Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 60

Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 60
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 60 auknum verðbólguþrýstingi og verri verðbólguhorfum hafa verð- bólguvæntingar heimila því aukist hratt frá því að þær náðu lágmarki í 3,5% í mars sl. Væntingar um verðbólgu eftir tvö ár höfðu einnig aukist frá síðustu könnun, um 1 prósentu, og námu 6%. Á heildina litið virðast því verðbólguvæntingar heldur hafa aukist frá því að Peningamál voru gefin út í ágúst. Einfalt mat á undirliggjandi verðbólguvæntingum sem metur sameiginlega leitnihegðun fjölda mælikvarða á verðbólguvæntingum bendir til þess að verðbólguvænt- ingar hafi aukist um 1½ prósentu frá upphafi árs, í tæplega 5%.4 Þó verður að hafa í huga að verðbólguvæntingar hér á landi virðast sveiflast meir með nýliðinni verðbólgu en í öðrum iðnríkjum þar sem trúverðugleiki verðbólgumarkmiðsins er meiri. Verðbólguvæntingar gætu því hjaðnað tiltölulega hratt ef verðbólguhorfur á næstu mán- uðum verða hagstæðari en hér er spáð. Verðbólguhorfur til næsta árs hafa heldur batnað Verðbólga mældist 5,3% á þriðja fjórðungi ársins 2011 sem er 0,3 prósentum minna en spáð var í síðustu Peningamálum. Verðbólga að undanskildum áhrifum breytinga á óbeinum sköttum nam 5% á þriðja ársfjórðungi en spáð var að hún yrði 5,4%. Spáskekkjan skýrist m.a. af heldur minni verðbólguþrýstingi á þessum fjórðungi í kjölfar launahækkananna en búist var við auk þess sem kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst minna en vænst var. Meiri lækkun alþjóðlegs hrávöru- og olíuverðs og sterkara gengi krónunnar gera það einnig að verkum að innflutt verðbólga hefur verið minni en spáð var í ágúst. Horfur eru á að verðbólga án skattaáhrifa verði 5,3% á fjórða ársfjórðungi þessa árs og nái hámarki í 5,8% á fyrsta ársfjórðungi næsta árs sem er tæpri prósentu minna en í síðustu spá. Einföld tölfræðilíkön gefa svipaða niðurstöðu.5 Skammtímaverðbólguhorfur hafa því batnað nokkuð í samanburði við ágústspána. Til viðbótar við betri upphafsstöðu má m.a. rekja minni verðbólgu en gert var ráð fyrir til þess að horfur eru á að olíu- og hrávöruverð á heimsmarkaði verði töluvert lægra á næstu misserum en búist var við auk þess sem spáð er að gengi krónunnar verði heldur sterkara en í síðustu spá. Spáð er að mæld verðbólga verði rúmlega 4% að meðaltali á þessu ári og jafn mikil á árinu 2012 og að verðbólgumarkmiðið náist á seinni hluta ársins 2013. Þrátt fyrir að verðbólga verði heldur minni á árinu 2012 en gert var ráð fyrir í síðustu spá eru horfur lengra fram í tímann svipaðar og þá. Á móti minni verðbólguþrýstingi til skamms tíma vegur minni slaki í þjóðarbúskapnum en áður var reiknað með auk þess sem aukin hætta er á annarrar umferðar áhrifum vegna mik- illa launahækkana á árinu 2011. Líklegt er því að á næstu misserum muni vegast á kostnaðarþrýstingur vegna launaskriðs og lækkun hrá- vöruverðs vegna erfiðra aðstæðna á alþjóðlegum mörkuðum. Ennfremur sýna rannsóknir á verðákvörðunum íslenskra fyrir- tækja að verðbólgutregða hafi verið afar mikil hér á landi og því 4. Notast er við svokallaða aðferð meginþátta (e. principal component analysis) sem er einföld aðferð til að meta sameiginlega undirliggjandi þróun í fjölda hagstærða. 5. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012 er gert ráð fyrir að krónutölugjöld á áfengi, tóbak og bensín verði hækkuð í byrjun næsta árs og búist er við að það hafi u.þ.b. 0,15 prósentna áhrif á vísitölu neysluverðs (sjá nánar í kafla V). 1. Miðað við verðbólguvæntingar fyrirtækja, heimila og á skuldabréfa- markaði til eins árs og verðbólguspá Seðlabankans eitt ár fram í tímann. Heimildir: Capacent Gallup, Seðlabanki Íslands. % Mynd VIII-8 Verðbólguvæntingar miðað við mismunandi mælikvarða 1. ársfj. 2008 - 3. ársfj. 2011 Bil hæsta og lægsta mats Meðaltal1 Mat á verðbólguvæntingum byggt á aðferð meginþátta 0 2 4 6 8 10 12 14 16 2008 2009 2010 2011 1. Grunnspá Seðlabankans er byggð á þjóðhagslíkani bankans en aðrar spár á einföldum tímaraðalíkönum. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd VIII-9 Verðbólguspár úr ólíkum líkönum1 Verðbólga án skattaáhrifa 1. ársfj. 2010 - 2. ársfj. 2012 Bil hæstu og lægstu spár PM 2011/4 2010 2011 0 1 2 3 4 5 6 7 ‘12 Mynd VIII-7 Verðbólguvæntingar fyrirtækja og heimila til eins árs og núverandi verðbólga 1. ársfj. 2003 - 3. ársfj. 2011 % Verðbólga Verðbólguvæntingar heimila Verðbólguvæntingar stærstu fyrirtækja1 1. Mælingar á verðbólguvæntingum fyrirtækja voru framkvæmdar óreglulega fram að þriðja ársfjórðungi 2006 og því er brúað á milli mælinga fram að því. Heimildir: Capacent Gallup, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 ‘1120102009200820072006200520042003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.