Skírnir - 01.04.1987, Síða 34
28
GUNNAR KRISTJÁNSSON
SKIRNIR
Rómverja, en nýguðfræðin taldi Pál ábyrgan fyrir mörgu af því
versta í kristinni kenningu. Þetta verk Karls Barth er jafnframt
uppgjör við nýguðfræðina og upphaf nýrra guðfræðilegra viðhorfa
sem hafa mótað guðfræði og kirkju að verulegu leyti þaðan í frá. En
þegar þessir hlutir gerast hafði síra Matthías Jochumsson legið eitt
ár í gröf sinni.
I bréfi til vinar síns og starfsbróður, síra Valdimars Briem, lítur
Matthías um öxl og skilgreinir tengsl gömlu og nýju guðfræðinnar
(29. jan. 1914): „. .. nýja guðfræðin og únitarisminn eru ekki sama
og sá arfgengi kristindómur og enn síður evangelísk kristileg Lút-
herstrú, því fer fjarri. Nýja guðfræðin er dóttir hinnar gömlu, og-
búið.“
Harnack var - líkt og Matthías - aðdáandi hins unga Lúthers og
dáði mjög rit hans um frelsi kristins manns, en var gagnrýninn á
síðara tímabil ævi hans þegar hann leitaði skjóls hjá veraldlegum
valdsmönnum.
Enginn guðfræðingur var eins tilbúinn og síra Matthías til þess
að veita hinni nýju guðfræði aldamótanna viðtöku. Hún var hon-
um kærkomið tæki í baráttunni. Barátta Matthíasar var raunar
tvíþætt. Annars vegar barðist hann út á við og þá einkum gegn efn-
ishyggjunni, sem mjög var til umræðu um aldamótin. Efnishyggjan
var afneitun á tvíhyggju, þar sem tilverunni er skipt í tvö svið, efni
og anda. Efnishyggjan afneitaði andanum og tók aðeins efnið gilt.
Matthías afneitaði einnig tvíhyggjunni, a.m.k. í orði kveðnu, en
tók ekki sama kost og efnishyggjumennirnir, heldur aðhylltist
hann einhyggju (monisma), þar sem andinn er talinn það sem máli
skiptir og undirstaða alls. Þess vegna barðist Matthías einnig inn á
við, þ. e. a. s. gegn hefðbundinni kirkjulegri guðrækni - jafnt rétt-
trúnaði sem heittrúnaði (píetisma) - rétt eins og Harnack og ný-
guðfræðin - þar sem tvíhyggja efnis og anda var alls ráðandi í þeim
herbúðum.
Matthías helgaði líf sitt að verulegu leyti þessari síðarnefndu bar-
áttu. Hann var því ekki trúvarnarmaður heldur miklu fremur spá-
maður, siðbótarmaður, sem vildi breyta kirkjulegri trú. Þar var
honum hinn ytri búningur efst í huga, en ekki það sem hann áleit
vera kjarna kristinnar trúar allt frá upphafi. Þetta ásamt mörgu
öðru sýnir, að kristindómur síra Matthíasar var ekki innhverfur,