Skírnir - 01.04.1987, Side 36
30
GUNNAR KRISTJÁNSSON
SKIRNIR
„Því þótt fáeinir skilji Krists guðdómlegu opinberun nær hans
anda en fjöldinn gerir eru þeirra raddir jafnan misskildar og dæmd-
ar villukenningar.“ Þessi setning verður þannig eftir breytingu:
„Því þótt fáeinir skilji Krists guðdómlegu opinberun nær hans
anda en fjöldinn gerir gætir þess lítið meðal fjöldans.“ Þarna hefur
Matthías greinilega dregið úr stóru orðunum. I stað þess að ásaka
fjöldann sýnir hann heimsku hans umburðarlyndi.
Annað dæmi: „Kristur innrætti, opinberaði, lifði guðlegt líf en
kenndi ekki guðfræði skriptlærðra og Farísea, heldur fordæmdi
hana.“ Verður: „Kristur innrætti, opinberaði, lifði sjálfur guðlegt
og heilagt líf, en kenndi ekki guðfræði eða vísindi skriptlærðra og
Farísea, heldur fordæmdi hana.“ Þarna er kveðið fastar að orði um
heilagt líf Krists og einnig hefur Matthías freistast til að spyrða
saman farísea og vísindamenn. Þarna hefur hann greinilega haft
áhyggjur af materíalismanum eða efnishyggjunni, en þær fóru vax-
andi hjá honum.
Þriðja dæmi úr sömu prédikun: „Vei þeirri trú, sem ekki þolir
vísindi og þeirra ljós.“ Verður: „Vei þeirri trú, sem ekki þolir að sjá
ljósið." Aftur vísbending um vaxandi efasemdir hans um gildi vís-
indanna.
Undir lokin: „En meðan lífið er eins ófullkomið eins og það er,
meðan eigingirni, auður og munaður en ekki Kristur og hans orð
býr ríkulega á meðal vor, er að vísu til lítils að boða fjöldanum
hreinan kristindóm, því sjáandi sér hann ekki, heyrandi heyrir
hann ekki og sjálfur kennilýðurinn breytir fremur eptir þeim trú-
arlærdómum og blindu prestum, sem Jesúm ofsóttu en eptir hans
eigin heilaga dýrðar dæmi.“ Þessu breytirhannþannig: „En meðan
lífið er eins ófullkomið og það er, meðan eigingirni, auður og mun-
aður en ekki Kristur og hans orð býr ríkulega á meðal vor, er að
vísu oftlega til lítils árangurs að boða fjöldanum guðsríki því sjá-
andi sér hann ekki og heyrandi heyrir hann ekki og sjálfir kenni-
feðurnir breyta og á stundum eptir þeim blindu Faríseum.“ Þarna
leyna sér ekki áhrif nýguðfræðinnar: í staðinn fyrir „hreinan krist-
indóm“ er komið „guðsríki" í staðinn fyrir hið dálítið niðrandi orð
kennilýður er komið kennifeður og í staðinn fyrir að þeir breyti
fremur eftir andstæðingum Jesú gera þeir það nú aðeins stundum.
Við fljótlega athugun virðist sem Matthías noti hugtakið Ijós