Peningamál - 01.11.2011, Síða 10

Peningamál - 01.11.2011, Síða 10
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 10 hrávöruverðs vegur þyngra en lækkun álverðs og sjávarafurðaverð hækkar enn. Um alla þessa þætti ríkir mikil óvissa. Ekki er útilokað að skulda- kreppan breiðist út til fleiri ríkja og að heimsbúskapurinn dragist inn í nýtt samdráttarskeið sem gæti varað í nokkurn tíma. Óróleikinn á alþjóðlegum fjármálamörkuðum gæti þá aukist enn frekar. Við slíkar aðstæður er líklegt að áhrifin á innlendan þjóðarbúskap verði meiri en grunnspáin gerir ráð fyrir. Horfur um útflutning gætu veikst enn frekar. Innlend fjárfestingaráform sem reiða sig á alþjóðlega fjármögnun gætu einnig komist í uppnám sem gæti tafið innlenda uppbyggingu og dregið úr útflutningsgetu þjóðarbúsins til lengri tíma. Viðskiptakjör gætu rýrnað, sérstaklega ef sjávarafurðaverð gæfi verulega eftir. Fráviksdæmi 1 hér á eftir sýnir möguleg áhrif slíkrar atburðarásar á grunnspá bankans. Hversu virkt er miðlunarferli peningastefnunnar? Í kjölfar fjármálakreppunnar laskaðist miðlunarferli peningastefnunnar um fjármálakerfið og raunhagkerfið verulega. Áhættuálag í lántöku- kostnaði einstaklinga og fyrirtækja hækkaði mikið og aðgengi þeirra að lánsfjármagni versnaði. Peningalegur slaki sem endurspeglast í hratt lækkandi og nú neikvæðum skammtímaraunvöxtum skilaði sér því ekki að fullu til lántaka. Þó má sjá greinileg merki miðlunar slakans út í raunhagkerfið í gegnum lækkandi innlánsvexti sem hvatt hefur heimili og fyrirtæki til að færa útgjaldaákvarðanir fram í tímann. Miðlun peningastefnunnar um gengisfarveginn laskaðist einnig í kjöl- far gjaldeyriskreppunnar og innleiðingar gjaldeyrishafta. Í grunnspánni er gert ráð fyrir að miðlunarferlið leiti smám saman í eðlilegt horf, þótt áhættuálag verði nokkru hærra en það var fyrir fjármálakreppuna meginhluta spátímans. Tafir á losun gjaldeyrishafta, endurskipulagningu skulda og hæg- ari vöxtur útlána gætu hins vegar seinkað því að miðlunarferlið leiti í eðlilegt horf. Á móti gæti vaxandi notkun óverðtryggðra lánaforma með breytilegum vöxtum í kjölfar dóma Hæstaréttar um ólögmæti gengistengingar lána og aukið framboð óverðtryggðra húsnæðislána styrkt miðlunarferlið umfram það sem grunnspáin gerir ráð fyrir. Óvissa um framgang ríkisfjármála Töluvert hefur áunnist við að draga úr halla í ríkisrekstrinum á síðustu tveimur árum. Miðað við fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár er nú stefnt að því að ná jöfnuði í ríkisrekstri á lengri tíma en í fyrri áætlun sem Seðlabankinn byggði á í ágústspá sinni. Forsendum fyrir opinberum fjármálum og framlagi opinberra fjármála til efnahagsumsvifa og hagstjórnar hefur því verið breytt í takt við frumvarpið í núverandi grunnspá bankans. Í ljósi breytinga á markmiði um nafnvöxt útgjalda gætu endanleg fjárlög falið í sér meiri útgjöld en felast í frumvarpinu eða að verr muni ganga að ná markmiði frumvarpsins um aðhald í rekstri. Hver endan- leg afkoma verður og hvaða áhrif hún mun hafa á skuldsetningu hins opinbera er því háð töluverðri óvissu. Verði slakinn í ríkisfjármálum meiri en felst í grunnspánni gæti innlend eftirspurn orðið eitthvað sterkari til skemmri tíma en nú er spáð. Á móti er hætt við að aukinn Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-14 Verðbólga - samanburður við PM 2011/3 Breyting frá fyrra ári (%) PM 2011/4 PM 2011/3 Verðbólgumarkmið 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20142013201220112010200920082007 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-15 Verðbólga án skattaáhrifa - samanburður við PM 2011/3 Breyting frá fyrra ári (%) PM 2011/4 PM 2011/3 Verðbólgumarkmið 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20142013201220112010200920082007
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.