Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 69

Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 69
P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 69 Peningastefnan og stjórntæki hennar Markmið og framkvæmd peningastefnunnar Markmið stefnunnar í peningamálum er að tryggja stöðugt verðlag. Hinn 27. mars 2001 var tekið upp formlegt verðbólgumarkmið sem hér segir:1 • Seðlabankinn stefnir að því að árleg verðbólga, reiknuð sem hækk­ un vísitölu neysluverðs á tólf mánuðum, verði að jafnaði sem næst 2½%. • Víki verðbólga meira en 1½ prósentu frá settu marki ber bankanum að gera ríkisstjórninni grein fyrir ástæðu fráviksins, hvernig bankinn hyggst bregðast við og hvenær hann telur að verðbólgumarkmið­ inu verði náð að nýju. Greinargerðina skal birta opinberlega. • Seðlabankinn gerir þjóðhags­ og verðbólguspár þar sem spáð er þrjú ár fram í tímann. Spárnar eru birtar í riti bankans Peningamálum. Þar kemur einnig fram mat bankans á helstu óvissuþáttum tengd­ um spánni. Jafnframt gerir bankinn grein fyrir mati sínu á stöðu og horfum í efnahagsmálum. Peningastefnan miðar að því að halda verðlagi stöðugu og því verður henni ekki beitt til þess að ná öðrum efnahagslegum markmiðum, svo sem jöfnuði í viðskiptum við útlönd eða mikilli atvinnu, nema að því marki sem slíkt samrýmist verðbólgumarkmiði bankans. Helstu stjórntæki peningastefnunnar Seðlabankinn framfylgir peningastefnunni einkum með því að stýra vöxtum á peningamarkaði, fyrst og fremst með ákvörðun nafnvaxta veðlána til fjármálafyrirtækja sem síðan hafa áhrif á aðra vexti. Vextir á peningamarkaði hafa einnig sterk áhrif á gjaldeyrisstrauma og þar með á gengi krónunnar og til lengdar innlenda eftirspurn. Um við­ skipti fjármálafyrir tækja við Seðlabankann gilda reglur nr. 553 frá 26. júní 2009. Föst viðskiptaform • Viðskiptareikningar: Á viðskiptareikningum geyma fjármálafyrirtæki ráðstöfunarfé sitt. Viðskiptareikningar eru einnig uppgjörsreikning­ ar í viðskiptum fjármálafyrirtækja og bindiskyldureikningar. Vextir viðskiptareikninga mynda gólf vaxtagangs Seðlabankans og um leið gólf vaxta á millibankamarkaði með krónur. Viðskiptareikningar verða alltaf að vera með jákvæða stöðu í lok hvers viðskiptadags. • Daglán: Lán sem Seðlabankinn veitir fjármálafyrirækjum til næsta við skiptadags, að frumkvæði þeirra. Hlutverk daglána er fyrst og fremst að tryggja fjármálafyrirtækjum aðgang að lausafé til að tryggja að staða viðskiptareiknings sé jákvæð í lok dags og til þess að uppfylla bindiskyldu. Daglán eru veitt gegn tryggingum í verðbréfum. Vextir daglána mynda þak einnar nætur vaxta á milli­ bankamarkaði með krónur. 1. Sameiginleg yfirlýsing ríkisstjórnar Íslands og Seðlabanka Íslands. Birt m.a. á heimasíðu bankans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.