Skírnir - 01.04.1987, Side 22
16 GUNNAR KRISTJÁNSSON SKÍRNIR
hugsýkin eða hjartveikin eins og hann orðaði það oft í bréfum til
vina og kunningja.
Matthías var maður „lífsháskans". Enginn þekkti betur sorg og
söknuð en hann af eigin raun. Enginn var kunnugri örvæntingu ef-
ans en hann - samt hafa fáir ort betur um gleðina og öryggi trúar-
innar. Hvernig var þessi maður, sem mest áhrif hefur haft á trúar-
skilning þjóðarinnar á þessari öld? Hverjir höfðu áhrif á hann? Um
hvað snerist efi síra Matthíasar, í hverju fólst trú hans? Þessi ritgerð
er tilraun til þess að svara slíkum spurningum. Þess skal þó getið
þegar í upphafi, að ekki er hér um neina tæmandi úttekt að ræða
eins og þarf raunar vart að taka fram um ritgerð af þeirri stærð, sem
hér um ræðir.
2. Efasemdir Matthíasar
Víkjum fyrst að efasemdunum, sem Matthías getur um afar víða,
ekki síst í sendibréfum, en hann var með afbrigðum afkastamikill
bréfritari. Hvorki þar né annars staðar fer hann í launkofa með efa-
semdir sínar. Og margir hafa numið staðar við þær. En um hvað ef-
aðist hann?
Efi síra Matthíasar átti sér margar rætur, sumar djúpar, aðrar
grynnri. Hann telur, að dýpstu ræturnar séu meðfædd tilhneiging
til hugsýki og kvíða. I Söguköflum af sjálfum mér lýsir Matthías
því iðulega, hvernig þessi ættarfylgja úr föðurætt ásótti föður hans2
og íþyngdi honum sjálfum alla tíð. Ekki drógu þau þungu áföll,
sem hann varð fyrir á yngri árum, úr áhrifum hennar. Þyngst voru
áföllin þegar hann var prestur í Kjalarnesþingum og sat í Móum á
Kjalarnesi (1867-1873), en þar missti hann tvær fyrri konur sínar,
Elínu Sigríði Knudsen 1868 og Ingveldi Olafsdóttur 1871 og einnig
móður sína 1872, en hún var honum afar kær eins og fram kemur í
lok þessarar ritgerðar. Sorgin breyttist í róttækan efa um tilgang
lífsins. Hér er um að ræða slíka örvæntingu, að helst mætti jafna til
hinna frægu örvæntingarkasta Marteins Lúther, sem var Matthíasi
afar hugstæður enda orti hann innblásið kvæði um Lúther á Presta-
skólaárum sínum eins og síðar verður vikið að.
En efi Matthíasar var einnig af öðrum toga spunninn. Matthías
lifði á miklum umbrotatímum í menningarefnum á meginlandinu,