Peningamál - 01.11.2011, Side 35

Peningamál - 01.11.2011, Side 35
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 35 Samkvæmt spánni er gert ráð fyrir að nokkur slaki verði áfram til staðar þrátt fyrir vaxandi landsframleiðslu á síðustu misserum og sam- drátt framleiðslugetu. Talið er að framleiðsluslakinn verði enn ríflega 1% að ári og að hann verði ekki að fullu horfinn fyrr en tekur að líða á árið 2014. Samkvæmt spánni mun það taka rúmlega tvö ár til viðbótar að ná því stigi að framleiðsluþættir þjóðarbúsins verða fullnýttir á ný.5 5. Hafa þarf í huga að mat á framleiðsluslaka líðandi stundar er ávallt háð töluverðri óvissu. Matið batnar hins vegar þegar frá líður og meiri gögn liggja fyrir. Þessi óvissa er mun meiri í framhaldi af miklum breytingum í þjóðarbúskapnum eins og þeim sem nú hafa gengið yfir vegna fjármálakreppunnar. Rammagrein IV-1 Af hverju minnkaði framleiðslugeta þjóðarbúsins í kjölfar fjármálakreppunnar? Frá árinu 2008 til ársins 2010 dróst landsframleiðslan á Íslandi saman um u.þ.b. 10%.1 Á sama tíma snerist 2,3% framleiðsluspenna í um 4,4% framleiðsluslaka samkvæmt grunnspá Seðlabankans, eða sem nemur um 6,7 prósenta viðsnúningi.2 Í þessu felst að fram- leiðslugeta þjóðarbúsins er talin hafa dregist saman um 3,7% á þessu tímabili. Í þessari rammagrein er fjallað um orsakaþætti þessa samdráttar. Ákvörðunarþættir framleiðslugetu Í þjóðhagslíkani Seðlabankans er framleiðslugeta þjóðarbúsins metin með hefðbundnu Cobb-Douglas framleiðslufalli3 (1) Y*= A*E*bK1-b þar sem Y* táknar framleiðslugetu þjóðarbúsins, þ.e. það fram- leiðslustig sem hægt er að ná með hagkvæmri nýtingu framleiðslu- þátta án þess að þrýsta á verðlag og laun. Hægra megin við jafn- aðarmerki í jöfnu (1) eru ákvörðunarþættir framleiðslustigsins, þ.e. framleiðsluaðföngin (vinnuafl, E*, og fjármagn, K) og mælikvarði á hversu vel aðföngin eru nýtt (svokölluð heildarþáttaframleiðni (e. total factor productivity), A*). b táknar hlutdeild vinnuaflsins í verðmæti framleiðslunnar og 1-b hlutdeild fjármagnsins. Hefðbundið er að gera ráð fyrir að fjármagnsstofninn sé ævinlega fullnýttur en að framleiðslugeta þjóðarbúsins ákvarðist af undir liggjandi leitniferlum vinnuaflsnotkunar og heildarþáttafram- leiðni fremur en af mældri vinnuaflsnotkun eða heildarþáttafram- leiðni. Leitniferill vinnuaflsnotkunar er gefinn sem (2) E*=p*N(1-u*) 1. Hér er vísað í breytingu á milli árstalna áranna 2008 og 2010. Innan tímabilsins var sam- drátturinn hins vegar heldur meiri, en frá því að landsframleiðslan náði hámarki á öðrum fjórðungi 2008 þar til að hún náði lágmarki á fyrsta ársfjórðungi 2010 dróst hún saman um 11½%. 2. Framleiðsluslaki (eða -spenna) er skilgreindur sem mismunur landsframleiðslu og fram- leiðslugetu þjóðarbúsins. 3. Endanlegt mat er byggt á meðaltali mismunandi aðferða við mat á leitniþróun fram- leiðsluþáttanna og heildarþáttaframleiðni, þótt í grunninn byggist allar aðferðirnar á framleiðslufallinu í jöfnu (1). Sjá umfjöllun í Ásgeir Daníelsson, Magnús F. Guðmundsson, Svava J. Haraldsdóttir, Þorvarður Tjörvi Ólafsson, Ásgerður Ó. Pétursdóttir, Þórarinn G. Pétursson og Rósa Sveinsdóttir (2009), „QMM: A quarterly macroeconomic model of the Icelandic economy“, Seðlabanki Íslands, Working Paper, nr. 41.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.