Skírnir - 01.04.1987, Side 17
SKÍRNIR
LÍF OG ÞJÁNING
11
andstæðuna. Og af því við viljum ekki vera þannig, af því við lítum
svo á að við eigum að vera á hinn veginn, þá verðum við hrædd og
slegin. Við verðum hrædd við það sem er, hrædd við eigið ásig-
komulag, jafnframt því sem við óttumst að aðrir dæmi okkur jafn
hart, ef ekki enn harðar en við dæmum okkur sjálf.
Hér eigum við um það að velja að hopa, setja grímuna á okkur
aftur og loka okkur af í gömlum sjálfsblekkingum, eða halda áfram
og kalla þá yfir okkur enn meiri óþægindi með því að taka til okkar
það sem verið hefur bælt og hulið. Ef við veljum síðari leiðina, höf-
um við þar með hafið okkar eigin píslargöngu. Því að það undar-
lega sambland langana og banna, sorgar og gleði, þrár og haturs,
sársauka og unaðar, trausts og hræðslu, sem mannlegt sálarlíf er
yfirleitt, býður ekki upp á sólskinið einvörðungu. Ef við viljum í
alvöru kynnast sjálfum okkur, komumst við ekki hjá vanlíðan, og
henni kannski stundum nokkuð þungbærri. En það er til nokkurs
að vinna. An þeirra rauna sem heiðarleg sjálfskönnun felur í sér,
tekst okkur a. m. k. ekki að „týna lífinu til að finna það“, eða eins
og haft er eftir Klemensi frá Alexandríu, að þekkja sjálf okkur og
þar með guð.
En áður en við þekkjum sjálf okkur svo vel að við þekkjum guð,
rekum við okkur á, að þjáning er ekki frelsandi nema hún leiði til
afsals eða fórna, nema hún geri okkur kleift að sleppa því sem við
höldum okkur í og takmarkar og einangrar okkur frá innsta eðli til-
verunnar. An þess endilega að gera okkur það ljóst fyrr en á hólm-
inn er komið, bindumst við ótal mörgu í því meðvitaða eða ómeð-
vitaða augnamiði að auka okkur öryggi. Ekki aðeins bindumst við
eignum, heldur líka tengslum okkar við annað fólk, tilfinningum,
hugmyndum, skoðunum, þekkingu, verkum okkar og vana. Við
getum m. a. s. bundist ákveðinni hugmynd um guð og þannig reynt
að eigna okkur hann; af þessum toga er t. d. algeng afstaða: minn
guð er betri en þinn, og þar með eru mín trúarbrögð öðrum trúar-
brögðum æðri. Það virðist vera eðli sjálfsins að tryggja sig gegn
skakkaföllum með því að bindast eða slá eign sinni á flest sem heitið
hefur, gera það að sínu, „eignast allan heiminn“. Sjálfsafneitun er
ekki síst fólgin í því að losa um þessar bindingar og sleppa þeim, þ.
e. að gera sér ljóst að ekkert er í rauninni mitt eða okkar.
Takist þetta, þótt ekki sé nema að litlu leyti, kemur í ljós á hverju