Skírnir - 01.04.1987, Page 32
26
GUNNAR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
ina sterkt í ljós. Hann hafnar heimsflóttastefnum hvaðan sem þær
eru sprottnar - en hann telur þær annars greinilega einkenna bæði
rétttrúnaðinn og heittrúnaðinn - og teflir fram guðsríkishugmynd-
inni:
En hinn alsanni kristindómur segir: endurfæddu heiminn! Far út og leitaðu
að hinu týnda, og finndu hið glataða! Gjör heiminn að guðlegu lífssviði og
ver Guðs víngarðsmaður, breyt honum í Guðsríki og gjör þig að Guðs
ráðsmanni, ávaxta þitt pund eins og trúr þjónustumaður og ver í einu orði
Guðs samverkamaður!
í sömu prédikun bendir hann á þá hættu sem felst í innhverfum
kristindómi sem gleymi ábyrgðinni á hinu veraldlega sviði:
Þeir segja: Hans [þ.e. kristindómsins] mark og mið er að endurleysa
mannkynið, taka syndara til iðrunar og apturhvarfs fyrir trúna á Jesú Kristi
fórnardauða; því takizt þetta (segj a menn) varðar miklu minna um þetta líf,
enda muni heimurinn enn sem fyr halda áfram að liggja í hinu vonda. Frels-
aðu þína sál, láttu heim þenna eiga sig. En þetta fer í hring og að lokum
snýst þessi prédikun í hina gömlu: Hafnaðu heiminum!
Tæpum tveim áratugum síðar er hann enn við sama heygarðs-
hornið í erindinu um síra Hallgrím, sem síðar verður getið nánar.
Hann segir: „Ef vér viljum vera vel kristnir menn, á alt vort líferni
að stefna og starfa samkvæmt vilja þess æðri anda, er vér hugsum
oss sem guð-í-oss, þann Immanúel, sem birtast á eins og neisti guðs
og hans ríkis í voru kyni. Það er kjarni kristinnar trúar á vorum
dögum.“20
Prédikunin, sem Matthías flutti í Akureyrarkirkju 9. sd. e. trin.
1899, er frábær heimild um guðfræðilega hugsun hans. Hér telur
hann það nánast tímaspursmál hvenær guðsríki renni upp á þessari
jörð. Og Matthías skipar sér hér í raðir þeirra sem túlkað hafa guðs-
ríkið sem eins konar þúsund ára dýrðarríki.
I prédikuninni lýsir hann mikilli grósku í vísindum, tæknilegum
framförum svo og mikilli grósku í kirkjum heimsins og segir: „Vér
lifum í þeirri hreyfing, sem mun reynast stærri og víðtækari en
siðabót 16. aldar var.“ Hér sem oftar tekur hann mið af siðbótar-
tímanum. Síðan fer hann að tala um eitt meginhugtak nýguð-
fræðinnar guðsríkið: „Og eitt er víst, að í flest öllum flokkum