Peningamál - 01.11.2011, Qupperneq 51

Peningamál - 01.11.2011, Qupperneq 51
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 51 tilheyrir þeim þriðjungi OECD-ríkja þar sem hlutfall bóta af launum, að teknu tillitit skatta og annarra bóta, (e. net replacement rate) hækkaði milli 2007 og 2009. Hækkunin hér á landi var tæpar 6 prósentur og var hlutfallið tæplega 66% árið 2009, en eins og fram kemur í mynd VI-5 hefur hlutfall bóta af lágmarkstekjutryggingu lækkað lítillega frá 2009.4 Atvinnuleysisbætur nema nú um 90% af lágmarkstekjutrygg- ingu og 93-99% af byrjunarlaunum afgreiðslufólks og ófaglærðs starfsfólks á almennum vinnumarkaði. Efnahagslegur hvati til að fara af bótum í vinnu gæti því verið takmarkaður sérstaklega þegar tekið er tillit til viðbótarkostnaðar sem jafnan fylgir því að vera í vinnu, t.d. fyrir fólk með börn á leikskóla- aldri. Þótt tekjuskattur hafi hækkað eftir fjármálakreppuna eru áhrifin svipuð á atvinnuleysisbætur og á lægstu laun. Á móti gæti hækkun tryggingagjalds hafa dregið úr vilja atvinnurekenda til að fjölga starfs- fólki. Hættan er því sú að núverandi uppbygging bótakerfis stuðli að auknu langtímaatvinnuleysi og þar með viðvarandi hærra jafn- vægisatvinnuleysi.5 … en sé byrjað að lækka á ný Vísbendingar eru um að aukning jafnvægisatvinnuleysis sé byrjuð að ganga til baka á ný. Hliðrun svokallaðrar Beveridge-kúrfu, sem lýsir sambandi eftirspurnar (auglýst störf) og framboðs á vinnuafli (atvinnuleysi) í kjölfar efnahagskreppunnar hefur gengið nokkuð til baka sem gefur til kynna að atvinnuleysi sé að minnka þrátt fyrir að framboð starfa sé nánast óbreytt (sjá rammagrein VI-2). Samband atvinnuleysis og langtímaatvinnuleysis virðist jafnframt ekki hafa breyst (sjá mynd VI-6). Fyrst þegar atvinnuleysi jókst í kjölfar fjármála- kreppunnar hliðraðist samband skammtíma- og langtímaatvinnuleysis lárétt til hægri en þegar næstum ár var liðið frá upphafi fjármálakrepp- unnar jókst langtímaatvinnuleysi og náði fyrra jafnvægi á vetrarmán- uðum 2010. Að teknu tilliti til árstíðarsveiflu hefur fjöldi atvinnulausra á skrá hjá Vinnumálastofnun sem hafa verið atvinnulausir lengur en eitt ár verið nokkuð stöðugur frá því í mars 2010 eða á milli 4.500 og 4.800 manns. Hins vegar hefur þeim sem hafa verið atvinnulausir skemur en eitt ár fækkað hratt og hlutfall langtímaatvinnulausra af atvinnu- lausum því hækkað. Vísbendingar eru þó um að langtímaatvinnuleysi sé að ganga til baka. Þeim sem höfðu verið atvinnulausir lengur en eitt ár fækkaði milli ára í fyrsta skipti í september en þeim sem hafa verið atvinnulausir lengur en sex mánuði hefur fækkað frá því í september í fyrra.6 Tölur Vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar sýna einnig að langtímaatvinnulausum fækkar milli fjórðunga á þriðja fjórðungi ársins í fyrsta sinn frá því að fjármálakreppan skall á. 4. Útreikningar OECD miðast við meðallaun starfsmanns sem er 40 ára og hefur verið atvinnulaus í tvö ár. Sjá OECD, Employment Outlook, september 2011. 5. Rannsóknir sýna t.d. að lenging bótaréttar og hækkun bóta í Bandaríkjunum í niðursveifl- unni nú hefur haft áhrif á virkni í atvinnuleit, lengd atvinnuleysis og þar með atvinnuleysis- stig. Sjá OECD, Employment Outlook, september 2011, bls. 30-31. 6. Fækkun atvinnulausra stafar líklega ekki af því að fólk hafi misst bótarétt, þar sem hann hefur verið framlengdur tímabundið um eitt ár. Heimild: Vinnumálastofnun. Mynd VI-6 Samband langtímaatvinnuleysis og atvinnuleysis 1. ársfj. 2000 - 3. ársfj. 2011 Langtímaatvinnuleysi (%) 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Atvinnuleysi (%) 2. árfj. ‘09 3. árfj. ‘11 1. árfj. ‘00 Heimild: Vinnumálastofnun. Mynd VI-7 Atvinnuleysi eftir lengd Janúar 2008 - september 2011 Fjöldi í lok mánaðar Lengra en eitt ár (v. ás) 9 mánuðir til eitt ár (v. ás) 6 til 9 mánuðir (v. ás) 3 til 6 mánuðir (v. ás) 0 til 3 mánuðir (v. ás) Hlutfall langtímaatvinnuleysis af heildaratvinnuleysi (h. ás) % 0 2.500 5.000 7.500 10.000 12.500 15.000 17.500 20.000 2011201020092008 0 5 10 15 20 25 30 35 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.