Skírnir - 01.04.1987, Page 24
18
GUNNAR KRISTJÁNSSON
SKIRNIR
Þótt Matthías hafi ekki fallist á skoðanir Brandesar nema að
hluta þá skynjaði hann í þessum danska Gyðingi spámanninn, sem
þorir. Það virðist hafa heillað Matthías einna mest. Boðskapur
Brandesar um frelsið, sem Matthías telur raunar nálgast það að hafa
verið trúarbrögð Brandesar, hreif hann einnig. I þriðja lagi hitti
boðskapur Brandesar um réttlæti og lýðréttindi beint í mark, þar
sem Matthías sat fremst í salnum og hlýddi hugfanginn á hinn unga
danska spámann.
Matthías kynntist Brandesi persónulega 18855 og hélst kunn-
ingsskapur þeirra upp frá því. Brandes var guðleysingi og ritaði eitt
sinn í bréfi til síra Matthíasar að einungis eitt væri að sinni hyggju
yfirnáttúrulegt og það væri „heimska mannanna".
í þessari sömu utanför hlýddi Matthías einnig á Grundtvig, sem
þá var kominn til ára sinna en samt brennandi í andanum. Matthías
var ekki síður hugfanginn af Grundtvig, sem hann orti reyndar
ágætt ljóð um („Norðurlanda Nornagesti / norræn tunga vígi brag
. . .,“ 1905) og þýddi auk þess nokkra sálma og ljóð eftir hann.
Kynnum sínum af þessum áhrifamiklu mönnum í dönsku menn-
ingarlífi og þá ekki síst kirkjulífi hefur Matthías lýst í Söguköflum
af sjálfum mér.
í bréfi til síra Jóns Bjarnasonar 10. apríl 1875 víkur Matthías að
þeim Brandesi og Grundtvig: „Gagnvart Dönum er Brandes post-
uli raunleikans; (þó sannleikur sé ekki í honum nema í vissri rela-
tion). Brandes er atheisti og því er hann ekki eiginlega uppbyggi-
legur nema til að opna augu skrælingja Faríseanna, þessa afeyrðu
Malkusa Marteinsens og gamla Grundtvigs og þeirra klíku.“6
Tæpri hálfri öld síðar ritar síra Matthías (í Söguköflum): „Hvað er
nú orðið beggja starf? Margt af afrekum þeirra og kenningum er
komið í veður og vind. En meira, miklu meira er og lifir eftir af
gamla Grundtvigs djúpu sál, en af Brandesar fjölkunnugu snilli.“7
4. William Channing
Matthías fór ekki óundirbúinn í för sína til Englands 1871-1872 og
kemur þar tvennt til. Hann átti heimboð hjá enskum kvekara, Isak
Sharpe að nafni, sem hann hafði fylgt um landið nokkrum árum
áður og kynnst honum þá vel. Og í annan stað hafði hann kynnst