Peningamál - 01.11.2011, Page 49

Peningamál - 01.11.2011, Page 49
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 49 Töluverður sveigjanleiki enn til staðar Sveigjanleiki íslensks vinnumarkaðar hefur auðveldað aðlögun þjóðarbúskaparins að efnahagsáfallinu.1 Atvinnuþátttaka hefur minnkað, vinnutími styst og fólk flutt af landi brott. Fólki á vinnu- mark aði fækkaði um 6,1% frá þriðja fjórðungi ársins 2008 fram til þriðja fjórðungs í ár og fólki á vinnualdri (16-64 ára) fækkaði um 1,2%. Af þessari 6,1% fækkun fólks á vinnumarkaði má rekja 3,4 prósentur til hreins brottflutnings fólks á vinnualdri, 5 prósentur til minni atvinnuþátttöku en aðrar breytingar á vinnuafli jafngiltu aukningu um 2,3 prósentur. Fjölgun erlends vinnuafls hefur aukið vægi búferlaflutninga í aðlögun þjóðarbúskaparins að hagsveiflunni Eins og sést á mynd 1 hefur samband fólksflutninga til og frá land- inu við hagsveifluna jafnan verið sterkt. Íslendingar hafa gjarnan flutt til og frá landinu í takt við efnahagsaðstæður og eftirspurn eftir vinnuafli. Erlendir ríkisborgarar sem hingað koma til að vinna hafa aukið þennan sveigjanleika vinnumarkaðarins enn frekar og skipti þeirra framlag miklu í uppsveiflunni á árunum 2004-2007. Þannig voru aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta um 17 þús- und á árunum 2004-2008 en síðan þá hefur hreinn brottflutningur erlendra ríkisborgara verið um 2.700. Árið 2009 mældist atvinnuleysi 8% en það ár fluttust um 4.800 fleiri frá landinu en til þess. Hreinn brottflutningur fólks nam 2,5% vinnuaflsins árið 2009. Um helmingur þess fjölda voru erlendir ríkisborgarar, þótt þeir væru aðeins 7,6% af heildarmannfjöldanum. Til samanburðar nam hreinn brottflutningur 1,1% vinnuaflsins í efnahagssamdrættinum á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar þegar atvinnuleysi varð hæst 5% árið 1995. Eins og fram kemur á mynd 1 hefur dregið verulega úr hreinum brottflutningi frá því að hann varð mestur á seinni hluta ársins 2009.2 Hreinn brottflutningur nú er töluvert meiri en á fyrri sam- dráttarskeiðum jafnvel þótt tekið sé tillit til verri aðstæðna í þjóðar- búskapnum. Skýringin á því að brottflutningur nú er meiri en á fyrri samdráttarskeiðum er líklega helst sú að stór hluti erlendra ríkis- borgara sem kom hingað til lands til að vinna í uppsveiflunni hafði ekki fest hér rætur þegar henni lauk.3 Tæplega helmingur fólks á vinnufærum aldri sem fluttu af landi brott umfram þá sem fluttu til landsins á árunum 2009 og 2010 voru erlendir ríkisborgarar, en það er meira en fjórfaldur hlutur þeirra af vinnuaflinu þegar hann varð sem mestur í uppsveiflunni. Atvinnuleysi hefði líklega aukist meira án brottflutnings vinnuafls Brottflutningur vinnuafls frá landinu hefur líklega haft í för með sér að atvinnuleysi hefur aukist minna en ella.4 Ljóst er þó að þeir sem fluttu af landi brott voru ekki allir á vinnumarkaði. Tölur Vinnumálastofnunar um afskráningu af atvinnuleysisskrá sýna hversu margir atvinnulausir hafa flust búferlum (sjá mynd 2). Á 1. Sjá m.a. umfjöllun í Peningamálum 2010/2. 2. Flestir erlendir ríkisborgarar höfðu farið fyrr á árinu, en voru ekki afskráðir fyrr en í lok árs. Á seinni hluta síðasta árs og á fyrri hluta þessa árs hefur hins vegar orðið viðsnúningur varðandi erlenda ríkisborgara en þá fluttu fleiri erlendir ríkisborgarar til landsins en frá því. 3. Flestir sem komu hingað til lands til að vinna í uppsveiflunni komu frá E-8-löndunum (Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklandi og Ungverjalandi) en reglur um frjálsa för launafólks gagnvart þessum ríkjum tóku ekki gildi hér á landi fyrr en 1. maí 2006. 4. Áætlanir um atvinnuleysi ef ekki hefði komið til brottflutnings gefa eingöngu vís- bendingu um efri mörk atvinnuleysis. Til dæmis má nefna að ef fólk hefði ekki flutt af landi brott heldur verið á atvinnuleysisskrá og fengið bætur hefði innlend eftirspurn og þar með atvinna líklega verið meiri en raun varð. 1. Tölur um fólksflutninga fyrir árið 2011 eru fyrir fyrstu þrjá ársfjórðunga en tölur um hagvöxt fyrir fyrstu tvo ársfjórðunga. Heimild: Hagstofa Íslands. Mynd 1 Fólksflutningar og hagvöxtur1 Breyting frá fyrra ári (%) % af vinnuafli Aðfluttir erlendir ríkisborgarar umfram brottflutta (h. ás) Aðfluttir íslenskir ríkisborgarar umfram brottflutta (h. ás) Hagvöxtur (v. ás) -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 ‘91 ‘93 ‘95 ‘97 ‘99 ‘01 ‘03 ‘05 ‘07 ‘09 ‘11 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 1. Undir flokkinn annað falla andlát, ellilífeyrir, veikindi, sjúkradagpeningar, fæðingarorlof, fangelsi, félagsbætur, hráefnisskortur, engin barnapössun og frí. Heimild: Vinnumálastofnun. Mynd 2 Ástæður afskráningar af atvinnuleysisskrá1 % af vinnuafliFjöldi 0 1.000 2.000 3.000 4.000 5.000 6.000 Fór í vinnu (v. ás) Brottflutningur (v. ás) Fór í skóla (v. ás) Flutningur innanlands (v. ás) Skertur eða enginn bótaréttur (v. ás) Örorka (v. ás) Veikindi (v. ás) Vinnumarkaðsúrræði (v. ás) Annað (v. ás) Atvinnuleysi (h. ás) 0 2 4 6 8 10 12 ‘11201020092008 Rammagrein VI-1 Sveigjanleiki íslensks vinnumarkaðar og fólksflutningar

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.