Skírnir - 01.04.1987, Page 31
SKÍRNIR
LÍFSVIÐHORF SÍRA MATTHÍASAR
25
áhrif nýgu&fræðinnar enn vera í lágmarki og skoðanir hans virðast
víðsfjarri hugmyndum únitara:
Og þessi Guðs-sonur, frumburður og fyrirmynd hinnar nýju sköpunar,
gjörist þjónn og kvaðst kominn vera öðrum að þjóna og láta lífið til lausn-
argjalds fyrir bræðurna, hann er hinn líðandi og stríðandi þjónn og þó
æðsti spámaðurinn og æðsti presturinn, já, friðþægjarinn og frelsarinn. Það
er guðsmyndin í manneðlinu, því meiri elsku getur enginn haft en þá, að
leggja lífið í sölurnar fyrir aðra - jafnvel sína banamenn.
I sömu prédikun víkur hann svo að hinum upprunalega einfalda
kristindómi, sem sætt hefur dapurlegum örlögum í sögu kirkj-
unnar:
Tökum Krists eigin orð sem jólatexta, þessi:
„Ég er heimsins ljós, ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið.“ Hina djúpu og
þó einföldu lífsspeki hins upprunalega og sanna eða postullega kristindóms
má ekki blanda meiri dulspeki en Nýja testamentið gefur tilefni til. Hefðu
fleiri vitrir menn og fávísir haldið betur ímyndunarafli sínu í skefjum, hald-
ið fast við anda og líf hinna upprunalegu orða, þá hefðu færri villst frá sann-
leika Krists evangelíi og færri deilur upp komið ...
Niðurlag prédikunarinnar á jólum 1895 er vissulega fagur texti,
sem ber vitni um djúpa og hreina trú síra Matthíasar, sem þá hafði
sex áratugi að baki. Hann lýkur prédikuninni með þessum spurn-
ingum:
. . . heldur spyrjum að endingu: Jesús Kristur, ertú mér fæddur? ertú mér
Guðs kraptur og speki? ertú mér sú eina viðunandi lífsskoðun og ljós í
vetrardimmum og kuldaheli þessarar veiku og völtu tilveru? Ertú minn
vegur og sannleikur og líf? . . . ertú kjarninn, hið innsta og bezta, hið
ódauðlega í mér, guðsmyndarneistinn, guðsríkiskornið í mér, mitt trúar-
ljós, mín vonarstjarna, minn kærleiksylur?
I lokaorðunum leyna sér ekki orð, sem minna mjög á hina frjáls-
lyndu og mannmiðlægu guðfræði aldamótanna: guðsmyndarneist-
inn og guðsríkiskornið svo og viðkvæmnisleg orð - sem síðar hafa
oft orkað væmin - eins og „kærleiksylur“ og „trúarljós“.
I prédikun (9. sd. e. trin. 1899), sem til er í handriti á Landsbóka-
safni, eru áhrifin orðin sterkari og nú kemur áhersla hans á breytn-