Peningamál - 01.11.2011, Page 54

Peningamál - 01.11.2011, Page 54
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 54 VII Ytri jöfnuður Viðskiptajöfnuður var neikvæður um rúm 13% af vergri landsfram- leiðslu á fyrri helmingi ársins 2011, sem er aðeins meiri halli en á sama tíma árið áður. Afgangur á vöru- og þjónustuviðskiptum mældist 55 ma.kr. en 155 ma.kr. halli var á þáttatekjum. Án innlánsstofnana í slitameðferð var halli á jöfnuði þáttatekna mun lægri eða 85 ma.kr. og viðskiptahalli tæp 4% af vergri landsframleiðslu. Horfur eru á að viðskiptajöfnuður án innlánsstofnana í slitameðferð verði lítillega jákvæður fyrir árið í heild eða 0,5% og að enn meiri afgangur verði á næsta ári, einkum vegna meiri afgangs af vöru- og þjónustuvið- skiptum. Sé horft framhjá skuldbindingum lyfjafyrirtækisins Actavis, sem hafa hverfandi áhrif á innlendan gjaldeyrismarkað, er mun meiri afgangur á viðskiptajöfnuði. Jákvæður vöru- og þjónustujöfnuður Vöruskiptajöfnuðurinn hefur haldist jákvæður það sem af er ári þrátt fyrir töluverðan vöxt innflutnings. Innflutningur jókst um 17% á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við sama tíma árið áður, mælt á föstu gengi, en útflutningur jókst um tæp 13% á sama tíma. Á sama tíma nam afgangur á vöruskiptajöfnuði 81 ma.kr., mælt á föstu gengi, eða 9 ma.kr. á mánuði að jafnaði. Þetta er heldur minni afgangur en á sama tíma fyrir ári, en engu að síður er þetta annar mesti afgangur sem verið hefur á fyrstu níu mánuðum ársins frá árinu 1995. Eftir gífurlegan samdrátt innflutnings í kjölfar fjármálakrepp- unnar haustið 2008 og fram á árið 2010 hefur verðmæti innflutnings smám saman verið að aukast á ný. Á þessu ári hefur innflutningur ýmissar neysluvöru, eins og bíla og heimilistækja, aukist verulega. Einnig hefur verðmæti innflutts eldsneytis og hrá- og rekstrarvöru aukist töluvert á árinu í kjölfar mikillar verðhækkunar í byrjun árs. Verðmæti útflutnings hefur einnig aukist á árinu, einkum á þriðja ársfjórðungi. Hækkandi verð sjávarafurða og mikil hækkun á álverði skýra stóran hluta aukningarinnar á fyrri hluta ársins, en mikil aukning í útflutningi sjávarafurða og ýmissar iðnaðarvöru aukningu á þriðja ársfjórðungi. Þjónustuviðskipti voru jákvæð á öðrum fjórðungi ársins um tæpa 16 ma.kr. eftir tæplega 4 ma.kr. halla á fyrsta ársfjórðungi. Afgangur af þjónustuviðskiptum á fyrri helmingi ársins er rúmlega tvöfalt meiri en á sama tíma fyrir ári. Auknar tekjur af samgöngum skýra aukinn afgang á fyrri helmingi ársins, en aukin útgjöld vegna ferðalaga Íslendinga erlendis meira en vega upp á móti auknum tekjum af ferðaþjónustu. Þar að auki var önnur innflutt þjónusta mun meiri en önnur útflutt þjónusta. Horfur eru á áframhaldandi afgangi á vöru- og þjónustuvið- skiptum á seinni hluta ársins. Verð sjávarafurða hefur haldið áfram að hækka. Greiðslukortatölur og fjöldi ferðamanna sem fer um Leifsstöð benda til verulegrar fjölgunar ferðamanna til landsins og tekjum af þeim á þriðja ársfjórðungi. Því er gert ráð fyrir að útflutningsverðmæti vöru og þjónustu verði heldur meira á seinni hluta ársins en í síðustu spá. Meiri útflutningur og töluvert hagstæðari þróun viðskiptakjara á seinni hluta ársins hefur í för með sér að spáð er nokkru meiri afgangi Mynd VII-1 Undirþættir viðskiptajafnaðar1 1. ársfj. 2003 - 2. ársfj. 2011 Ma.kr. 1. Rekstrarframlög talin með þáttatekjum. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vöruskiptajöfnuður Þjónustujöfnuður Þáttatekjujöfnuður (hlutur innlánsstofnana í slitameðferð) Þáttatekjujöfnuður (annað) -140 -120 -100 -80 -60 -40 -20 0 20 40 60 ‘1120102009200820072006200520042003 Mynd VII-2 Vöruskiptajöfnuður Á föstu gengi, janúar 2005 - ágúst 2011 Ma.kr. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vöruskiptajöfnuður án skipa og flugvéla Vöruskiptajöfnuður -40 -30 -20 -10 0 10 20 30 2011201020092008200720062005

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.