Skírnir - 01.04.1987, Síða 28
22
GUNNAR KRISTJÁNSSON
SKIRNIR
guðfræðistefnu þessarar hér á landi. Margt bendir til að hann hafi
lesið verk þeirra þýsku guðfræðinga, sem voru fremstir í flokki
þessarar stefnu. En sá guðfræðingur, sem helst má teljast frum-
kvöðull nýguðfræðinnar var Adolf von Harnack, lengst af prófess-
or í Berlín. Rit hans Skilgreining kristinnar trúar (Das Wesen des
Christentums), sem út kom aldamótaárið og ári síðar á ensku, er
meðal útbreiddustu guðfræðirita, sem út hafa komið. Hafði Har-
nack gaman af að segja frá því í elli sinni - en hann dó 1930 -, að
umferðaröngþveiti hafi skapast á járnbrautarstöðinni í Leipzig,
sem þá var ein stærsta brautarstöð í Evrópu, þegar vagnar full-
hlaðnir af Skilgreiningu kristinnar trúar streymdu út af stöðinni.
Harnack hafði veruleg áhrif á Matthías um og upp úr alda-
mótunum og jafnvel þótt Matthías nefni hann ekki oft á nafn í bréf-
um þá leyna sér ekki áhrif þeirrar guðfræðistefnu, sem Harnack
barðist fyrir og átti eftir að hafa mikil áhrif á íslensku kirkjuna.
Matthías nefnir Harnack fyrst í bréfi til útgefanda síns, aðvent-
istans Davíðs Ostlund árið 1901 (ódagsett) með þessum orðum:
„Lesið Harnacks nýju bók um kristindóminn (- með sömu andakt
og biblíuna, meina ég) og - tölúmst svo við næst.“14
I bréfi til Þórhalls biskups 10. nóv. 1908 fjallar Matthías um grein
eftir Harnack, sem felur þetta í sér: „að gera kristna trú aftur sem
líkasta kenningu Jesú í synopt. guðspj. [þ.e. samstæðu guð-
spjöllunum þrem, G.K.], en sýna fram á að hin eiginlega Christo-
logia [Kristsfræði] eða K.kirkjutrú sé sumpart syncretisme
[samsuðutrú], mest (þ.e. friðþægingarlærdómurinn frá Páli post-
ula) ,...“15
I bréfi til síra Valdimars Briem 5. sept. 1911 nefnir hann Harnack
sem einn mesta guðfræðing samtímans og eigi áhrif hans eftir að
berast til landsins en það muni gerast þegar háskólinn fer „að taka
til máls“ eins og hann kemst að orði.16
Áhrif nýguðfræðinnar koma greinilega fram í seinni prédik-
unum síra Matthíasar. Flestum prédikunum sínum mun Matthías
hafa brennt er hann lét af prestskap um aldamótin, en þó eru til um
það bil 100 prédikanir í handriti á Landsbókasafni frá öllum tíma-
bilum starfsævi hans - langflestar óbirtar og órannsakaðar. Það er
einmitt þegar líður að aldamótum, að ákveðin festa virðist komast