Skírnir - 01.04.1987, Page 27
SKÍRNIR
LÍFSVIÐHORF SÍRA MATTHÍASAR
21
Hann er monisti og kennir og umbætir Kants kritik og formalism-
us.“12
Og enn kemur Carus þessi við sögu áratug síðar, þegar vinur
Matthíasar, Guðmundur Hannesson læknir, segir í grein sem hann
ritaði um Matthías 1905, að Carus væri „uppáhaldið hans“.13
Carus var einn af frumkvöðlum Siðfræðifélagsins í Chicago og
stóð jafnframt fyrir umsvifamikilli bókaútgáfu. Carus var virtur
fyrirlesari í siðfræði. Fæst hann þar einkum við eitt viðfangsefni:
hvernig grundvalla megi siðfræði á vísindalegan hátt. Hann heldur
því fram, að allt til þess tíma hafi siðfræði og þar með öll breytni
manna verið grundvölluð á trúarlærdómum. Nú væru tímarnir
hins vegar breyttir, kirkjukenningarnar ættu í vök að verjast,
menningin væri að hverfa frá hinni trúarlegu undirstöðu sinni og
yfir á hinn vísindalega grundvöll. Af þessu leiddi, að siðfræðin
þyrfti að skipta um undirstöðu. Carus rekur þessa sögu ítarlega og
rökræðir sérhverja viðleitni í samtímanum til þess að ná þessu
markmiði. M. a. fjallar hann um kenningar danska heimspekings-
ins Haralds Höffding, einnig um kenningar franska heimspekings-
ins Madame Clemence Royer, sem hafði gert tilraunir til þess að
grundvalla siðfræði á algebru. En um þær tilraunir vill Carus sem
minnst segja.
Carus er heimspekingur í anda Kants, hann treystir því, að vís-
indalegur grundvöllur undir siðfræðina muni finnast, maðurinn
hafi innra með sér hina siðrænu kröfu, hinn „móralska imperatív",
sem Immanúel Kant kallaði svo. Það er þessi þáttur málsins, sem
heillar Matthías, sem trúir líka, að innra með manninum búi ekki
aðeins hin siðræna krafa heldur líka viljinn og getan til þess að upp-
fylla þessa kröfu. Rétt eins og Carus og Channing er hann ófor-
betranlegur bjartsýnismaður. Allir afneita þeir hinu róttæka synd-
arhugtaki, upprunasyndinni, vanmætti mannsins til hins góða og
óyfirvinnanlegri firringu frá því að geta gert það sem hann kann að
þrá, að uppfylla hina siðrænu kröfu.
6. Adolf von Harnack
Um aldamótin ruddi sér til rúms hér á landi nýguðfræðin svo-
nefnda eða liberalisminn. Matthías má teljast einn af boðberum