Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1987, Side 19

Skírnir - 01.04.1987, Side 19
SKÍRNIR LÍF OG ÞJÁNING 13 leg sjálfsafneitun er stöðug píslarganga sem felur í sér möguleika á dauða sjálfsins, krossfestingu þess, en þessi dauði er um leið upp- risa og endurfæðing. Þannig skilin verður píslargangan annað og meira en píslarganga, þjáningin annað og meira en þjáning, hún verður hin hliðin á því sem meistarinn kallaði frið og fögnuð. Við viljum frið. Við viljum fögnuð. En við viljum sem minnst vita af þjáningunni. Við erum eins og maðurinn sem vildi eld en engan hita. Fegins hendi tökum við hverju því sem getur veitt okk- ur stundaránægju. Meðan á henni stendur þurfum við ekki að finna til, við getum jafnvel talið okkur trú um að við höfum höndlað hinn æðsta fögnuð. Og þegar einni ánægjustundinni er lokið, kannski fyrr en varði með þreytu og tómleika, verður okkur ekki skota- skuld úr því að skreppa yfir í þá næstu, því að hér verður framboðið æ fjölbreytilegra. Af miklu hugviti hefur hinn auðugi og tækni- væddi hluti heimsins séð okkur fyrir svo mörgum flóttaleiðum undan okkar eigin þjáningu og annarra, að með ofurlítilli útsjónar- semi þarf okkur aldrei að skorta möguleika á undankomu, mögu- leika á mátulega léttum doða eða hæfilegri ertingu. Þannig er sá friður sem við kjósum okkur. Hann er ekki innri friður, né getur hann kallast djúpur. Hann er stundarfriður í okkar eigin yfirborði. Og svipað má segja um þann „fögnuð“ sem fylgir honum. Enda þurfum við ekki annað en að líta í kringum okkur, eða verða fyrir því að detta sjálf út úr eigin vana og öryggi smátíma, til að sjá að heimurinn býr ekki við frið og fögnuð. Hann býr við falskt öryggi og þarf æ kröftugri meðul til að telja sér trú um að þau dugi honum. Hann ber með sér þjáningu sem hann neitar þó að taka til sín. Og hann er sleginn ótta við óhugnanlega framtíð, án þess þó að geta horfst í augu við hann. Og heimurinn er við. Aðeins með því að ímynda okkur að við séum, hvert um sig, einvörðungu sjálfstæð tilvist, þ. e. vendilega aðskilin frá allri annarri tilvist, getum við komist að þeirri niður- stöðu að við séum eitthvað annað en heimurinn, eða lífsheildin, og þannig firrt okkur allri ábyrgð. Hér komum við aftur að því sama, aðeins frá annarri hlið en áður. A meðan við getum ekki tekið til okkar og borið ábyrgð á eigin þjáningu, erum við ófær um að bera raunverulega ábyrgð á þjáningu heimsins. Og á meðan friður okk-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.