Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 31
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
1
•
4
31
fyrri fjórðungi. Þetta er þriðji ársfjórðungurinn í röð sem árstíðarleið-
rétt samneysla eykst milli fjórðunga og í fyrsta sinn sem hún eykst milli
ára. Því er nú reiknað með að samneysla dragist saman um 0,2% á
þessu ári og um 1,2% á því næsta, en vaxi lítillega árin 2013-2014.
Þetta er umtalsvert meiri samneysla en áður hefur verið spáð, einkum
á árunum 2011 og 2012.
Kjarasamningar hafa áhrif á fjárfestingu hins opinbera
Fjárfesting hins opinbera dróst saman um nærri 40% milli ára á öðrum
fjórðungi ársins sem er töluvert meiri samdráttur en bankinn spáði í
ágúst, en þá var spáð 26% samdrætti. Hafa ber í huga að eftir mikinn
niðurskurð í fjárfestingu, bæði hjá ríki og sveitarfélögum, geta tiltölu-
lega lágar fjárhæðir búið til mikla skekkju í spám ef bornar eru saman
hlutfallslegar breytingar. Búist er við að fjárfesting opinberra aðila
dragist saman um nærri 20% í ár en vaxi svo um tæplega 10% á því
næsta vegna verkefna sem ríkisvaldið hefur tilkynnt um í tengslum
við kjarasamninga sem samþykktir voru í vor. Gert er ráð fyrir 8-9%
samdrætti árin 2013 og 2014. Gangi spáin eftir verður framlag hins
opinbera til hagvaxtar áfram neikvætt á spátímanum en dregur mun
minna úr hagvexti en á árunum 2009 og 2010. Framlag samneyslu og
fjárfestingar hins opinbera nemur þá samanlagt -0,6 prósentum í ár
en -0,1 prósentu á næstu þremur árum. Nánar er fjallað um opinber
fjármál í kafla V.
Búist við aukinni stóriðjufjárfestingu
Áætlað er að fjárfesting í orkufrekum iðnaði, orkuöflun og veitu-
starfsemi verði samanlagt um 15 ma.kr. hærri að nafnvirði á spá-
tímanum en gert var ráð fyrir í ágúst. Hún er þó lægri á þessu ári.
Raunvöxtur fjárfestingar í orkufrekum iðnaði verður nokkru sterkari á
næsta ári en á móti kemur að gert er ráð fyrir samdrætti árið 2013. Á
árinu 2014 minnkar fjárfesting í orkufrekum iðnaði nokkuð á milli ára.
Að mestu leyti má rekja aukna fjárfestingu í orkufrekum iðnaði,
orkuöflun og veitustarfsemi á spátímanum til aukinnar grunnfjárfest-
ingar, þ.e. fjárfestingar sem er ekki í beinum tengslum við ný verkefni
eða framleiðsluaukningu. Óhjákvæmilega er nokkur óvissa um mörg
áætluð fjárfestingarverkefni innan orkufreks iðnaðar en líklegt er að
framtíð margra muni skýrast á næstu misserum.
Fyrirtæki áforma meiri fjárfestingu á þessu ári en áður var talið
en horfur á minni fjárfestingu árið 2012 en áður var spáð
Gerðar hafa verið þrjár athuganir á vegum bankans á fjárfestingar-
áformum stærri fyrirtækja á þessu ári. Sú fyrsta var gerð á fyrsta árs-
fjórðungi og þá voru spurningar sendar til 45 stærstu fyrirtækja lands-
ins (m.v. veltu) þar sem spurt var um fjárfestingu árin 2009 og 2010
og áætlaða fjárfestingu fyrir þetta ár. Á öðrum ársfjórðungi var gerð
sams konar athugun á fjárfestingu 80 stórra og meðalstórra fyrirtækja.
Nú í ágúst og september var þriðja athugunin gerð á fjárfestingu
50 stærstu fyrirtækja landsins (nær sömu fyrirtæki og voru í fyrstu
könnuninni) og spurt um fjárfestingu á árinu 2011 og áætlaða fjár-
festingu á næsta ári. Áætluð fjárfesting þessara fyrirtækja í ár nemur
um þriðjungi af áætlaðri almennri atvinnuvegafjárfestingu í þeirri spá
Mynd IV-11
Fjárfesting í stóriðju 1995-20141
% af VLF
0
2
4
6
8
10
12
‘13‘11‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95
1. Grunnspá Seðlabankans 2011-2014.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
1. Grunnspá Seðlabankans 2011-2014.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
% af VLF
Mynd IV-12
Fjárfesting atvinnuvega sem hlutfall af VLF
2000-20141
Atvinnuvegir alls
Atvinnuvegir án stóriðju, skipa og flugvéla
Stóriðja
Skip og flugvélar
-5
0
5
10
15
20
25
‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00