Peningamál - 01.11.2011, Qupperneq 35

Peningamál - 01.11.2011, Qupperneq 35
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 35 Samkvæmt spánni er gert ráð fyrir að nokkur slaki verði áfram til staðar þrátt fyrir vaxandi landsframleiðslu á síðustu misserum og sam- drátt framleiðslugetu. Talið er að framleiðsluslakinn verði enn ríflega 1% að ári og að hann verði ekki að fullu horfinn fyrr en tekur að líða á árið 2014. Samkvæmt spánni mun það taka rúmlega tvö ár til viðbótar að ná því stigi að framleiðsluþættir þjóðarbúsins verða fullnýttir á ný.5 5. Hafa þarf í huga að mat á framleiðsluslaka líðandi stundar er ávallt háð töluverðri óvissu. Matið batnar hins vegar þegar frá líður og meiri gögn liggja fyrir. Þessi óvissa er mun meiri í framhaldi af miklum breytingum í þjóðarbúskapnum eins og þeim sem nú hafa gengið yfir vegna fjármálakreppunnar. Rammagrein IV-1 Af hverju minnkaði framleiðslugeta þjóðarbúsins í kjölfar fjármálakreppunnar? Frá árinu 2008 til ársins 2010 dróst landsframleiðslan á Íslandi saman um u.þ.b. 10%.1 Á sama tíma snerist 2,3% framleiðsluspenna í um 4,4% framleiðsluslaka samkvæmt grunnspá Seðlabankans, eða sem nemur um 6,7 prósenta viðsnúningi.2 Í þessu felst að fram- leiðslugeta þjóðarbúsins er talin hafa dregist saman um 3,7% á þessu tímabili. Í þessari rammagrein er fjallað um orsakaþætti þessa samdráttar. Ákvörðunarþættir framleiðslugetu Í þjóðhagslíkani Seðlabankans er framleiðslugeta þjóðarbúsins metin með hefðbundnu Cobb-Douglas framleiðslufalli3 (1) Y*= A*E*bK1-b þar sem Y* táknar framleiðslugetu þjóðarbúsins, þ.e. það fram- leiðslustig sem hægt er að ná með hagkvæmri nýtingu framleiðslu- þátta án þess að þrýsta á verðlag og laun. Hægra megin við jafn- aðarmerki í jöfnu (1) eru ákvörðunarþættir framleiðslustigsins, þ.e. framleiðsluaðföngin (vinnuafl, E*, og fjármagn, K) og mælikvarði á hversu vel aðföngin eru nýtt (svokölluð heildarþáttaframleiðni (e. total factor productivity), A*). b táknar hlutdeild vinnuaflsins í verðmæti framleiðslunnar og 1-b hlutdeild fjármagnsins. Hefðbundið er að gera ráð fyrir að fjármagnsstofninn sé ævinlega fullnýttur en að framleiðslugeta þjóðarbúsins ákvarðist af undir liggjandi leitniferlum vinnuaflsnotkunar og heildarþáttafram- leiðni fremur en af mældri vinnuaflsnotkun eða heildarþáttafram- leiðni. Leitniferill vinnuaflsnotkunar er gefinn sem (2) E*=p*N(1-u*) 1. Hér er vísað í breytingu á milli árstalna áranna 2008 og 2010. Innan tímabilsins var sam- drátturinn hins vegar heldur meiri, en frá því að landsframleiðslan náði hámarki á öðrum fjórðungi 2008 þar til að hún náði lágmarki á fyrsta ársfjórðungi 2010 dróst hún saman um 11½%. 2. Framleiðsluslaki (eða -spenna) er skilgreindur sem mismunur landsframleiðslu og fram- leiðslugetu þjóðarbúsins. 3. Endanlegt mat er byggt á meðaltali mismunandi aðferða við mat á leitniþróun fram- leiðsluþáttanna og heildarþáttaframleiðni, þótt í grunninn byggist allar aðferðirnar á framleiðslufallinu í jöfnu (1). Sjá umfjöllun í Ásgeir Daníelsson, Magnús F. Guðmundsson, Svava J. Haraldsdóttir, Þorvarður Tjörvi Ólafsson, Ásgerður Ó. Pétursdóttir, Þórarinn G. Pétursson og Rósa Sveinsdóttir (2009), „QMM: A quarterly macroeconomic model of the Icelandic economy“, Seðlabanki Íslands, Working Paper, nr. 41.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.