Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 15

Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 15
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 15 II Ytri skilyrði og útflutningur Alþjóðlegar hagvaxtarhorfur hafa versnað og óvissan magnast. Mikill órói einkennir alþjóðlega fjármálamarkaði sem einkum má rekja til skuldakreppu ýmissa evruríkja og vandamála meðal banka í Evrópu. Áhættufælni fjárfesta hefur aukist mikið. Verðbólga í helstu viðskipta- löndum Íslands heldur áfram að mjakast upp á við en virðist vera að ná hámarki. Verð á olíu- og hrávöru náði hámarki fyrr á árinu en hefur lækkað töluvert síðan. Verð á sjávarafurðum hefur aftur á móti haldið áfram að hækka og hafa viðskiptakjör því farið batnandi á seinni hluta ársins. Alþjóðaviðskipti hafa haldið áfram að vaxa þótt eitthvað hafi dregið úr vextinum og raungengi hefur haldist lágt. Spáð er áframhaldandi aukningu útflutnings á spátímanum, en þó lítillega minni vexti en spáð var í ágúst. Alþjóðlegar hagvaxtarhorfur versna ... Hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptalöndum Íslands versnuðu mikið í haust. Í Bandaríkjunum reyndist hagvöxtur í byrjun árs mun veikari en fyrstu tölur gáfu til kynna og töluvert dró úr honum á öðrum árs- fjórðungi á evrusvæðinu. Á flestum Norðurlöndunum og í Bretlandi dró einnig úr hagvexti á öðrum fjórðungi. Mikill órói á fjármálamörk- uðum vegna ríkisskulda- og bankavanda í ýmsum evruríkjum ásamt neikvæðum hagvísum benda til þess að hagvöxtur verði enn veikari á seinni hluta ársins. Helstu hagvísar sem birst hafa eftir að síðustu Peningamál voru gefin út í ágúst hafa verið veikari en spár helstu greiningaraðila höfðu gert ráð fyrir, sérstaklega á evrusvæðinu (sjá mynd II-2). Mikil óvissa ríkir um það hvort einungis sé að hægja á efna- hags batanum eða hvort samdráttur verði á ný, en spár helstu grein ingaraðila um hagvöxt í ár og á næsta ári hafa lækkað mikið í haust. Endurskoðaðar spár bæði Consensus Forecasts og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um hagvöxt í helstu viðskiptalöndum Íslands fyrir þetta ár benda til þess að hann verði heldur minni í ár en gert var ráð fyrir í síðustu Peningamálum. Spáin fyrir árið 2012 er einnig töluvert veikari. Consensus Forecasts gerir ráð fyrir að hag- vöxtur evrusvæðisins verði einungis um 1% á árinu 2012 og um 2% í Bandaríkjunum, en við útgáfu síðustu Peningamála var gert ráð fyrir að hagvöxtur yrði um 1½% á evrusvæðinu og um 3% í Bandaríkjunum á næsta ári. Samkvæmt spánni verður hagvöxtur meðal helstu viðskiptalanda Íslands um 1½% á árinu 2012, sem er svipað og nýjasta spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en í ágúst var spáð um 2,3% vexti. ... og órói á alþjóðlegum fjármálamörkuðum eykst Mikils óróleika hefur gætt á alþjóðlegum fjármálamörkuðum frá því í sumar og hefur hann aukist mikið frá því að Peningamál komu út í ágúst. Skuldavandi ýmissa ríkja, staða bankakerfisins og versnandi hagvaxtarhorfur meðal helstu iðnríkja hafa haft mikil áhrif á alþjóðlega fjármálamarkaði og verulega hefur dregið úr tiltrú manna á styrk og varanleika efnahagsbatans. Ýmislegt benti til þess að alþjóðlegir fjár- málamarkaðir væru smám saman að taka við sér eftir fjármálakrepp- Heimild: Macrobond. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd II-1 Hagvöxtur meðal helstu iðnríkja Magnbreyting VLF 1. ársfj. 2003 - 2. ársfj. 2011 Bandaríkin Evrusvæðið Bretland Japan -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 ‘1120102009200820072006200520042003 1. Þegar vísitalan er undir 0 eru hagvísar verri en gert hafði verið ráð fyrir og á móti sýnir vísitala yfir 0 að hagvísar eru jákvæðari en gert hafði verið ráð fyrir. Vísitalan segir ekki til um hvort hagvísarnir séu jákvæðir eða nei- kvæðir. Heimild: Macrobond. Mynd II-2 Vísitala um óvænta þróun hagvísa1 Daglegar tölur 1. janúar 2010 - 28. október 2011 Vísitala Bandaríkin Evrusvæðið -120 -100 -80 -60 -40 -20 0 20 40 60 80 100 120 140 2010 2011 Heimild: Consensus Forecasts. % Mynd II-3 Hagvaxtarspár fyrir árið 2012 Marsspá 2011 fyrir 2012 Maíspá 2011 fyrir 2012 Júlíspá 2011 fyrir 2012 Septemberspá 2011 fyrir 2012 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 JapanBandaríkinBretlandEvrusvæðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.