Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 55

Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 55
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 55 af vöru- og þjónustujöfnuði á þessu ári en gert var ráð fyrir í síðustu spá, eða 10% af landsframleiðslu. Ennfremur er nú gert ráð fyrir mun meiri afgangi af vöru- og þjónustujöfnuði á næsta ári en spáð var í ágúst eða tæplega 11% af vergri landsframleiðslu í stað 7,6%. Skýrist meiri afgangur einkum af mun hagstæðari þróun viðskiptakjara sem veldur því að verðmæti útflutnings vex meira en innflutnings þrátt fyrir að magnaukning innflutningsins sé meiri. Spáð er áframhaldandi afgangi á bilinu 10-11% út spátímann sem er um 3½ prósentu meiri afgangur en spáð var í ágúst. Þáttatekjuhalli áfram mikill Á móti töluverðum afgangi á vöru- og þjónustuviðskiptum á fyrri hluta ársins var mikill halli á þáttatekjujöfnuði. Þáttatekjuhallinn nam þá 155 ma.kr. og má að stórum hluta rekja hann til mikils halla á vaxtajöfnuði en einnig var mikill halli á ávöxtun hlutafjár. Þáttatekjuhallinn á fyrri hluta ársins var engu að síður heldur minni en á sama tíma ári áður og nam tæpum 20% af vergri landsframleiðslu. Halli á vaxtajöfnuði var svipaður á milli ára, en halli á ávöxtun hlutafjár var nokkru minni. Hluti af ávöxtun hlutafjár er liðurinn endurfjárfestur hagnaður, en hann hefur sveiflast mikið milli ársfjórðunga undanfarin ár. Endurfjárfestur hagnaður er hlutdeild eigenda af hagnaði sem ekki er greiddur út sem arður.1 Á árunum 2008-2010 var mikið tap á fyrirtækjum erlendis í eigu innlendra aðila og því var endurfjárfestur hagnaður mjög neikvæður á tekjuhliðinni. Á móti kom mikið tap á innlendum fyrir- tækjum í eigu erlendra aðila og því mældist endurfjárfestur hagnaður á gjaldahliðinni jákvæður á sama tímabili. Á fyrri hluta þessa árs hefur afkoma innlendra fyrirtækja í eigu erlendra aðila batnað. Þau eru því að skila jákvæðum endurfjárfestum hagnaði til erlendra eigenda sinna, en erlend fyrirtæki í eigu innlendra aðila eru ennþá með lítillega neikvæða afkomu. Því hefur þessi liður þáttatekjujafnaðarins verið afar neikvæður á undanförnum ársfjórðungum. Þar sem umsvif innlendra aðila erlendis hafa dregist mikið saman undanfarin ár má gera ráð fyrir að jöfnuður endurfjárfests hagnaðar verði áfram neikvæður, því að umsvif erlendra aðila á Íslandi hafa ekki dregist saman í svipuðum mæli og hagnaður verður væntanlega áfram mikill á meðan gengi krónunnar er sögulega lágt. Þáttatekjuhallinn án innlánsstofnana í slitameðferð var aftur á móti mun minni eða 81 ma.kr., enda er stór hluti vaxtagjalda reiknaðir áfallnir vextir vegna innlánsstofnana í slitameðferð eins og oft hefur komið fram áður (sjá mynd VII-4).2 Þáttatekjuhallinn án innlánsstofn- ana í slitameðferð hafði minnkað um 14 ma.kr. frá sama tíma fyrir ári. 1. Þegar hagnaður verður á rekstri fyrirtækis sem innlendir aðilar eiga erlendis er sá hluti hagnaðarins, sem ekki er greiddur í arð, mældur sem tekjur af fjárfestingu (endurfjárfestur hagnaður). Verði hins vegar tap á rekstri sama fyrirtækis kallast það neikvæð endur- fjárfesting og færist með neikvæðu formerki á tekjuhlið þáttatekna. Það sama á við um hagnað og tap á innlendum fyrirtækjum sem erlendir aðilar eiga. 2. Mikill hluti áfallinna vaxtagreiðslna innlánsstofnana í slitameðferð verður væntanlega aldrei greiddur og mun hverfa úr opinberum tölum um þáttatekjur þegar gjaldþrotaferli þessara stofnana lýkur. Til að fá betri mynd af raunverulegu greiðsluflæði til og frá landinu á tímabilinu og skuldbindingum um framtíðargreiðsluflæði er því gagnlegt að horfa á þáttatekjuhallann án þessara innlánsstofnana. Mynd VII-3 Arður af fjárfestingu 1. ársfj. 2004 - 2. ársfj. 2011 Ma.kr. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Endurfjárfestur hagnaður Arðgreiðslur Vextir hluthafalána Endurfjárfestur hagnaður erlendra aðila innanlands Arðgreiðslur erlendra aðila innanlands Vextir hluthafalána erlendra aðila innanlands Hreinn endurfjárfestur hagnaður -120 -90 -60 -30 0 30 60 90 120 20112010200920082007200620052004 Mynd VII-4 Hreinar erlendar vaxtagreiðslur 1. ársfj. 2001 - 2. ársfj. 2011 % af VLF Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Hreinar vaxtagreiðslur (innlánsstofnanir í slitameðferð) (v. ás) Hreinar vaxtagreiðslur (aðrir) (v. ás) Hreinar vaxtagreiðslur (h. ás) Hreinar vaxtagreiðslur án innlánsstofnana í slitameðferð (h. ás) Ma.kr. -160 -140 -120 -100 -80 -60 -40 -20 0 -40 -35 -30 -25 -20 -15 -10 -5 0 ‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01 ‘11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.