Skírnir - 01.04.1987, Page 11
Um Skírni
Þegar Skírnir og Tímarit hins íslenzka bókmentafélags voru sameinuð árið
1905 og Guðmundur Finnbogason ráðinn ritstjóri var ákveðið að ritið
kæmi út fjórum sinnum á ári. En frá og með árinu 1921 þegar Arni Pálsson
tók við tímaritinu varð Skírnir aftur ársrit eins og hann hafði verið fyrir
sameininguna og hefur verið það síðan. Með þessu hefti er enn brotið blað
í sögu Skírnis og mun hann nú koma út tvisvar á ári, vor og haust. Eins og
félagsmenn hafa orðið varir við hefur Skírnir vaxið á undanförnum árum
og er það nægileg ástæða til að skipta honum. En vitaskuld er þessi breyting
gerð í þeirri von að hún verði til þess að hleypa nýju lífi í þetta gamla tíma-
rit.
Fáeinar breytingar hafa verið gerðar á efni og útliti tímaritsins. Það er nú
liðin tíð að lesendur þurfi að byrja á því að skera upp úr ritinu, þótt þeir sem
þess óska geti fengið Skírni óskorinn eftir sem áður. Sá háttur er tekinn upp
að bjóða einu ljóðskáldi að yrkja í hvert hefti og er Þorsteinn frá Flamri
fyrsta skáld Skírnis. „Skírnismál“ verða fastur þáttur í ritinu og er honum
ætlað að vera vettvangur fyrir skiptar skoðanir um ýmis álitamál. Vonandi
munu „Skírnismál“ verða til þess að ritið sinni betur því meginhlutverki
sínu að hvetja til gagnrýninnar umræðu um íslenska menningu.
Eins og áður verður meginefni Skírnis fræðilegar ritgerðir. I efnisvali
mun þeirri meginstefnu verða fylgt að ritið láti sig varða sem flesta þætti ís-
lenskrar menningar, bæði í sögu og samtíð, og veiti hingað þeim erlendu
straumum sem ætla má að skipti miklu fyrir Islendinga. I Skírni á að vera
aðgengileg, vönduð og gagnrýnin umfjöllun um mannleg fræði, vísindi,
listir, trú og þjóðmál. í ritdómum verður leitast við að fjalla um athygl-
isverðustu bækurnar af hverju sviði og reynt að hafa umsagnir fremur ítar-
legar en margar. Loks mun Skírnir leggja sig eftir því að kynna skrif ungra
fræðimanna sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum.
Við undirbúning þessa heftis hef ég orðið var við mikinn áhuga á málefn-
um Skírnis. Þessi áhugi er raunar aðeins angi af þeirri vakningu sem virðist
eiga sér stað í íslensku menningarlífi um þessar mundir. Við slíkar aðstæður
er engin ástæða til að örvænta um afdrif íslenskrar menningar, því henni fær
ekkert grandað nema sinnuleysi íslendinga sjálfra.
Þetta fyrsta hefti Skírnis undir minni ritstjórn helga ég minningu föður-
bróður míns, Bjarna Vilhjálmssonar, þjóðskjalavarðar, sem lést fyrr á
þessu ári. Þakka ég honum bæði framlag hans til íslenskra fræða og þá
hvatningu sem hann veitti mér á síðustu árum.
Vilhjálmur Árnason