Skírnir - 01.04.1987, Page 14
VÉSTEINN LÚÐVÍKSSON
Líf og þjáning
Hugleiðing flutt í útvarpi d föstudaginn langa 1986.
MARGT ER það í boðskap meistarans frá Nasaret sem vefst fyrir
okkur nútímamönnum, en þó held ég ekkert eins og afstaða hans til
þjáningar og sársauka. Bæði hvetur hann áheyrendur sína til að
„bera“ eða „taka kross sinn“, og að því er best verður séð gengur
hann sína eigin píslargöngu fús og viljugur. Stundum fer líka ekki
á milli mála að hann telur þjáningu forsendu trúar. Petta er t. a. m.
haft eftir honum svo til orðrétt í samstofna guðspjöllunum þremur:
Hver sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki kross sinn og fylgi mér.
Því að hver sem vill bjarga lífi sínu, mun týna því, og hver sem týnir lífi sínu
mín vegna, mun finna það. Hvað stoðar það manninn að eignast allan
heiminn og fyrirgera sálu sinni? (Mt. 16.24-25)
Hver sem í raun vill trúa verður m. ö. o. að afneita sjálfum sér og
meðtaka þjáningu sína. Hér er Jesús Kristur reyndar langt frá því
að vera einn á báti; þá kröfu sem í þessu felst má finna í kjarna allra
trúarbragða. En það breytir því ekki, að undan þessari kröfu víkur
samtíminn sér bæði af lipurð og ákveðni. Við kærum okkur hvorki
um sjálfsafneitun né þjáningu. Oll þjáning er af hinu illa. Og allar
alvarlegar tilraunir til raunverulegrar sjálfsafneitunar orka á okkur
sem fáránleiki, jafnvel geðbilun; gott ef við þurfum ekki að setja
okkur í fræðilegar stellingar til að skilja hvað eitt sinn var átt við
með hugtökunum sjálfsupphafning og sjálfsafneitun. Það sem Jes-
ús og fleiri áttu við með sjálfsupphafningu er svo ríkur þáttur í nú-
tímamenningu Vesturlanda, að við erum fyrir löngu orðin sam-
dauna og tökum ekki eftir öðru en alvarlegum sjúkdómseinkenn-
um, sem við gefum læknisfræðileg og sálfræðileg heiti, og látum
það ekki hvarfla að okkur að sjálf séum við hluti af sjúkdómnum.
En hvað er að taka eða bera kross sinn?