Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1987, Page 11

Skírnir - 01.04.1987, Page 11
Um Skírni Þegar Skírnir og Tímarit hins íslenzka bókmentafélags voru sameinuð árið 1905 og Guðmundur Finnbogason ráðinn ritstjóri var ákveðið að ritið kæmi út fjórum sinnum á ári. En frá og með árinu 1921 þegar Arni Pálsson tók við tímaritinu varð Skírnir aftur ársrit eins og hann hafði verið fyrir sameininguna og hefur verið það síðan. Með þessu hefti er enn brotið blað í sögu Skírnis og mun hann nú koma út tvisvar á ári, vor og haust. Eins og félagsmenn hafa orðið varir við hefur Skírnir vaxið á undanförnum árum og er það nægileg ástæða til að skipta honum. En vitaskuld er þessi breyting gerð í þeirri von að hún verði til þess að hleypa nýju lífi í þetta gamla tíma- rit. Fáeinar breytingar hafa verið gerðar á efni og útliti tímaritsins. Það er nú liðin tíð að lesendur þurfi að byrja á því að skera upp úr ritinu, þótt þeir sem þess óska geti fengið Skírni óskorinn eftir sem áður. Sá háttur er tekinn upp að bjóða einu ljóðskáldi að yrkja í hvert hefti og er Þorsteinn frá Flamri fyrsta skáld Skírnis. „Skírnismál“ verða fastur þáttur í ritinu og er honum ætlað að vera vettvangur fyrir skiptar skoðanir um ýmis álitamál. Vonandi munu „Skírnismál“ verða til þess að ritið sinni betur því meginhlutverki sínu að hvetja til gagnrýninnar umræðu um íslenska menningu. Eins og áður verður meginefni Skírnis fræðilegar ritgerðir. I efnisvali mun þeirri meginstefnu verða fylgt að ritið láti sig varða sem flesta þætti ís- lenskrar menningar, bæði í sögu og samtíð, og veiti hingað þeim erlendu straumum sem ætla má að skipti miklu fyrir Islendinga. I Skírni á að vera aðgengileg, vönduð og gagnrýnin umfjöllun um mannleg fræði, vísindi, listir, trú og þjóðmál. í ritdómum verður leitast við að fjalla um athygl- isverðustu bækurnar af hverju sviði og reynt að hafa umsagnir fremur ítar- legar en margar. Loks mun Skírnir leggja sig eftir því að kynna skrif ungra fræðimanna sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum. Við undirbúning þessa heftis hef ég orðið var við mikinn áhuga á málefn- um Skírnis. Þessi áhugi er raunar aðeins angi af þeirri vakningu sem virðist eiga sér stað í íslensku menningarlífi um þessar mundir. Við slíkar aðstæður er engin ástæða til að örvænta um afdrif íslenskrar menningar, því henni fær ekkert grandað nema sinnuleysi íslendinga sjálfra. Þetta fyrsta hefti Skírnis undir minni ritstjórn helga ég minningu föður- bróður míns, Bjarna Vilhjálmssonar, þjóðskjalavarðar, sem lést fyrr á þessu ári. Þakka ég honum bæði framlag hans til íslenskra fræða og þá hvatningu sem hann veitti mér á síðustu árum. Vilhjálmur Árnason
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.