Skírnir - 01.04.1987, Page 33
SKÍRNIR
LÍFSVIÐHORF SÍRA MATTHÍASAR
27
kristninnar lifir og ræður mikil hreyfing, sem að benda [svo] eina
leið - benda að þeirri trú, sem er eða eigi að vera líf, andi og starf-
semd fyrir nýtt guðsríki á jörðunni - guðsríki hér og nú.“
Og litlu síðar í sömu prédikun er síra Matthíasi greinilega mikið
niðri fyrir og skriftin gleikkar dálítið og það fer ekki milli mála, að
hér er þungamiðja prédikunarinnar. Hann heldur áfram:
En þegar hann Qesús] sagði: Guðsríki er nálægt eða komið og þegar hann
sagði: Guðsríki er innra í yður. Og þegar hann fram setti þennan himneska
lærdóm í dæmisögum svo sem um súrdeigið og um mustarðskornið og hina
miklu kvöldmáltíð eður í enn öðrum líkingum, þá vaknar sú spurning, sem
að vísu hefur áður vaknað fyrir mörgum, en er nú vöknuð með meira trú-
arfjöri víða í kristnum ríkjum en nokkru sinni áður - sú spurning: á þá
guðsríki ekki nú þegar að byrja. Hinn áminnzti söfnuður svarar: Jú, vissu-
lega, og það er einmitt þetta svar, sem einsog ný opinberun, nýr boðskapur
af himni ofan fer um löndin og kveykir heilagan eld í sálum ótal kristinna
manna. Það er hið andlega lýðfrelsi mannkynsins, sem hinn guðdómlegi
spámaður var að boða, hann var að skipa sínum lærisveinum, fyrst hinum
tólf svo hinum 70, svo hinum 500, svo - öllum sínum játendum, að fara út
og prédika guðsríki, fara út og boða Guðs faðerni, boða Jesúm Krist Guðs
son, frelsara heimsins, boða bróðerni, frið og friðþæging, boða herteknum
lausn og fjötruðum frelsi.
Það er engu líkara en síra Matthíasi finnist nú loksins hilla undir
að guðsríki verði stofnsett á jörðinni og hin endanlega guðsríkistíð
renni upp. Lokaorðin sýna einnig áhrif nýguðfræðinnar: faðirinn,
sonurinn og bræðralag allra manna.
Um guðsríkishugmyndir nýguðfræðinnar þarf ekki að fjölyrða
eftir tvær heimsstyrjaldir. Það voru reiðir ungir guðfræðingar, sem
áttu senuna á meginlandinu eftir fyrri heimsstyrjöldina og fundu
trúfræðihugmyndir nýguðfræðinnar léttvægar (afstaðan til biblíu-
rannsókna hefur staðist tímans tönn). Seinni tíma guðfræðingar
draga sum meginatriði frjálslyndu guðfræðinnar mjög í efa; telja
þeir trauðla unnt að greina á óyggjandi hátt milli boðskapar Jesú og
boðskaparins um hann vegna þess að sjálfur ritaði Jesús ekki neitt,
heldur er allt, sem hann sagði og gerði, búið að fara um hendur
frumkirkjunnar á einn eða annan hátt.
Segja má, að guðfræði tuttugustu aldar sjái dagsins ljós árið 1921
þegar Karl Barth gaf út skýringarrit sitt við bréf Páls postula til