildir við álagningu gjalda á árinu 2012. Heildarmat fasteigna á
landinu hækkar um 6,8% og verður um 4.400 ma.kr. Heildarmat á
íbúðarhúsnæði hækkar um 9%.
Hinn 24. júní tilkynnti Fjármálaeftirlitið að það hefði afturkallað starfs-
leyfi Sparisjóðsins í Keflavík vegna úrskurðar um slit sparisjóðsins.
Hinn 28. júní fór fram gjaldeyrisútboð sem tilkynnt var um 16. júní.
Alls bárust tilboð að upphæð 71,8 milljónir evra og var tilboðum
tekið að upphæð 61,74 milljónir evra. Útboðsverðið var ákveðið með
þeim hætti að öll samþykkt tilboð voru boðin aðalmiðlurum á sama
verði (e. single price) sem var ákvarðað 210,00 kr. fyrir hverja evru.
Sem greiðslu fyrir gjaldeyrinn fengu kaupendur afhent ríkisverðbréf í
flokknum RIKS 30 0701.
Júlí 2011
Hinn 4. júlí tilkynnti Fjármálaeftirlitið að stjórn þess hefði samþykkt
reglur um kaupaukakerfi fjármálafyrirtækja eins og mælt var fyrir um
með breytingum á lögum um fjármálafyrirtæki. Árlegur kaupauki
má ekki vera hærri en 25% af árslaunum án kaupauka og fresta skal
greiðslu hluta kaupaukans um a.m.k. 3 ár. Bann er lagt við kaupauka
án árangurstengingar.
Hinn 5. júlí kynnti sjávarútvegsráðherra ákvörðun sína um heildarafla
á fiskveiðiárinu 2011/2012. Heimilaður þorskafli er aukinn um 17 þús-
und tonn, ýsuafli minnkaður um 5 þúsund tonn, karfaheimildir auknar
um 12 þúsund tonn og heimildir alls um 32,5 þúsund tonn í þeim
tegundum sem úthlutað var.
Hinn 6. júlí bauðst Seðlabankinn til að kaupa íslenskar krónur gegn
greiðslu í erlendum gjaldeyri. Var útboðið liður í losun hafta á fjár-
magnsviðskiptum. Bauðst bankinn til að kaupa 15 ma.kr. gegn greiðslu
í evrum.
Hinn 12. júlí tilkynnti Seðlabankinn niðurstöðu útboðs á gjaldeyri gegn
greiðslu í íslenskum krónum sem kynnt var 6. júlí. Alls bárust tilboð
að upphæð 52,2 ma.kr. og var tilboðum tekið fyrir 14,9 ma.kr. Lág-
marksverð samþykktra tilboða var 215,00 kr. fyrir evru en meðalverð
samþykktra tilboða var 216,33 kr. fyrir evru. Tilboðum sem voru yfir
lágmarksverði var tekið að fullu en tilboð sem voru jafnhá lágmarks-
verði voru samþykkt hlutfallslega miðað við hlutfallið 44,0%.
Hinn 13. júlí var tilkynnt um samkomulag Byrs og Íslandsbanka um að
bankinn leggi Byr til nýtt hlutafé og kaupi jafnframt hlut slitastjórnar
Byrs og fjármálaráðuneytisins í sparisjóðnum. Fyrirtækin munu síðan
sameinast undir merkjum Íslandsbanka að fengnu samþykki Sam-
keppniseftirlitsins og FME.