Skírnir - 01.04.1987, Qupperneq 25
SKÍRNIR
LÍFSVIÐHORF SÍRA MATTHÍASAR
19
af bókum ýmsum, stefnum, sem áttu miklu fylgi að fagna í hinum
engilsaxneska heimi á þessum árum. Má þar nefna únitarahreyfing-
una, sem hann hafði kynnst af ritum bandaríska guðfræðingsins
Williams Ellery Channing, en það var vinur hans, skólabróðir og
nágrannaprestur á Mosfelli, síra Þorvaldur Bjarnason, prestur á
Reynivöllum (1868-77), sem léði honum fyrst rit Channings þessa.
Alla ævi hafði síra Matthías mikið álit á Channing. Skömmu eftir
aldamótin ritaði Matthías:
Veturinn, sem ég var í Höfn [1871-72], breyttust mjög heimshugmyndir
mínar og trúarskoðanir. Eg hafði þá kynnst Channing, Th. Parker o.fl., en
líka lesið Grundtvig gamla með lífi og sál. Og sama vetur kom Georg
Brandes fyrst algjörlega fram á skoðunarsviðið. Pessir, og enn fleiri höf-
undar, skiptu mér andlega á milli sín, en engan virti ég eða trúði á til fulls,
nema W.E. Channing, hann hefir mér til þessa dags þótt bestur allra guð-
frseðinga.8
Og hann heldur áfram:
Er það sorglegt, hve kristnin virðist enn eiga langt í land til þess að kunna
að skilja hann eða meta rétt. Önnur stefna, er haft hefir allrík áhrif á mig,
er hin „pósitívíska“ og varð það þó ekki fyrr en mörgum árum síðar. En um
þessar mundir tóku mínir kirkjulegu trúarviðir mjög að bila og greru aldrei
um heilt aftur. En þrátt fyrir öll vísindi og allan „pósitívismus" fylgi ég enn
mörgum eldri trúarskoðunum, en krefst þess jafnframt, að flest af því fái
nýjan búning, og það svo, að hinn lifandi kjarni verði ljós og samsvari
þekking nútímans og þörfum. „Pósitívisminn" hleypur fram hjá allri þess
konar speki og því rótlaus, þegar á reynir.9
William Ellery Channing fæddist árið 1780 og dó 1842. Hann
var upphaflega prestur í kristnum söfnuði (congregationalista-
kirkju) í Boston í Bandaríkjunum, en hvarf frá þeirri kirkjudeild og
snerist til únitaratrúar, sem trúfræðingar telja yfirleitt ekki meðal
kristinna kirkjudeilda (þeir fengju t. d. ekki inngöngu í Alkirkju-
ráðið hefðu þeir áhuga). Matthías kynnir Channing þó síður sem
únitara, segir að hann megi heldur kallast „stofnari „nýju guð-
fræðinnar““ og ennfremur, að hann hafi verið „brennheitur Krists-
vinur og mannvinur“.10
Boston hefur löngum verið höfuðborg únitara og hinn virti Har-
vardháskóli höfuðvígi þeirra. Channing var gífurlega afkastamik-