Peningamál - 01.11.2011, Page 10

Peningamál - 01.11.2011, Page 10
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 10 hrávöruverðs vegur þyngra en lækkun álverðs og sjávarafurðaverð hækkar enn. Um alla þessa þætti ríkir mikil óvissa. Ekki er útilokað að skulda- kreppan breiðist út til fleiri ríkja og að heimsbúskapurinn dragist inn í nýtt samdráttarskeið sem gæti varað í nokkurn tíma. Óróleikinn á alþjóðlegum fjármálamörkuðum gæti þá aukist enn frekar. Við slíkar aðstæður er líklegt að áhrifin á innlendan þjóðarbúskap verði meiri en grunnspáin gerir ráð fyrir. Horfur um útflutning gætu veikst enn frekar. Innlend fjárfestingaráform sem reiða sig á alþjóðlega fjármögnun gætu einnig komist í uppnám sem gæti tafið innlenda uppbyggingu og dregið úr útflutningsgetu þjóðarbúsins til lengri tíma. Viðskiptakjör gætu rýrnað, sérstaklega ef sjávarafurðaverð gæfi verulega eftir. Fráviksdæmi 1 hér á eftir sýnir möguleg áhrif slíkrar atburðarásar á grunnspá bankans. Hversu virkt er miðlunarferli peningastefnunnar? Í kjölfar fjármálakreppunnar laskaðist miðlunarferli peningastefnunnar um fjármálakerfið og raunhagkerfið verulega. Áhættuálag í lántöku- kostnaði einstaklinga og fyrirtækja hækkaði mikið og aðgengi þeirra að lánsfjármagni versnaði. Peningalegur slaki sem endurspeglast í hratt lækkandi og nú neikvæðum skammtímaraunvöxtum skilaði sér því ekki að fullu til lántaka. Þó má sjá greinileg merki miðlunar slakans út í raunhagkerfið í gegnum lækkandi innlánsvexti sem hvatt hefur heimili og fyrirtæki til að færa útgjaldaákvarðanir fram í tímann. Miðlun peningastefnunnar um gengisfarveginn laskaðist einnig í kjöl- far gjaldeyriskreppunnar og innleiðingar gjaldeyrishafta. Í grunnspánni er gert ráð fyrir að miðlunarferlið leiti smám saman í eðlilegt horf, þótt áhættuálag verði nokkru hærra en það var fyrir fjármálakreppuna meginhluta spátímans. Tafir á losun gjaldeyrishafta, endurskipulagningu skulda og hæg- ari vöxtur útlána gætu hins vegar seinkað því að miðlunarferlið leiti í eðlilegt horf. Á móti gæti vaxandi notkun óverðtryggðra lánaforma með breytilegum vöxtum í kjölfar dóma Hæstaréttar um ólögmæti gengistengingar lána og aukið framboð óverðtryggðra húsnæðislána styrkt miðlunarferlið umfram það sem grunnspáin gerir ráð fyrir. Óvissa um framgang ríkisfjármála Töluvert hefur áunnist við að draga úr halla í ríkisrekstrinum á síðustu tveimur árum. Miðað við fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár er nú stefnt að því að ná jöfnuði í ríkisrekstri á lengri tíma en í fyrri áætlun sem Seðlabankinn byggði á í ágústspá sinni. Forsendum fyrir opinberum fjármálum og framlagi opinberra fjármála til efnahagsumsvifa og hagstjórnar hefur því verið breytt í takt við frumvarpið í núverandi grunnspá bankans. Í ljósi breytinga á markmiði um nafnvöxt útgjalda gætu endanleg fjárlög falið í sér meiri útgjöld en felast í frumvarpinu eða að verr muni ganga að ná markmiði frumvarpsins um aðhald í rekstri. Hver endan- leg afkoma verður og hvaða áhrif hún mun hafa á skuldsetningu hins opinbera er því háð töluverðri óvissu. Verði slakinn í ríkisfjármálum meiri en felst í grunnspánni gæti innlend eftirspurn orðið eitthvað sterkari til skemmri tíma en nú er spáð. Á móti er hætt við að aukinn Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-14 Verðbólga - samanburður við PM 2011/3 Breyting frá fyrra ári (%) PM 2011/4 PM 2011/3 Verðbólgumarkmið 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20142013201220112010200920082007 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-15 Verðbólga án skattaáhrifa - samanburður við PM 2011/3 Breyting frá fyrra ári (%) PM 2011/4 PM 2011/3 Verðbólgumarkmið 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20142013201220112010200920082007

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.