Skírnir - 01.04.1987, Blaðsíða 38
32
GUNNAR KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
Matthías var í raun siðbótarmaður í hugsun. Eíi hans og kirkju-
gagnrýni eiga sér ekki rætur í vantrú eða afneitun á kirkjunni.
Astæðan fyrir kirkjugagnrýni Matthíasar er eldheitt trúartraust
hans og vilji til að endurbæta kirkjuna.
I bréfi til síra Jóns Bjarnasonar 10. okt. 1895 leynir sér ekki, að
það er hvorki presturinn né kennimaðurinn Matthías sem heldur
um stílvopnið, heldur siðbótarmaðurinn, þegar hann segir um
kirkjulífið áíslandi: „Hérvantar ekki einungis reformation, heldur
revolution." (Þ. e. a. s. hér vantar ekki einungis siðbót, heldur
byltingu).23
I bréfi til vinar síns og skoðanabróður í guðfræði Þórhalls Bjarn-
arsonar, síðar biskups, fjórum árum áður segir Matthías um trúar-
skoðanir sínar (Akureyri 7. nóv. 1891): „Þér að segja, í trúnaði hef
ég aldrei verið únitari . . . Mín trú er einföld Lúterstrú (einkum á
þetta höfuðdogma: „Guð var í Kristi og sætti heiminn við sig“)...
Mönnum er, — eins og þú veizt eða vissir, — fyrir löngu kunn mín
„vantrú“ á lærdóminn um eilífa útskúfun."24
Ekki var Hallgrímur minna metinn en siðbótarmaðurinn Lút-
her. Matthías hafði Passíusálmana ævinlega á náttborði sínu og þeir
voru að lokum látnir fylgja honum í kistuna.25 Eins og kunnugt er
orti Matthías eitthvert innblásnasta ljóð sitt um síra Hallgrím, og
engum blandast hugur um það, að þar á þjóðskáldið ofurauðvelt
með að setja sig í spor Hallgríms. I bréfi til vinar síns síra Eggerts
O. Briem ritar Matthías árið 1875 (í Reykjavík): „I næsta kvæði
sérðu minningarsálm um sra Hallgrím (uppáhald mitt), sem mér
datt í hug í jólaringlinu.“26 Og þar á hann við sitt fagra ljóð um
Hallgrím, sem í eru þessi erindi:
Atburð sé ég anda mínum nær,
aldir þó að liðnar séu tvær;
inn í dimmt og hrörlegt hús ég treð.
Hver er sá, sem stynur þar á beð?
Langt með Pétri sástu kvala-kvöld,
Kaífasar höll var sjálfs þín öld -
sama ambátt: hroka-hjátrú blind;
hjálpin sama: Jesú guðdóms-mynd.