Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 37
SKÍRNIR
LÍFSVIÐHORF SÍRA MATTHÍASAR
31
meira í eldri ræðum sínum en hinum yngri, en hins vegar noti hann
föðurhugtakið meira þegar á líður starísferilinn. Gæti það gefið til
kynna, að áhrif únitara og dulspeki hafi verið meiri fyrst í stað en
áhrif nýguðfræðinnar hafi síðan sótt á.
8. Lúther og Hallgrímur
Þegar hér er komið sögu og viðhorf Matthíasar til nýguðfræðinnar
og kirkjukenninganna liggja nokkuð ljós fyrir, er forvitnilegt að
víkja að viðhorfum hans til tveggja manna, sem koma við sögu
hinna lúthersku kenninga. Hvernig var hugur Matthíasar til
Lúthers, upphafsmanns þessa alls þótt hann sé að vísu ekki upp-
hafsmaður þess „rétttrúnaðar“, sem við nafn hans er kenndur. Og
hvernig var hugur Matthíasar til höfuðskálds hins lútherska rétt-
trúnaðar hér á landi, síra Hallgríms Péturssonar? I stuttu máli voru
báðir þessir menn mikils metnir hjá Matthíasi. En hvers vegna?
Víkjum fyrst að Lúther.
Það sýnir hug Matthíasar til siðbótarmannsins Lúthers, að hann
hafði ætíð hangandi stóra mynd af honum uppi á vegg í skrifstofu
sinni.21 Auk þess orti hann ágætt og innblásið kvæði um siðbót-
armanninn frá Wittenberg árið 1864 þar sem hann ávarpar hann í
þriðja erindi á þessa leið: „Þú Lúther, ljóssins hetja“ og er ekki
laust við að hann hafi viljað líkjast honum og vera sjálfur ljóssins
hetja! Þrátt fyrir rómantík er Matthías innst inni siðbótarmaður. I
brjósti hans slær hvorki prestshjarta né kennimanns, heldur
spámanns. Spámanns eða siðbótarmanns, sem sættir sig ekki við þá
sofandalegu kirkju, sem hann þjónar og finnur sig knúinn og kall-
aðan til að þjóna eftir sem áður.
I prédikun 1. sd. í aðventu 1890, á 350 ára afmæli Nýja testa-
mentisins á íslensku, segir Matthías þetta um Lúther og siðbót
hans: „Sjálf siðabót Lúthers, sem svo dýrðlega byrjaði, varð ófull-
komin og endaslepp. En grundvöllur sá sem hún lagði var bæði
sannur og fastur, því sjá: Lúthers siðabót stendur enn yfir, já, hún
er enn í byrjun sinni.“ Síðustu orðin hefur Matthías undirstrikað
rækilega í handriti. Aðdáun hans á Lúther má einnig merkja af því,
að hann líkir mönnum, sem hann heillaðist af gjarnan við Lúther.22